Jump to ratings and reviews
Rate this book

Vetrargulrætur - sögur

Rate this book
Fimm knýjandi sögur sem fara með lesandann í
tímaferðalag frá samtíma aftur á átjándu öld.

Í úthverfi Reykjavíkur týnir kona barni og glímir
við afleiðingar þess; ungur málari grípur til örþrifaráða
þegar kærasta hans sekkur í þunglyndi;
myndlistarkona finnur sína leið þrátt fyrir þöggun;
og flóttakona frá Þýskalandi tekst á við sköpunarkraft
sinn í nýju umhverfi. Í fimmtu og síðustu
sögunni, um ungling sem á sér einn draum heitastan,
birtist kjarni sagnanna fimm: Þvert á tíma
og rúm eiga persónurnar það sameiginlegt að
rækta drauma sína og skapa eigið líf.

Ragna Sigurðardóttir hefur sent frá sér sex skáldsögur,
smásögur og ljóð. Fyrir skáldsöguna Borg
var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

254 pages, Paperback

First published October 1, 2019

4 people are currently reading
82 people want to read

About the author

Ragna Sigurðardóttir

22 books9 followers
Ragna studied art at the Icelandic College of Arts and Crafts, and continued her studies in Holland. For a while she lived in Denmark, but has now moved back to Iceland where she works as an author and artist.
She published the booklet Stefnumót (Appointment) in 1987. Two years later came Fallegri en flugeldar (More Beautiful than Fireworks) and in 1991 27 herbergi (27 Rooms). Two of these books were illustrated by the author herself. In 1993 the novel Borg (City) was published, which awoke considerable interest in Ragna and was nominated for the Icelandic Literary Prize.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
42 (24%)
4 stars
93 (53%)
3 stars
34 (19%)
2 stars
4 (2%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 15 of 15 reviews
Profile Image for Gunnlaugur Bjarnason.
78 reviews2 followers
August 14, 2023
Ég get alveg mælt með þessari bók. Hún byrjar af miklum krafti en mér finnst að lesandinn sé skilinn eftir heldur oft í lausu lofti, sem er dálítið leitt. Mögulega hefði þetta þurft meiri ritstjórn og annarri sögunni hefði alveg mátt sleppa.
Profile Image for Melkorka Gunborg.
9 reviews
Read
January 7, 2023
Virkilega falleg bók. Næmar sögur með ljóðrænum og fallegum tón sem ég hef ekki rekist á víða
Profile Image for Skuli Saeland.
905 reviews24 followers
September 13, 2020
Afskaplega ljúfar sögur um einstaklinga sem glíma hver við sinn veruleika, drauma og þrár en sigrast á þeim af þolgæði. Margar sögurnar lýsa erfiðum aðstæðum en sýna hvernig viðkomandi sigrast vandanum með sínum aðferðum. Flottar sögur.
Profile Image for Móheiður Hlíf.
Author 6 books5 followers
March 23, 2023
þvílíkur gullmoli, sögurnar hver annari betri og ég mun aldrei líta perur aftur sömu hversdagsaugum —- dásemd!
Profile Image for Heiða Sigfúsdóttir.
Author 4 books16 followers
July 3, 2024
Stórkoslegar sögur um eitt flóknasta fyrirbæri manneskjunnar: ójafnvægi í samskipti og nánd. Hver saga vekur upp spennu og líka óþægilegar tilfinningar. Það má segja að sögurnar séu eins konar áminning sem fær mann til að hugsa um allskonar anga af samskiptum fólks.

Ég var að lesa Vetrargulrætur í annað sinn og mun örugglega lesa hana í þriðja einhverntíman.
247 reviews2 followers
November 9, 2019
Vetrargulrætur er eitt besta smásagnasafn sem ég hef lesið á árinu og er þó af nógu að taka. Mæli eindregið með þessari bk og hlakka til næstu bókar frá Rögnu.
Profile Image for Einar Jóhann.
316 reviews12 followers
January 28, 2020
Mjög gott smásagnasafn sem kom mér skemmtilega á óvart. Hér eru furðulega fá sameiginleg höfundareinkenni á milli sagna. Rétt eins og vel samstilltur skáldabekkur hafi komið sér saman um að skrifa næmar sögur sem eiga það sameinglegt að vera myndvísar og innihalda nógu margar tilvísanir í liti, sérstaklega gulrótarlitina, sem mér fannst ég greina í öllum sögunum. Appelsínugulu og grænyrjóttu ullarsokkarnir, vetrargulræturnar, veisluhlaðborðið, (reyndar lítið minnisstætt úr nasistaskjólshúsinu) og peran og raunir blinda stráksins í lokasögunni.
Ef ég á að greina einhverjar væba, þá er smá Guðrún Eva greinanlega í fyrstu sögunni - sem var frábær.
og svo örlar á því að Svava Jakobsdóttir hafi átt stefnumót við Karítas hennar Kristínar Mörju í sögunni "Undirbúningurinn" (Líka mjög SJ-legur titill).
Profile Image for Sara Hlín.
468 reviews
July 5, 2020
Fimm smásögur sem eru hver annarri betri. Fyrstu 4 fjalla um konur sem stunda málaralist en sú síðasta fjallar um blindan dreng og skynjanir hans á umhverfinu. Allar sögurnar lýsa mótandi atburðum í lífi þessa fólks og líðan þeirra og tilfinningum á því tímabili. Listilega vel skrifað.
Profile Image for Sólrún Ylfa.
29 reviews2 followers
January 27, 2024
Þetta er fyrsta bókin eftir Rögnu sem ég les og mér fannst hún frábær! Ragna hefur lag á að móta rólegan en í senn spennandi söguþráð og skapar djúpar og einstakar persónur sem lesandi getur auðveldlega speglað sig í. :-)
Profile Image for FriðrikaOdduMattaskó.
131 reviews
July 6, 2020
Hvernig er hægt að skrifa svona fallega?!
Um leið og ég naut þess þegar unglingurinn strauk og skynjaði peruna var ég brjáluð innan í mér yfir að geta ekki skrifað svona fallega.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Katla Lárusdóttir.
358 reviews1 follower
September 6, 2020
Fyrsta sagan er góð, næsta er betri og á þeirri síðustu er sögustundin hreinlega orðin mögnuð! Bækur gerast ekki betri en þessi!

First story is good, the second one is better, by the time you get to the 5th & last one the reader is mesmerized! Book's don't get any better than this!
Displaying 1 - 15 of 15 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.