Bókin Saknað: Íslensk mannshvörf er ómetanleg heimild um málaflokk sem sveiptur er dulúð og sorg þeirra sem ekki hafa fengið að vita hvað varð um ástvini þeirra. Það er von höfundar að þessi bók leiði til þess að einhver með vitneskju um málin stíga fram.
Virkilega vel skrifuð, orðalag til fyrirmyndar. Áþreifanleg nærgætni við aðstandendur horfinna einstaklinga finnst við lestur. Ágætt framtak að grafa ofan í mál sem mörg hafa fengið óvenju litla umfjöllun og athygli. Persónulega fannst mér ég skynja bókina sem óbeina ádeilu á vinnubrögð lögreglunnar í gegn um tíðina.