Mjög gott smásagnasafn sem kom mér skemmtilega á óvart. Hér eru furðulega fá sameiginleg höfundareinkenni á milli sagna. Rétt eins og vel samstilltur skáldabekkur hafi komið sér saman um að skrifa næmar sögur sem eiga það sameinglegt að vera myndvísar og innihalda nógu margar tilvísanir í liti, sérstaklega gulrótarlitina, sem mér fannst ég greina í öllum sögunum. Appelsínugulu og grænyrjóttu ullarsokkarnir, vetrargulræturnar, veisluhlaðborðið, (reyndar lítið minnisstætt úr nasistaskjólshúsinu) og peran og raunir blinda stráksins í lokasögunni.
Ef ég á að greina einhverjar væba, þá er smá Guðrún Eva greinanlega í fyrstu sögunni - sem var frábær.
og svo örlar á því að Svava Jakobsdóttir hafi átt stefnumót við Karítas hennar Kristínar Mörju í sögunni "Undirbúningurinn" (Líka mjög SJ-legur titill).