Tólf höfundar tylla sér á skáldabekk með fjölbreyttu safni smásagna þar sem andi Rimbauds og Guðrúnar frá Lundi svífur yfir vötnum innan um gargandi máva, konuna sem átti fjörutíu og sjö systkini, sendiherrafrúna, pervertinn í lestinni og þokkadísina Nansí. Auk þess koma við sögu ungbörn, aldraðir, ástfangnir, andlitslausir, sorgmæddir og sviknir. Það er alltaf eitthvað.
Algjörlega frábær bók. Efnistökin eru eins misjöfn og sögurnar eru margar og stíllinn ýmist raunsær eða súrealískur. Gott jafnvægi á lengri sögum og stuttum. Ég hlakka til að fylgjast með þessum nýju rithöfundum í framtíðinni.