Það eru andlit á glugga en meindýraeyðirinn vill ekkert aðhafast. Náhvalurinn er útdauður, þetta heilaga finnst hvorki á bak við bækurnar né undir eldhúsvaskinum og á börunum í Reykjavík er boðið upp á Vatnajökul í viskíið.
Í smásagnasafninu Keisaramörgæsum er teiknaður upp spriklandi sagnaheimur þar sem fantasía mætir raunsæi á kraftmikinn, frumlegan og heillandi hátt.
Her work has been nominated for the Nordic Council Literature Prize, the Icelandic Literature Prize, The Icelandic Women's Literature Prize, Maístjarnan – The Icelandic Poetry Prize and won The Jón úr Vör Poetry Prize. She was the 2019-20 Resident Playwright at The Reykjavík City Theatre.
She is a member of the writers' collective Impostor Poets.
Stærri sögurnar voru stórgóðar, þær styttri fannst mér stundum skorta eitthvað, kannski skildi ég þær bara ekki. Allar voru þær vel skrifaðar og ég las þær af mikilli innlifun. Mæli eindregið og hiklaust með þessari fyrir alla unnendur smásagna.
Sögurnar í þessari bók eru af öllum stærðum og gerðum. Það helsta sem tengir þær saman er sá tónn sem er undirliggjandi. Oftast nær er fjallað um álitaefni nútímans, t.d. loftslagsbreytingar og neysluhyggju.
Ég heillaðist meira af lengri sögunum í bókinni. Ein af mínum uppáhalds var Bylgja, sem segir frá ofurgáfaðri stelpu og andlegum erfiðleikum móður hennar. Önnur var Leg, þar sem undarlegur matarklúbbur kemur við sögu og erfið málefni á borð við fósturlát.
Flestar sögurnar fengu mig til að hugsa og sjá hlutina frá öðrum hliðum. Ég get því hiklaust mælt með þessu smásagnasafni.
Firnasterk byrjun, hafði lesið Korriró beibí áður og hún setið í mér síðan. Fyrri hluti bókarinnar var líka mjög góður en sá síðari var meira óspennandi. Önnur hljóðbókin sem ég hlusta á og höfundur les sjálf en hún er með frábæra rödd sem bætir miklu við upplifunina. Ég er ennþá að venjast því að hlusta á bækur og það dregur einkunnina aðeins niður af því ég á stundum erfitt með að halda þræði. Að vísu hlustaði ég aftur á þær sögur sem mér fannst ég ekki ná nógu vel í fyrsta skiptið
Þessi bók hefur að geyma smásögur. Sumar þeirra eru óræðar og efni þeirra virðist framandi, aðrar eru úr raunveruleikanum. Allar góðar en sumar algjörlega frábærar. Mæli með þessarri bók.
Góð bók. Ég gleymi því alltaf jafnóðum hvað ég hef gaman af sögum úr samtímanum. Fyrsta sagan - um tröllin - minnti mig á furðusögur Svövu Jakobs. Það setti tóninn fyrir það sem á eftir kom og olli engum vonbrigðum. Nokkrir hápunktar: - samskipti og framkoma djöfulsins í H&M sögunni - talmál konunnar sem firrar sig allri ábyrgð í sögunni sem fjallar um í sögunni 'ég átti ekki í ástarsambandi við F..' - lýsingar á partýandrúmsloftinu og parasambandinu í sögunni um matarboðið.
Þarna er flinkur stílisti á ferð. Gaman að komast að því að Þórdís ritstýrði 'Veit efnið af andanum?' sem ég las í skólanum og hafði gaman af. (Samanburðurinn á virkni meðvitundar reynslulitla vs reynslumikilla flugmanna í flughermi er sérstaklega minnistæður)
Áhugavert og fjölbreytt safn af smásögum/örsögum. Sögurnar eru nokkuð misjafnar. Þær bestu, t.d. „Bylgja“ og „Leg“, eru mjög góðar, en aðrar, t.d. „Út á milli rimlanna“ og „Lopi“ náðu mér ekki alveg. Örsögurnar eru flestar fínar og hressandi á milli lengri sagna. Það er áhugavert hvernig höf. blandar saman fantasíu og „nútíma“-viðfangsefnum eins og loftslagsbreytingum, andlegum veikindum og almennri firringu nútímamannsins. Margar sögurnar eiga það sameiginlegt að fjalla óbeint um erfið viðfangsefni og lesandanum er þannig gert að raða saman brotunum og lesa á milli línanna. Oft gengur það vel upp en stundum eru sögurnar aðeins of götóttar eða óljósar að mínu mati.
16 smásögur - sumar mjög stuttar og aðrar langar, þær stuttu skilja kannski ekki mikið eftir. Sumar líka illskiljanlegar. Umfjöllunarefnin eru alls konar – firring, loftslagsmálin, útdauð dýr, erfið samskipti– unga kynslóðin er vonin?