Systurnar Ásta og Kata hafa engan áhuga á því að halda upp á áttræðisafmæli afa síns á eyðieyju, enda hafa þær ekki hugmynd um hvaða klikkaða ævintýri bíður þeirra þar.
Í Eyðieyjunni kynnumst við þessum skemmtilegu systrum og förum í æsispennandi ferðalag með þeim um ævintýraheima.
Hildur Loftsdóttir er ný og frábær rödd í barnabókmenntum.
Mjög skemmtileg bók um uppátækjasamar systur. Við lesturinn læra börn líka mikið af þjóðlegum fróðleik og fá innsýn inn í líf á Íslandi á árum áður. Sett fram á mjög skemmtilegan hátt. Þessi bók var lesin á ferðalagi og börnin, mamman, amman og afinn voru öll mjög hrifin og spennt. Við hlökkum til að lesa framhaldið!