Jump to ratings and reviews
Rate this book

Úr undirdjúpunum til Íslands

Rate this book
Julius Schopka var 24 ára þegar hann kom til Íslands árið 1920. Hann hafði verið í þýska flotanum í nýliðinni heimsstyrjöld, í áhöfn U-52, kafbáts sem fór um hafdjúpin og gerði árásir á tugi skipa. Stríðið var grimmilegt og bátsverjinn ungi upplifði margt skelfilegt – en átti líka góðar stundir, eins og þegar hann bjargaði litlum kettlingi af sökkvandi beitiskipi. Íslandsfarið Flóra var eitt þeirra skipa sem kafbáturinn sökkti en áhöfn og farþegar komust af. Eftir að Schopka settist að í Reykjavík varð hann einn forvígismanna Þjóðverja hérlendis og tók á móti þýskum herskipum sem komu til hafnar. Þar hitti hann menn sem áttu eftir að hefjast til æðstu metorða innan þriðja ríkisins en sjálfur var hann eindreginn andstæðingur nasista. Hann varð íslenskur ríkisborgari, vel metinn kaupmaður, og eignaðist börn og buru. Illugi Jökulsson segir hér viðburðaríka sögu Juliusar Schopka og byggir líflega frásögn sína á minningum hans sjálfs úr stríðinu og miklum fjölda annarra heimilda. Um leið er gangur fyrri heimsstyrjaldar rakinn, sögð saga þýska herskipaflotans og greint frá helstu atburðum hinna róstusömu ára eftir stríð.

542 pages, Kindle Edition

Published November 7, 2019

2 people are currently reading
1 person want to read

About the author

Illugi Jökulsson

69 books13 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
1 (7%)
4 stars
9 (69%)
3 stars
3 (23%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 3 of 3 reviews
Profile Image for Magni Örvar Guðmundsson.
48 reviews1 follower
March 30, 2020
Þetta er alveg ótrúleg frásögn manns sem er í tvö ár á kafbát í fyrri heimsstyrjöld, auk þess er greinilegt er að vandað er til verka í heimildavinnu þar sem rakin er mjög nákvæmlega staða styrjaldarinnar og þá sérstaklega hvað varðar kafbátahernaðinn, auk stjónmálaástands og refskákar innan þeirra sem þar ráða för. Lýsingar Júlíusar á verunni í kafbátnum , þrengslunum og ólyktinni að ég tali ekki um óttanum þegar djúprengjur springa allt í kringum þá eru óhugnanlegar þó ekki sé meira sagt. Svo fyrir hálfgerða tilviljun lendir hann á Íslandi og verður þar velmetinn verslunarmaður og ræðismaður er ekki síður merkileg frásögn. Það er engin spurning að við Íslendingar megum þakka fyrir að hann skyldi koma hingað og setjast hér að.
Profile Image for Kristinn Valdimarsson.
86 reviews
December 27, 2019
Æviskeið margra er ansi ævintýralegt. Það á við um Julius Schopka sem fæddist í Sandowitz í Þýskalandi árið 1896. Bærinn tilheyrir Slesíu sem er í miðri Evrópu en Julius fékk þó ungur áhuga á sjómennsku og gekk til liðs við kaupskipaflotann. Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst fékk hann stöðu á þýskum kafbáti og þar átti hann langa vist. Stuttu eftir að stríðinu lauk endaði hann hér á Íslandi og gerðist kaupmaður.
Nú hefur Illugi Jökulsson skrifað bók um ævi Juliusar. Bókin er byggð á endurminningum hans, Kafbátahernaðurinn, sem Árni Óla skráði árið 1928. Illugi hefur hins vegar bætt við ýmsum sögum frá efri árum Juliusar og sett lífshlaup hans í stærra samhengi Evrópusögunnar.
Í fyrsta hluta bókarinnar er sagt frá stöðu mála í Mið-Evrópu á seinni hluta 19. aldar. Svo er sjónum beint að Þýskalandi og því hvernig hernaðarhyggja, ekki síst hvað varðar sjóhernað, náði tökum á landinu um aldamótin nokkuð sem átti stóran þátt í þeirri sorgarsögu sem leiddi til fyrri heimsstyrjaldarinnar. Að þessu loknu fjallar Illugi um dvöl Juliusar á U-52. Líf á árásarkafbátum getur verið ansi einhæft enda hafa þeir aðeins einn tilgang og setur það vissulega svip sinn á þennan hluta bókarinnar. Í síðasta hluta hennar skrifar höfundur um dvöl Juliusar á Íslandi frá því í upphafi þriðja áratugarins. Julius var mikilsmetinn meðal þýskættaðra Íslendinga og gegndi trúnaðarstörfum fyrir þá. Í gegnum þau hélt hann nokkru sambandi við þýska flotann og leggur Illugi áherslu á það. Það er ekki að undra enda komst Julius í kynni við tvo menn sem áttu eftir að ná miklum frama innan Þriðja ríkisins. Annar var Wilhelm Canaris sem varð yfirmaður leyniþjónustu þýska hersins. Hinn var öllu verri en það var illmennið og glæpamaðurinn Reinhard Heydrich sem náði miklum frama í SS sveitunum.
Að framansögðu má ráða að bókin Úr undirdjúpunum til Íslands fjallar um miklu meira heldur en ævihlaup Juliusar Schopka. Hafi því einhver keypt hana á þeim forsendum að um hefðbundna ævisögu sé að ræða er hætt við að viðkomandi verði fyrir vonbrigðum. Lesendur sem gera sér grein fyrir uppsetningu bókarinnar eiga hins vegar án efa eftir að hafa gaman af henni enda er hún stútfull af fróðleik. Hér er þó ekki um fræðibók að ræða í þeim skilningi að höfundur hafi krufið frumheimildir um tímabilið sem um ræðir og lagst í greiningu á því. Enda er það ekki tilgangur bókarinnar. Markmiðið er ná til almennings með því að skrifa lipran texta um áhugavert tímabil. Það hefur Illuga tekist prýðisvel.
Profile Image for Guðmundur.
174 reviews
February 28, 2021
Frábær bók.

Ævi sumra getur verið svo lygileg. Þessi frásögn hjá Illuga finnst mér alveg frábær.

Megnið af bókinni fer í að lýsa stríðsárunum og þeim ferðum sem að "söguhetjan" Julius Schopka fór með kafbátnum U-52. Henni er lýst með svo smitandi áhuga að ég var farinn að leita sjálfur eftir myndum, heimildum og youtube videoum samhliða því að lesa þessa bók. Þetta hafa verið ótrúlegir tímar og erfitt að setja sig í fótspor þeirra sem tóku þátt og gátu mókað saman í þessum þröngu og óþægilegu bátum mánuðum saman.

Hinum þýska hlýja hroka er einnig lýst mjög vel. Áhöfn bátsins birtist manni alls ekki sem kaldir illir stríðsmorðingjar heldur frekar sem heilar manneskjur sem að voru örlaganna vegna komnir í aðstæður sem þeir réðu illa við. Ég fékk samúð með þeirra málsstað oft við þennan lestur.

Illugi grefur líka djúpt eftir nánari söguskýringum til að útskýra betur framgang stríðsins og hversvegna hitt og þetta atvikaðist þannig að U-52, áhöfnin og Julius Schopka gera það sem þeir gera. Mögulega finnst einhverjum þeir kaflar vera ómarkvissir útúrdúrar... en mér fannst þeir kaflar allir áhugasamir og nauðsynlegir.

Mæli eindregið með þessari.
Displaying 1 - 3 of 3 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.