Björgvin Pál þekkja flestir landsmenn sem hinn litríka markvörð íslenska landsliðsins í handbolta.
Hér lýsir hann á hreinskilinn og persónulegan hátt uppvexti sínum við erfiðar aðstæður, haldreipinu sem hann fann í handboltanum, áratuga feluleiknum sem á endanum varð til þess að hann hrundi líkamlega og andlega og bataferlinu sem enn stendur yfir.
Staða íslenskra drengja er grafalvarleg, aukin tíðni sjálfsmorða, slæm námsframmistaða osfrv. Flott hjá Björgvini sem er fyrirmynd margra að stíga fram og opna sig. Hans saga getur örugglega hjálpð mörgum með að viðurkenna kviðaröskun og að strákar megi hafa tilfinningar. Við þurfum svona kraftmikla menn sem segja frá álagi, áhyggjum og tilfinningum til þess að opna umræðuna.
Mjög fín bók. Heiðarlega sagt frá og komið með ráð um það hvernig hægt er að tækla þunglyndi, kvíða, athyglisbrest og fleira. Get hiklaust mælt með henni.
Heillandi frásögn Björgvins Páls af ferli sínum og uppvaxtarárum lætur fá ósnorta. Upp úr stendur einlægni hans af keppnishörku sinni í handboltanum þar til hann rak sig á vegg. Fékk taugaáfall og fljótlega komu í ljós margvísleg líkamleg og oft áunnin vandamál sem kann að hluta til að stafa af því að vera skotinn svo oft í hausinn í handboltamarkinu. Hann og fjölskylda hans þurfti að snúa við blaðinu og hefja nýjan lífsmáta til að vinna með úr sér gengnum líkamanum og er bataferlið enn í gangi við lok bókarinnar. Fín frásögn en oft erfið aflestrar því stöðugt er hoppað fram og til baka í tíma.
Ég er ánægð með hve mikil áhersla er lögð á að bati er ferli og það er engin eiginleg endastöð. Auk þess er komið inn á það losna líka undan glansmyndinni að þó maður sé að vinna í sjálfum sér að þá þýði það ekki að maður sé fyrir einhverja galdra með allt á hreinu, heldur þarf maður að taka einn dag í einu.
A book that moved me and stays with me after I read it. A must read. Got it at the library but will have to buy this one. Well done Bjögvin! Fràbær bók sem hafði mikil áhrif á mig. Það þurfa allir að lesa hana. Ég tók hana á bókasafninu en verð að gera mér ferð og kaupa hana. Vel gert Björgvin!
Las þessa flottu bók með stráknum mínum sem er í 5.bekk og í handbolta. Lærdómsrík, heiðarleg og góð bók sem fær mann til að líta enn meira upp til Björgvins sem er flott fyrirmynd í handboltanum og lífinu. Takk ⭐️🤾🏼♀️🤾🏼♂️🏆