Fyrir marga gæti fornt málfar fælt frá en mér fannst það setja dýpt í bókina, sem gerist um 1900. Ég hafði gaman af lestrinum en fannst persónusköpun mætti vera dýpri. Í raun fær lesandinn litla tilfinningu fyrir persónum að undanskilinni Önnu Bjarnadóttur, sýslumannsfrú, sem er kona með bein í nefinu. Sagan sjálf er spennandi en svolítið endasleppt, sem ég held að sé kannski líka raunveruleiki þessa tíma.