Sölvi Daníelsson er á góðri leið með að verða starfsmaður aldarinnar í Bónus. Jafnaldrar hans eru á leið til Asíu eða í heimsreisu. Hann raðar saman orðum á milli vakta en kemur þeim ekki heim og saman. Eitthvað verður maður að gera. Maður verður að hugsa stórt. Svo hann fer til Akureyrar.
Þetta er saga af ungu skáldi í leit að rödd: útlaga í leit að bandamönnum; þjóð í leit að betri tilboðum og tungumáli sem fæst á 100-kall í Hertex.
Hér er á ferðinni sjálfstætt framhald bókarinnar Sölvasaga Unglings sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 í flokki ungmennabóka.