Bókmenntarýnirinn Elmar Arnarsson er búinn að loka sig af með kettinum sínum, stafla af jólabókum og kaffi í lítravís þegar honum berast óvænt nýjar upplýsingar um andlát besta vinar síns 25 árum fyrr. Elmar hefur alla tíð verið sannfærður um að Felix hafi verið myrtur og nú verður hann heltekinn af því að komast að sannleikanum. En leitin að honum á eftir að snúa tilveru þessa hlédræga manns gjörsamlega á hvolf.
Óttar Martin received his BA and MA degrees in Philosophy from the University of Iceland in 2003 and 2005 respectively, spending 2004 at the University of Aberdeen. In 2006 Óttar moved to study Spanish at the University of Seville, and has also studied German in Heidelberg and French in Nice, besides teaching himself Arabic. He has worked as a journalist and editor, baked pizzas, worked in a bookshop and been an assistant teacher at the University of Iceland. Since 2004, however, he has concentrated on his literary career.
Ég hélt ég væri að fara að lesa reyfara en þetta er ekki spennusaga, meira svona saga um að finna sjálfan sig (og vin sinn). Ég hafði svolítið gaman af því að í hvert sinn sem mig fór að gruna eitthvað fór Óttar akkúrat að láta Elmar gruna það sama og kannaþað, svo ég var aldrei langt á undan söguhetjunni. Endirinn kom á óvart, var ljúfsár en samt fannst mér vanta aðeins upp á. Þó get ég ekki sagt hvað það var án þess að spilla fyrir sögulokum. Þetta er eiginlega ekta bók fyrir fólk sem er að lesa Sjö systur bækurnar, nema mér finnst mysterían betri hérna og auðvitað er ekki farið nema 25 ár aftur í tímann í þessari bók, svo hún er kannski ekki eins söguleg. Þó er þetta tímaflakk, tvær söguhetjur (önnur í nútíð, hin í fortíð), og þannig.
Óttar Norðfjörð er að verða einn af mínum uppáhalds íslensku spennusagnahöfundum.
Vel skrifuð saga sem flæðir vel. Eineltisvinkillinn fangar athygli og maður vill vita hvað gerðist.
Finnst sagan taka allt aðra stefnu um miðbik bókar og "mysterían" hverfur nánast alveg fram að enda þegar hún náði amk að koma mer skemmtilega á óvart.
Frábær spennusaga. Flott hvernig hann kemur manni á óvart í lokinn. Maður giskar i gengum alla söguna hvað kom fyrir Felix en þegar það kemur i ljós þá hugsar maður af hverju maður var ekki búinn að fatta þetta fyrr.
Bókin er vel skrifuð og að mörgu leyti ágæt, söguþraðurinn áhugaverður þó að ég væri búin átta mig á plottinu og áður en bókin var hálfnuð. Kata er reyndar mjög fátæklega unnin persóna miðað við hinar persónurnar og samband aðalpersónunnar við hana bara stórfurðulegt.
Þessi bók er ekki með vísun í guðspjöllin eða sólkrossinn. Tveir unglingspiltar eru gróflega lagðir í einelti af skólafélögum sínum. Eineltið verður til þess að annar þeirra fremur sjálfsmorð og hinn situr uppi með spurningar og sektarkennd. Góð bók.
Hámlas þessa á nokkrum tímum. Kom mér verulega á óvart. Skemmtileg en líka spennandi þannig að maður getur ekki hætt fyrr en maður veit hvernig þetta endar.