Jump to ratings and reviews
Rate this book

Fuglinn sem gat ekki flogið

Rate this book
Geirfuglinn hefur löngum verið sveipaður dulúð. Þessi ófleygi, svipmikli fugl sem lifði við Íslands¬strendur er ekki lengur til nema í frásögnum og á myndum; fáeinir uppstoppaðir hamir eru varð¬veittir, blásin egg og líffæri í krukkum. Fuglinn hefur orðið tákn tegunda í útrýmingarhættu og nafn hans gleymist því ekki.

Fuglinn sem gat ekki flogið er óvenjuleg bók þar sem sagt er frá síðustu veiðiferðunum á geirfugla¬slóðir, veiðimönnum, kaupmönnum og söfnurum. Í brennidepli eru tveir breskir ferðalangar sem sigldu til Íslands árið 1858 í leit að geirfuglum en fundu enga. Hins vegar skráðu þeir af nákvæmni allar frásagnir og gögn sem þeir komust yfir og létu eftir sig Geirfuglabækurnar, sem eru einstök heimild um endalok tegundar.

Gísli Pálsson mannfræðingur er meðal annars kunnur fyrir rit sín um umhverfismál og norðurslóðir, sem og verðlauna¬bókina Hans Jónatan: maðurinn sem stal sjálfum sér. Hér rekur hann forvitnilega sögu síðustu geirfuglanna og Geirfuglabókanna, segir frá því hvernig þær rak á fjörur hans og hvað þær hafa að geyma – og fjallar um aldauða.

245 pages, Paperback

First published January 1, 2020

2 people are currently reading
17 people want to read

About the author

Gísli Pálsson

39 books4 followers
Gísli Pálsson is a professor of anthropology at the University of Iceland.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
3 (11%)
4 stars
14 (53%)
3 stars
8 (30%)
2 stars
1 (3%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 3 of 3 reviews
Profile Image for Svana Björg.
13 reviews4 followers
February 14, 2023
Mjög áhugaverð frásögn, í raun sagan um hvernig útdauði - aldauði, komst upp á borð náttúruvísindafólks.
Margar litlar sögur um hvernig fólk kom að geirfuglinum, elskaði hann úr fjarlægð, neyddist til þess að veiða hann til að eiga nokkurn mat og sjálfshyggju mannsinns að vilja eiga það sem er sjaldgæft.
Mæli með fyrir áhugafólk um sagnfræði, mannfólkið, náttúruvísindi og líffræðilegan fjölbreytileika.
Profile Image for Jón Einarsson.
7 reviews3 followers
December 30, 2020
Áhugaverð bók. Smá útúrdúrar á köflum sem mér þóttu óþarfi, t.d. heil opna um Geir Zöega sem hafði ekkert að gera með geirfugla og frásögn af brúðkaupi dóttur Vilhjálms formanns. En heilt yfir skemmtileg og vel skrifuð. Það er vandmeðfarið að segja frá rannsóknarferlinu sjálfu samhliða sögunni, en höfundur gerir það vel.
Profile Image for Heidrun Hauksdottir.
307 reviews13 followers
November 27, 2020
Þessi bók byrjar rólega og virkaði þurr og óspennandi í upphafi í samanburði við skemmtilega bók höfundar um Hans Jónatan. En áhyggjur mínar af því að hér færi flöt og óspennandi bók hurfu þegar leið á lesturinn og áhugaverðum þráðum fór fjölgandi. Mæli með lestri!
Displaying 1 - 3 of 3 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.