Líf Elísu, sextán ára unglings frá Vestfjörðum, gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru, ofan í undirdjúpin og að fjólubláu borginni. Elísa dregst inn í háskalega atburðarrás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni. Er hún verðug þess að bera titilinn dóttir hafsins?
Kristín Björg Sigurvinsdóttir útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2018 en ákvað svo að elta drauminn um að skrifa bækur. Dóttir hafsins var hennar fyrsta skáldsaga og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2020. Bronsharpan er önnur bókin í bókaflokknum og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna árið 2022 ásamt því að vera valin besta barna- og ungmennabók ársins 2022 af bóksölum. Orrustan um Renóru er lokabindið í Dulstafaþríleiknum.
Skemmtileg bók sem heldur manni vel við, varð nánast að berja hana frá mér til þess að gleypa hana ekki í mig með látum. Höfundur með mikið hugmyndaflug og skrifa lifandi og skemmtilegan texta.
Ég eeelskaði þessa bók! Þrátt fyrir að vera barnabók er þetta bók sem eg held að allir gætu haft gaman að. Þetta er ótrúlega skemmtilegt ævintýri sem er ekkert mál að lifa sig inní. Ég tek að ofan fyrir höfundinum sem nær að fanga mann svona í sinn ýmindaða heim. Mér var svo annt um aðal persónurnar og samband þeirra var svo fallegt. Tárin flæddu stöðugt þegar eg las síðustu kaflana sem sýnir hversu mikið eg gleymdi raunveruleikanum, sem er það besta við bækur að mínu mati. Þannig þessi bók fær mín bestu meðmæli!!
Mjög skemmtileg ævintýrabók! Skemmti mér mikið og fann fyrir mikilli nostalgíu tilfinningu við lesturinn. Sagan er í sjálfu sér mjög venjuleg og alls ekki groundbreaking en mér fannst persónurnar bæta mikið upp fyrir það. Líka fullkomin bók til að kenna The Hero’s Journey!!! Bara mjög enjoyable💜
4.5⭐️ Ég bjóst ekki við of miklu áður en ég byrjaði á bókinni en var samt spennt að sjá hvernig mér myndi líka við hana. Að lesa þessa bók var eins og að fá knús frá gömlum vin sem var að segja mér sögu. Það er mjög langt síðan ég las barna-/unglingabók og það eitt og sér kallaði fram nostalgíu. En þar fyrir utan var sagan spennandi og skemmtileg. Ég bjóst heldur ekki við að gráta yfir þessari bók en mér þótti vænt um aðalpersónurnar og sambandið þeirra.
Spennandi og hugmyndarík saga um stúlku á Vestfjörðum sem upplifir ævintýri á hafsbotni. Aðalsöguhetjan er sannfærandi og ævintýraheimurinn vel skapaður. Vel heppnuð frumraun og það verður gaman að fylgjast með höfundi og sögupersónum hennar í framtíðinni.
Hrikalega skemmtileg og spennandi saga. Las bókina á 2 dögum, langt síđan ég hef átt erfitt međ ađ leggja frá mér bók. Vel og fallega skrifuđ. Hentar fyrir alla aldurshópa. Hlakka til næstu bókar!
4.5 stars* This book gave me the nostalgic feeling when reading classic 2010 YA books like Percy Jackson, The Mortal Instruments and so on. It´s all about the adventure of a whole new world you didn´t know existed either around you or near you. I loved every bit of it, especially since I´ve never read this kind of story in my native language, it was so refreshing. I never knew stories like this existed in my language (created by Icelandic authors) before I was too "old" (only in the meaning that I would´ve loved reading it when I was a teenager or a bit younger). The only critique I have is that I would´ve loved a bit more character development or at least more build up around characters and their relationships. It read a tad bit unbelievable at times. And Eyjólfur read so young; I had to keep reminding myself he was the older brother and not a younger brother. Small things, truly. I will definitely be continuing on with this series.
Þessi bók er skrifuð fyrir unglinga og ég að nálgast miðjan aldur 😅. En hún kom skemmtilega á óvart. Alveg frá byrjun til enda. Skemmtilegt að lesa íslenska ævintýrabók, allt of fáar svoleiðis sem fullorðnir gætu haft gaman að líka. Mig langaði alveg að hafa smá áhrif á söguna þar sem að mig langaði að sjá hvað myndi gerast ef ákveðnar upplýsingar myndu berast ákveðnum aðila en það gerist vonandi í bók 3
Æðisleg bók! Sögusviðið vaknar til lífsins á meðan lesið er enda augljóst að höfundur þekkir hvern krók og kima þess. Ævintýraheimurinn veitti kærkomna hvíld frá hversdagsleikanum. Virkilega hæfileikaríkur höfundur hér á ferð!
Ég hef lesið þessa bók núna tvisvar og er svo frábær!! fyrst þegar ég var 15 og svo þegar ég var að verða 19 og hún var jafn skemmtileg í þetta skipti. Ég hef lesið alla bókaseríuna og hef ég aldrei haft jafn gaman af bókum. Mæli svoooooo mikið með!!
Alveg hreint frábær ævintýrabók! Fallegt málfar, vel skrifaðar persónur, flottar lýsingar. Sá allt fyrir mér ljóslifandi. Frábær frumraun höfundar. Get ekki beðið eftir að lesa næstu!
Skemmtileg og grípandi bók, sagan er velskrifuð og ævintýraheimurinn svo úthugsaður og trúanlegur, ég gæti trúað því að sagan hafi gerst í raun. Áhugavert hvernig sorgin og tilfinningar fylgja sögupersónunni sem greip mig gjörsamlega og færði mig nær henni. Mæli með þessari sögu fyrir alla sem vilja auðlesna bók með ævintyrasögu sem er áhugaverð og hugljúf.
Áhugaverð og vel skrifuð unglingasaga. Mæli eindregið með henni fyrir elstu bekki grunnskóla. Einnig áhugavert að höfundur fékk þessa hugmynd og skrifaði söguna aðeins 13 ára. Mjög hvetjandi fyrir ungt fólk sem langar að byrja að skrifa :-). Bíð spennt eftir framhaldinu.