Jump to ratings and reviews
Rate this book

Nýja íslenska stjórnarskráin

Rate this book
Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996, ritar formálsorð þessarar fallegu bókar, sem hefur að geyma nýju stjórnarskrána ásamt ítarlegum sögulegum inngangi eftir Þorvald Gylfason prófessor. Nýja stjórnarskráin var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 af yfirgnæfandi meiri hluta kjósenda.
Bókin lætur ekki mikið yfir sér en lýsir þó afreki þjóðar, afreki sem almenningur á Íslandi vann í kjölfar áfalls sem hann varð fyrir árið 2008. Það á vel við að gefa þessa bók, bæði sjálfum sér og öðrum.
Í sögulegum inngangi Þorvaldar er útskýrt hvers vegna þörf var á nýrri stjórnarskrá og af hverju Alþingi hefur ekki enn fullgilt hana. Í formálsorðum sínum segir Vigdis Finnbogadóttir af því tilefni: „Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá …“
Þekktasti lagaprófessor Harvard-háskóla, Lawrence Lessig, spyr af sama tilefni: „Er þjóðin fullvalda eða er hún það ekki? Ef þjóðin er fullvalda, krefst hún þess þá ekki að vilji hennar sér virtur?“
Elvira Pinedo, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, segir réttilega: „Þessari spennandi sögu er sannarlega ekki lokið. Lesið endilega!“

97 pages, Paperback

First published January 1, 2018

4 people want to read

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
2 (22%)
4 stars
5 (55%)
3 stars
2 (22%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 2 of 2 reviews
Profile Image for Viktor Árnason.
14 reviews
July 13, 2025
Já þessi bók hjálpaði mér að skilja afhverju Ísland þarf nýja stjórnarskrá, sérstaklega ef lesin samhliða með núverandi stjórnarskrá.
20 reviews
June 11, 2020
Skýr og fræðandi samantekt á atburðarásinni og ferlinu, sem leiddi af sér smíði nýrrar stjórnarskrár með áður óþekktri og lýðræðislegri aðferð.

Mér er núna ljóst mikilvægi þess að Ísland öðlist nýja stjórnarskrá, því að í henni er
- vald og hlutverk forseta skýrt afmarkað
- þjóðareignarréttur auðlinda landsins tryggður
- atkvæðavægi gert jafnt

Við Íslendingar búum við gott stjórnskipulag en lengi má gott bæta.
Með þessari nýju stjórnarskrá væri auðvelt að vera stoltur af Íslenska Lýðveldinu.

Mæli með lestrinum
This entire review has been hidden because of spoilers.
Displaying 1 - 2 of 2 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.