Ung íslensk alþýðustúlka brýst til mennta í fatahönnun í París á fjóðra áratug síðustu aldar. Þar upplifir hún frjálslynda strauma millistríðsáranna, sogast inn í hringiðu hins ljúfa lífs og kynnist dimmum sölum bak við djúprauð flauelstjöld. Á endanum hrekst hún aftur til Íslands þar sem líf hennar fléttast saman við líf ljósmóðurnema úr betri borgarastétt. Á meðan síðari heimsstyrjöldin er í algleymingi eiga sér stað mikil og afdrifarík átök í lífi þessara kvenna. Að eilífu ástin er fyrsta skáldsaga Fríðu Bonnie Andersen. Þetta er einlæg, grípandi og ögrandi saga sem heldur lesandanum föngnum í mögnuðum söguheimi.
This book is wonderful. It is a joy to read and heartbreaking at times. It tells of times when love, however pure and true, was denied and the consequences of that. This book truly deserves to be read by as many people as possible.
Hrikalega góð bók. Langt síðan að ég hef lesið (hlustað á í þessu tilfelli) bók sem erfitt er að leggja frá sér. Bókin fjallar um forboðnar ástir á röngum tíma og leit sonar að svörum um móður sína. Flakkað er fram og til baka í tíma og gengur það vel upp.
Annað skiptið sem ég les þessa fallegu en líka sáru ástarsögu, sögu um tíma og rúm, fegurð í felum fordóma, grimmd og ást. Enn á þeirri skoðun að frumraun Fríðu er sú besta af hennar bókum.