Þetta er sumarið sem breyttist í martröð. Sumarið þegar björt og saklaus tilvera hennar hrundi til grunna á einu löngu síðdegi. Þegar grár drungi lagðist óvænt yfir eilifa birtu Jónsmessunnar.
Blaðamaðurinn Sölvi er sendur til æskustöðva sinna, Súðavíkur, til að leita frétta af morði sem framið hefur verið í þorpinu. Samhliða því að setja sig inn í ýmis mál sem tengjast hinum myrta er hann skikkaður til að aðstoða unga og dugmikla blaðakonu sem vinnur að frétt um misnotkun á ungum stúlkum í undirheimum Reykjavíkur. Bæði málin taka óvænta stefnu og varpa nýju ljósi á skelfilega atburði úr fortíðinni.
Hefndarenglar bar sigur úr býtum í samkeppninni um Svartfulginn 2019, glæpasagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til í samvinnu við Veröld.
Að mörgu leiti fínasta spennusaga - samt alls konar hlutir sem eru að trufla mig eins og þessi hliðarsaga (Ísold, dópstelpurnar og vondu kallarnir) sem hefur einhverja (en mjög litla) tengingu við "aðalsöguna" ásamt alls konar tilviljunum auk þess sem það hefði að ósekju mátt stytta textann töluvert. En það voru þarna skemmtileg twist (sem hefði reyndar mátt nýta aðeins betur). Svo einhvern tíma upp úr miðri sögu þá virðist gleymast að aðalgaurinn í sögunni er að vinna blaðagrein um morð og breytist í einhvers konar spæjara í staðinn. En ekki spurning um 3 stjörnur og jafnvel 3,5.
Hefði gefið henni 4 stjörnur ef ekki hefði verið fyrir misnotkunina í henni, er orðin svo langþreytt á því að það sé alltaf partur af spennubókum að konum eða börnum sé misþyrmt.