Eddu leiðist aðgerðaleysi eftirlaunaáranna svo hún ræður sig sem au-pair til læknishjóna í Skerjafirði – en andrúmsloftið í húsinu er grunsamlega rafmagnað. Dularfullar mæðgur sem virðast í felum fyrir sínum nánustu í íbúð Iðunnar, dóttur Eddu, vekja líka forvitni hennar. Á sama tíma ríkir ófremdarástand á heimili í borginni þar sem fjölskyldufaðir heldur eiginkonu og börnum í heljargreipum. Barnið sem hrópaði í hljóði er fjórða bók Jónínu Leósdóttur um Eddu á Birkimelnum, glímu hennar við flókin sakamál og samskipti hennar við fjölskyldu sína sem stundum eru síst einfaldari. Jónína Leósdóttir hefur getið sér gott orð fyrir bókaflokkinn um Eddu, hörkuspennandi sögur sem kitla hláturtaugar lesenda og ríghalda frá upphafi til enda.
Jónína Leósdóttir has a BA in English and Literature from the University of Iceland, and has also studied at the University of Essex. She has written biographies, novels, short stories and plays. Jónína is married to the former prime minister of Iceland, Jóhanna Sigurðardóttir.
Í þessari fjórðu bók sinni tekur Jónína Leósdóttir fyrir heimilisofbeldi og hvernig það getur kramið heilu fjölskyldurnar. Hún sýnir m.a. hvernig andlegt ofbeldi er ekki síður skaðlegt en líkamlegt ofbeldi. Inn í þetta blandast líka skilningsleysi sem kemur út á vissan hátt sem andlegt ofbeldi en skilningsleysi er hægt að leysa ef hægt er að opna augu þess sem ekki sér. Ég er eiginlega ánægð í bókinni með allt nema endinn — þar finnst mér vanta svolítið.
Eddubækurnar vinna á. Þó söguhetjan sé hætt að vinna er hún alltaf upptekin enda með eindæmum hjálpsöm og opin persóna. Fyrir vikið lendir hún í ýmsu spennandi.
Í þessari bók lendir Edda inn í aðstæður sem tengjast heimilisofbeldi, slíkt efni er nú ekki léttvægt.
Bókin er í senn alvarleg og skemmtileg, heldur manni forvitinni og dálítið rasandi þegar sögupersónan fer yfir strikið í hnýsni.
Var smá rugluð alveg fram yfir fyrsta þriðjung hvor fjölskyndan væri hvað og hver væri hvers en svo skýrðist þetta, kannski náði ég ekki að að lesa nógu mikið í flæði í byrjun og tapaði áttum þarna í húsunum í skerjafirði
Þetta er að mínu mati besta Eddusagan af þeim sem komið hafa út. Það er samt alltaf gaman að lesa sögurnar um Eddu, þrátt fyrir að hnýsni hennar geti farið í taugarnar á manni á stundum.