Örn, sem er sætur og vinnur á auglýsingastofu, býður kærustunni sinni, Hrafnhildi, í helgarferð til Chicago að fagna óvænt batnandi skuldastöðu sinni. Þar verður á vegi þeirra hinn hörundsdökki og stimamjúki Tyrone, og ekkert verður aftur samt. Þegar saman við blandast æskuvinir Arnar, hin þroskahamlaða Andrea og þverhausinn Hallur, verður úr eldfimur kokkteill sem hlýtur að springa með hvelli. Kokkáll er kraftmikil og skemmtileg samtímasaga, á köflum harðsoðin en alltaf humorísk, þar sem Dóri DNA lýsir af hispursleysi samskiptum kynjanna, spennu milli kynþátta og ættgengum harmi kynslóðanna, án þess að líta framhjá aflinu sem býr í einlægri vináttu.
Ga! Ég hef sjaldan haft jafnsterka skoðun á bók án þess að vita alveg hvað mér finnst um hana. Hún er hálf geggjuð og kemur á óvart. Sérstaklega uppbyggingin, því hún er útpældari en lesandinn ég gerði mér grein fyrir í fyrstu. Þarna er grafíski upphafskaflinn og á eftir honum fylgja slepjulegar stikkorðslýsingar á stemningu sem virkuðu ansi vel en á sama tíma grunaði mann að bókin yrði ekki ekkert merkilegri en það. Þar skjátlaðist mér og það rennur upp fyrir lesandanum að höfundurinn er að segja samofna sögu en ekki fylla upp í eyður. Næturbröltið í Mosó, fjölskyldutengslin, fangelsinsvistin - þetta var ekki skraut, ekki einu sinni smáatriðin. Og Dóri gengst við þessu berum orðum, hann sjálfur kynnir byssu Chekovs! Spilin lögð á borðið. Reyndar er byssan lögð á borðið strax í fyrsta kafla. En æ sér gjöf til gjalda. Lesandinn lærir inn á uppbyggingna þegar hann á fjóðrung, fimmtung eftir og væntir þess að allt sem áður hefur komið fram muni aftur skipta máli. Lesandinn hafi allar forsendur til að púsla lokahnykknum saman. Smá krimmafílingur í því.
Kemur einhver alveg ískaldur að þessari bók? Annaðhvort veistu eitthvað um Dóra DNA eða hefur einhverja grunnhugmynd um hvað bókin fjallar. Kona manns leggst með svörtum manni. Skiptir máli að hann sér svartur? kann að vera að frænka þín spyrji. Já, höfundurinn lætur það skipta máli. Hann lætur það ítrekað skipta máli. Ég á erfitt með að melta svona. Þegar höfundar hafa bilaða trú á einhverju einu sértæku og láta annars frekar almenna samtíðarsögu hringsnúast um hið sértæka. Minnir á Davíð Oddsson-blæti höfuðpersónu Síðustu ástarjátningar Dags Hjartar. Þetta er enn furðulegra hjá Dóra. "Það er erfitt að aldursgreina svarta.". Tyrone. Gjörsamlega umbúðalausa 'mig langaði til að búa í ghettóinu sem krakki'. Bæði djarft og plebbalegt. Ég vil sjá einhvern fæting í kringum þetta.
Höfundurinn leyfir aðalpersónunni að líkjast þeirri ímynd sem fólk hefur af Dóra DNA grunsamlega mikið - maður hefur séð nokkur þessara trixa áður í katalógi höfundar; Mosó, auglýsingabransinn, dýrkun á USA lágmenningu tíunnar, sjoppumatur, samskipti meðaljónsins við alphakarlinn, kann ekki að halda í peninga. Tjarft teflt. Fíla það.
Bestu hlutarnir; Hallur, fjölskyldudrama Arnar (sérstaklega persóna mömmunnar), endirinn og kaflinn um Lóu.
Var byrjaður á langri rýni hérna en svo glitchaði þetta lélega forrit. Hér kemur því aðeins styttri útgáfa. Þetta er allt í lagi skáldsaga, betra en það sem Dóri hefur gert á undan. Textinn sjálfur hefur batnað mikið, hann er ljóðrænn og fyndinn en léttleikandi svo maður þeysist áfram. Þemun sem mynda eiginlegan kjarna bókarinnnar, undirgefni ásamt mörkum kynlífs og ofbeldis, kafar Dóri ekki sérstaklega djúpt ofan í. Atriði á borð við umræður vinanna um nauðgun Jóhanns og svo samfarirnar á auglýsingastofunni eru frekar kjánalegar og óþarfar í stóra samhengi sögunnar. Frekar en að þær verði partur af stærri umfjöllun um grátt svæði kynlífs þá missa þær marks. Persónurnar sem hann býr til eru margar hverjar mjög vel gerðar og lifna við lesturinn. Hinn aumkunarverði Örn er ákaflega sympatískur og margir smærri karakterar vöktu talsverðan áhuga hjá manni. Hins vegar varð persóna Hrafnhildar einhvern veginn ótrúverðugri eftir því sem á leið og viðbót móður hennar við söguna misheppnuð leið til að bæta einhverju við karakter hennar. Andrea og Hallur voru skemmtileg og hefðu mátt fá stærra svæði. Mér líður eiginlega eins og kokkálunin og öll sú flétta hafi haldið dálítið aftur af þessari sögu um Örn þó hún sé stór hluti af undirgefni hans.
Skemmtileg og á köflum bráðfyndin saga um nútíma, íslenskan aumingja, sem líður um á haffleti síðkapítalismans hvar atvinna á meira skylt við dagvistun fyrir fullorðna heldur en brauðstrit ættfeðranna. Stílbrögð höfundar virka ekki öll vel saman og á stundum verður bókin háfleygari en hún hefur unnið sér inn fyrir en heilt yfir skemmti ég mér mjög vel. Á köflum birtist hér líka góð samfélagsrýni á íslenskan raunveruleika frá aðalpersónunni og á köflum málpípu höfundar.
Hélt ég væri að fara lesa bók um persónu sem hefur blæti fyrir því að vera kokkáll en ég hafði rangt fyrir mér. Fyrri hlutinn var spennandi og fyndinn en seinni hlutinn var skrýtinn. Á erfitt með að setja í orð hvað mér finnst um seinni hlutan. Það voru nokkur atriði á loka metrum bókarinnar sem fóru hreinlega í taugarnar á mér.
3,5 - 4 get ekki alveg ákveðið, mjög spennandi og skemmtileg en las fyrstu 250 bls allar í einu og svo restina yfir nokkra daga, fannst seinni hlutinn alveg smá langdreginn eða hann náði mér ekki alveg jafn vel. samt sem áður bara rosaleg saga og myndi alveg mæla með henni fyrir þá sem fíla smá rugl.
Byrjunin er ekki eðlilega góð, brosti og hafði gaman að á hverri einustu blaðsíðu. Svo yndislegt orðaval og sviðsetning. Niðurlagið var hins vegar ábótavant.
Dómur minn sem birtist í Fréttablaðinu 25. nóvember:
Fyrsta skáldsaga Halldórs Laxness Halldórssonar, eða Dóra DNA, er einstaklega vel heppnuð og fjallar um undarlegt tilfinningalíf mannskepnunnar á skemmtilegan og frumlegan hátt.
Í Kokkál fáum við að kynnast einum slíkum; óöruggum, bældum, ungum karlmanni sem vinnur nokkuð litlaust og leiðinlegt starf á auglýsingastofu, Össa. Sagan tekur á erfiðum spurningum um lífið og tilveruna og hverfist öll um Össa sem neyðist til að horfast í augu við vandamál sín, sem hafa elt hann úr æsku, eftir afdrifaríka nótt í Chicago þegar hann leyfði öðrum karlmanni að sofa hjá kærustunni sinni.
Viðfangsefnið er nýstárlegt og áhugavert að mörgu leyti og tekur höfundurinn þannig á grundvallarerfiðleikum fólks, í samskiptum við sjálft sig og aðra, í gegnum mann með nokkuð óhefðbundnar kenndir. Hvers vegna vill aðalpersónan að aðrir menn sængi hjá konunni hans? Endurspeglar það sjálfseyðingarhvöt hans og undirgefni eða er það kannski á einhvern hátt valdeflandi? Þetta eru hlutir sem lesandi spyr sig við lesturinn og aðalpersónan spyr sig jafnvel sjálf því hún virðist í mestu erfiðleikum með að átta sig á því hver hún raunverulega sé.
Það er jafnvel gegnumgangandi þema bókarinnar; allar persónurnar virðast vera í stöðugri leit að sjálfum sér og framkvæma leitina á missmekklegan og árangursríkan hátt, að einni persónu undanskilinni. Andrea, æskuvinkona Össa, sker sig úr sem eina persónan sem virðist vera með allt sitt á hreinu og nær að njóta lífsins í botn en Andrea er með Downs-heilkenni.
Höfundurinn skrifar skemmtilega og frásagan rennur óhindrað og nokkuð skipulega áfram. Húmor er ekki beint í fyrirrúmi en það má þó greina undirliggjandi háð hjá höfundinum sem ræðir erfiðleika mannsins á undarlega léttan og tilgerðarlausan hátt. Hugmyndin að sögunni er frumleg og skemmtileg og atburðarásin er fremur ófyrirsjáanleg sem heldur lesandanum við efnið.
Persónusköpun Dóra stendur upp úr og lýsingar hans á hugmyndum og hugsjónum þeirra í formi skemmtilegra líkinga. Sumt hefði mátt fara betur, í seinni hluta bókarinnar sérstaklega, eins og eðlilegt er í fyrstu skáldsögu en hér er um að ræða höfund sem verður mjög spennandi að fylgjast með í framtíðinni.
Bók um allskonar aumingja sem berjast við minnimáttarkennd, geðveilur, tilfinningar, aðstæður og fólk. Byrjunin var lokkandi og litrík en um miðbikið missir höfundur flugið. Hann nær sér þó aftur á strik í lokin og þá fer aumingjaskapurinn á yfirsnúning. Höfundur hefur ágætt vald á málinu og nær að skapa heildstæðar persónur og aðstæður. Það er klárlega rými fyrir hann til að þroskast og þróast sem höfundur og ég hlakka til að lesa meira eftir hann.
Skemmtileg saga sem ég hlustaði á. Áhugaverð persónusköpun og stundum sjokkerandi senur og óvæntir atburðir. Aðalpersónan áhugaverð og ólíkindatól. Sorg, ást, kynlíf, svik, ofbeldi, samkennd o.fl. Sagan kemur sífellt á óvart og heldur manni við efnið. Endirinn frekar snubbóttur.
Aðalsöguhetjan er þjökuð af minnimáttarkennd og lendir í aðstæðum sem eru honum gersamlega ofviða. Sagan lýsir á marþættan hátt uppgjöri hans við aðstæður sínar og hvernig hann nær að koma undir sig fótunum. Kraftmikil saga og oft húmorísk.
Ég hata alla í þessari bók! (Nema Andreu) ég meina þetta sem hrós.
Ég fýlaði þessa bók mjög mikið!
Bókin snýst um Örn, sem hittir mann, Tyrone, í Chicago og gerist kokkáll (cuckold) eins og titillinn gefur til kynna.
Við skulum byrja á Örn: Fokk Örn! Hann er algjörlega kjarklaus og kennir nánast öllum nema sjálfum sér fyrir sínum vandamálum, og hann þarfnast alltaf einhvern annan til að leysa vandamál sín. Á sama tíma sá ég mikið af mér sjálfum í Erni. Þá aðallega ókostina. Ég samsama mig með honum að mörgu leyti. Hann er svo hrikalega passífur í sínu eigin lífi og þess leyfir Hann öllu og öllum að vaða yfir sig. Enn og aftur er þetta ekki gagnrýni á karakterinn heldur finnst mér hann og allir aðrir karakterarnir það mikið áhugaverðari vegna ókostum sínum.
Næst er hún Hrafnhildur: Fokk Hrafnhildur líka! Hún, líkt og Örn tekur enga ábyrgð á sínum hluta í þessari skringilegu kringumstæðu sem þau komu sér í.
Síðan er það Hallur: Ég kunni vel við Hall í byrjuninni. Hann var harður á sínu og var góður við fólk eins og Andreu bara vegna þess. Ég var með honum í liði þar til hann sannfærði frænda sinn að ekki viðurkenna að hann hafi nauðgað konu. Þar fór Hallur yfir strikið og hélt bara áfram að verða verr og verri. Skoðanir hans og hans heimssýn fannst mér pínu snúin og rosalega gamaldags. Í stuttu máli; Fokk Hall!
Síðast er hann Tyrone: Ef ég á að vera hreinskilin þá fannst mér hann ekki sérlega spennandi karakter. Hann er með mjög stórt typpi, annað en það var ekki mikið sem var reynt að dýpka hann sem karakter. Eina sinn sem maður fékk litla glefsu af honum að dýpkast var þegar hann talaði um MLK og Malcolm X og segja hversu skrítið það var að hvítt fólk væri að fegra gengja líf eða "The Gangster life". Það var það eina sem maður fékk í raun og veru að tengjast Tyrone á dýpri nótum.
Mér fannst allir karakterarnir að mestu leyti mjög vel skrifaðir og trúverðugir. Stundum fannst mér Bókin hafa smá 'klárlega skrifað af manni' syndrome. Hvernig það var talað um Hrafnhildur og fleiri konur í þessari bók, mikið af því snerist bara um útlit þeirra og hversu sexý eða ósexý, þau væru. En ég get gefið því pass þar sem Örn sem karakter er pínu gagnrýnin og mjög upptekinn af líkömum fólks yfir höfuð svo kannski var það meðvituð skrift.
Héðan í frá er Smá Spoiler Talk:
Ég veit ekki hvað mér fannst um endann á bókinni. Ég held að það var að hæðast af einmitt því að hvítt fólk, og fólk yfir höfuð á það til að fegra glæpa lífið.
Síðan veit ekki hvað á að hugsa um kynhneigð Arnar. Hvernig ég túlka það er að öll bókin er hann að hugsa um Tyrone og stóra typpið hans og það sem Tyrone er að gera við kærustu hans. Hann óskar í raun vera í sporum Hrafnhildar, í rúmi með Tyrone. Kannski er það líka ástæða fyrir því hvernig Bókin endar.
Eða kannski ekki, ég veit ekki hvað Herra DNA var að hugsa þegar hann skrifaði þessa bók!
En heyrðu, Herra DNA! Smá spurning: Skrifaðir þú þessa bók bara til þess að geta lesið hann upp sjálfur til að gefa þér leyfi til að segja N-orðið? Það var það fyndnasta í heimi að heyra Dóra DNA segja N-orðið í þessari bók!
Allt í allt mjög góð bók! Góð mannleg drama.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Vanalega pirrar það mig þegar ég veit ekki hvað höfundur er að reyna að segja mér en ekki hér því bókin vakti mig til umhugsunar, sérstaklega hvað varðar öll gráu svæðin, og það er alltaf góðs viti. Aðalsöguhetjan Örn er áhugaverð persóna, hálfgerð andhetja en samt góð manneskja sem í raun vill bara gera vel en skortir sjálfstraust til að leyfa sér að vera bara sá sem hann er. Samband hans við Hall og Andreu er dásamlegt og ég man ekki eftir að hafa lesið um svipað þríeyki áður. Samband hans við Hrafnhildi er hins vegar mjög skrítið og greinilega gallað en ég verð að viðurkenna að ég skil ekki enn alveg hegðun hennar. Ég kaupi ekki útskýringu hennar sjálfrar.
Bókin er augljóslega að einhverju leyti ádeila á þá dýrkun á amerískri menningu sem við sjáum töluvert af í íslensku samfélagi en samt held ég að það sé bara hliðarsaga. Hver raunveruleg skilaboð Dóra er veit ég ekki enn enda skiptir það kannski ekki neinu máli. Er það ekki upplifun lesandans sem skiptir öllu, ekki endilega hvað höfundur ætlaði sér að segja?
þetta er auðveldlega ein versta bók sem að ég hef lesið á ævinni minni. kannski því að ég hef ekki lesið það margar bækur, en jæja.
þegar höfundur bókarinnar lýsir því að það sé „spenna milli kynþátta", sem að er í rauninni hatur á móti kynþátt sem er einu megin og hjá flestum persónum sögunnar, þá get ég ekki tekið þessa þemu bókarinnar alvarlega, sérstaklega þegar þessi hatur er stanslaust í gangi nærrum því alla bókina. einnig finnst mér að orðaforðinn sé mjög óviðeigandi, sem að höfundurinn notar til að lýsa kynþáttahyggju persónanna. ég hefði haldið að það urðu betri leiðir til þess að lýsa því að einhver sé með kynþáttahyggju gagnvart ákveðnu kynþætti, án þess að vera að skrifa n-orðið stanslaust sem 33-34 ára hvítur maður.
nærrum því allar persónur sögunnar voru barnalegar. mjög barnalegar. en kannski er það viljandi.
ég þurfti því miður að klára þessa bók og ég er mjög glöð að ég gerði það, nú þarf ég ekki að hugsa um hana lengur.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Jájá... Bara fínt.. Síðustu 50 blaðsíðurnar meika nákvæmlega ekkert sense og eru í engum tengslum við restina af sögunni. Fín bók til að lesa á ströndinni en skilur ekkert eftir sig
Það voru svo margir staðir í bókinni þar sem ég varð pirraður eða reiður. Vissulega gott hjá höfundi að vekja upp svona tilfinningar en þessi bók náði mér aldrei alveg.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Dóri fer vel með mál og gagnrýni á íslensku samfélagi en sagan sjálf er frekar leiðinleg og bókstaflega allar persónur ósympatískar. Frábærir kaflar, léleg saga.
Yfirborðslegar, barnalegar sögupersónur. Gafst upp þegar ég var búin að lesa 1/4 af bókinni og það var ennþá nákvæmlega ekkert að gerast í þessari sögu.