Barnaverndarnefnd hefur fjarlægt Margréti af heimili sínu vegna vanrækslu og komið henni fyrir á heimili fyrir ungmenni í afskekktri sveit. Þegar hún uppgötvar hvað er að gerast í húsinu hinum megin við hæðina halda starfsmenn barnaverndarnefndar að hún sé að loksins að opna sig, að hún sé að vísa í eigin lífsreynslu. Því það býr ekkert barn í nágrenninu. En Margrét veit hvað hún sá. Það eina sem hún þarf er einhver sem trúir henni! Þetta er fyrsta skáldsaga Ragnheiðar fyrir fullorðna lesendur en hún hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar ætlaðar börnum og unglingum.
The book was not very difficult to read (for a foreigner learning Icelandic). I found it very pleasant that the story was told by multiple characters, with Margrét as the main one. It made the book a bit more dynamic and it kept everything interesting. Although the story wasn't very renewing per se, it was very nice to read and the story kept me hooked until the last page.
3,5 Fínasta bók, ákvað að lesa hana með unglingnum. Hún heldur ágætlega, er spennandi en mér fannst samt á tímabili aðeins of margir neikvæðir atburðir. Allir verðast eiga sér dimmt leyndarmál. Meira segja persónur sem eru 100% aukapersónnur eru kynntar inn með leyndarmálið sitt og vilja ekki fara heim.
Ja hérna, þessi bók kom mér svo virkilega á óvart! Mér finnst skemmtilegt þegar rödd sögumanns fer á milli sögupersóna eftir köflum og æsispennandi atburðum vindur fram. 50 rokkstig.