Guðjón Ragnar Jónasson hefur verið ráðinn til starfa við skólann til að sinna símenntun sem og hollvinasamtökum skólans. Guðjón hefur nú þegar hafið störf í skertu starfshlutfalli, en kemur inn að fullu í sumar og mun þá einnig sinna stærra hlutverki á markaðssviði skólans.
Guðjón er fæddur í Reykjavík og lauk búfræðiprófi frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 1997, í framhaldi af því starfaði hann sem bóndi um nokkurra ára skeið. Í framhaldi lauk hann kennaranámi við Kennaraháskóla Íslands árið 2004, M.Paed prófi í kennslufræðum frá Háskóla Íslands árið 2007 og MA prófi í íslenskum fræðum frá sama skóla árið 2009. Allt frá árinu 2003 hefur Guðjón starfað við kennslu í grunn- og framhaldsskólum svo og í háskólum en í dag starfar hann sem íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík en sinnir auk þess stöðu gæðastjóra við skólann.
Guðjón hefur auk þess gefið út og þýtt fjölda bóka, þar á meðal eru barnabækur, kennslubækur í íslensku og fræðibækur. Þar má nefna alþýðlegu fræðibókina Kindasögur sem kom út síðastliðið haust. Auk þess hefur hann ritað í tímarit og dagblöð um menntamál og byggt upp bókaforlagið Sæmund í samstarfi við Bjarna Harðarson og ritstýrt fjölda bóka í tengslum við það.
Þetta er um margt áhugaverð bók. Minningabrot frekar en beinar örsögur eins og ég hafði búist við. Stutt brot um skemmtanasögu samkynhneigðra, hinsegin daga, alnæmi, 22 og fleira. Hún hefði alveg mátt vera lengri og kannski svolítið betur ritstýrt því það koma nokkrum sinnum fyrir óþarfar endurtekningar, en hún stendur samt fyrir sínu. Stíll Guðjóns er léttur og skemmtilegur, þannig að þrátt fyrir að bókin sé svolítið sundurlaus, þá er hún skemmtileg og áhugaverð og dregur mann áfram.
I bought this book as a souvenir while in Iceland in 2022, but I just now got around to reading it. Though I’m a slow reader, this short book only took me an evening to read, which I appreciated.
I was unsure of the structuring at first, but I quickly got used to it and really enjoyed the book! It made me reflect on my own experiences in queer spaces in Pittsburgh and Europe. I found myself almost envious of the strong sense of community described.
I finished the book feeling inspired and hopeful, so I’d call it an enjoyable and informative read.
The reason I’m giving it 4 stars is because I felt like it only really focused on gay men, with just only brief mentions of lesbians and other queer people. Given that the majority of this story is made up of the author’s own anecdotes, I can’t fault him too much for this. But I do wish more space was given for other identities in the queer community.
Fannst þetta ekki beint vera örsögur heldur meira svona litlar frásagnir sem saman mynduðu heildstæða mynd af sögu samkynhneigðra á lífsævi höfundar. Þannig eru þær bæði sagnfræðilegar að einhverju leyti en samt persónulegar.
Ég heillaðist ekki alveg í byrjun en hún óx ásmegin eftir því sem á leið. Það eina sem ég get kvartað yfir er fjölbreytileiki af því einstaka sinnum komu nokkrir svipaðir textar í röð.
Bókin fær fjóra fimmhyrninga frekar en þrjá af því stíll Guðjóns er svo helvíti skemmtilegur.
Frábært að fá að lesa um sögu Kiki og hinsegin samfélagsins á Íslandi fyrir aldamót. Sérstaklega skemmtileg innskotin um íslendingasögurnar. Hef ekki lesið þær síðan í menntaskóla en langar að prófa aftur núna