Skemmtileg bók hér á ferð. Eftir að hafa fundist fyrri bókin endasleppt kemur í ljós að þessi er í raun beint framhald. Hér er persónusköpunin orðin heilsteyptari og sagan skemmtileg og spennandi. Ég hlakka til að lesa framhaldið því sögunni er ekki lokið.
Af og til dregur höfundur þekktar persónur inní söguna í einni eða tveim línum, sem angrar mig aðeins en kannski á ég eftir að sjá tilganginn t.d. Þegar konur spjalla og önnur nefnir að Bríet og maður hennar séu mikið fyrir jafnrétti. Svo er ekki minnst á þetta meir.