Have we all been uploaded to the cloud? In Screenshot, Bergur Ebbi sets out to look at technology from a human perspective. Or humanity from a technological perspective. What are the connections between fake news and artificial intelligence? How does it feel to live in a world where all our thoughts are categorized, rated, and commented on? Ancient people feared the world would end in fire and destruction — but what if it doesn’t? Maybe what we should fear is that nothing will ever be deleted or forgotten again.
Screenshot is a clever and informative journey through the conundrums of modern life and is guaranteed to set your mind spinning.
Frábært að einhver setji saman pælingar sem þessar niður á íslensku; mikið þor sem einkennir skriftir um samtímann. Ég er sólginn í þær fáu bækur eftir innlenda höfunda sem tvinna saman fróðleik og dægurmálum - okkar Chuck Klosterman. Svo er ekki laust við að ég iði allur í skinninu þegar Bergur blandar eigin sögu inn í framvinduna; ég sperri eyrun og drekk í mig allar upplýsingarnar. Það er frábærlega skondið að hann lýsi Baader Meinhoff tíðniblekkinguna (notar til þess dæmi um Kitchen Aid vél), án þess að minnast á heiti fyrirbærisins sjálfs, en fjallar svo um samnefnd hryðjuverkasamtök strax í kjölfarið... var það ekki heila málið? Eða var þetta tilviljanakennd lýsing til að mála upp myndirnar í Munchen kafla bókarinnar?
Athyglisvert efni, en það vantar eitthvað. Vantar kannski skipulag, meiri fókus? Skemmtilegar pælingar, en margt af þessu frekar basic. Þrjár stjörnur við hæfi. Ég hlustaði reyndar á hljóðbókina, hef heyrt að hún sé betri.
alveg skemmtilegar pælingar en fannst sma eins og bergi finnst eg vera heimsk ??? alltaf að endurtaka, helt oft að eg væri ovart að lesa gamlar blaðsiður. annars bara cool👍🏻
Eftir að hafa lesið Stofuhita fyrir tveimur árum síðan var ég mjög spennt fyrir næstu bók höfundar enda hafði Stofuhiti mikil áhrif á það hvernig ég hugsa um lífið. En það er möguleiki að einmitt sú spenna hafi skyggt á upplifun mína af þessari bók. Í það minnsta fannst mér hún erfið lestrar. Hér er verið að díla við stórar hugmyndir oft dregnar þunnar og jafnvel dálítið gegnsæjar línur á milli viðfangsefni í örvæntingarfullri trú til að tengja þau saman þegar að það hefði jafnvel verið áhugaverðara ef að svo væri ekki. Ef þetta væri bara samansafn af ritgerðum um alls ótengda hluti. Ég held enn að Bergur Ebbi sé áhugaverður höfundur og listamaður en því miður, þessi bók átti ekki erindi við mig.
"magnað og upplýsandi ferðalag" tel ég vera mjög misleiðandi lýsing á innihaldi bókarinnar. Eftir að hafa lesið bókina finnst mér eins og þessi pistill hefði einfaldlega mátt vera net pistill á blogg síðu. Bókin er svo sannarlega með fallega kápu, en mín skoðun er að lýsingin aftan á bókinni málar bókina í dýrðar mynd sem textinn sjálfur nær ekki að uppfylla. En það er bara mín skoðun.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Hafði gaman að bókinni, ferskar pælingar í bland við góða kjörnun á öðrum um tíðarandann, samfélagsmiðla og samfélagið ca 2016-2019. Fílaði upplestur Bergs Ebba vel og sendi aukastjörnu til höfundar og Forlagsins fyrir að gefa hljóðbókina.
Skemmtileg lesning, Bergur er flottur penni sem gaman er að lesa. Margar áhugaverðar pælingar og frásagnir. Mér hafði sérstaklega gaman af því að sjá skoðun hans á hvernig hlutir þurfa samhengi til þess að ganga upp og hvernig við erum gjörsamlega búin að hunsa það lykilatriði sem samfélag með því að taka skjáskot af hlutum. Annað en það þá skilur bókin ekkert sérstakt eftir í manni þrátt fyrir að vera fínn lestur. Stundum finnst mér einnig eins og að hann fari ekki nógu djúpt í sum atriði og að kaflarnir geta verið lengri
Frábær lesing. Þegar að ég las hana leið mér eins og ég og Bergur Ebbi hefðum fyllt bíl af bjór,keyrt út á land í sumarbústað þar sem að við hefðum spilað playstation og drukkið slots eða föreyja bjór og við ættum bara þessar samræður sem bókin er. Ég gef henni 4 stjörnur afþví að mér fannst hún of stutt.
Skemmtilega skrifuð og oft á köflum fyndin, alveg í anda BE. Lokakaflinn með niðurstöðunum frábær og ætti að kenna hann og ræða í Lífsleikni101 í menntaskólum.
Skemmtileg bók með mjög áhugaverðum pælingum. Sumt var brjálæðislega fyndið, annað satt og þá fannst mér höfundur vera einlægur. En mér fannst þetta líka stundum tilgerðalegt og yfirborðskennt. Hugsanlega var það markmið í sjálfu sér en það virkaði ekki á mig.