Þorgerður Þorsteinsdóttir ól tvíbura þegar hún var sjálf vart af barnsaldri en mátti bíða lengi eftir óskabarninu sínu, Þorkötlu Dala-Kollsdóttur. Því harmþrungari eru atburðirnir eftir þingið á Þórsnesi þegar tátlan er aðeins sjö ára gömul – og öllum óskiljanlegir. Þorgerður kýs heldur að leita styrks hjá skapanornunum undir askinum Yggdrasil en Hvítakristi ömmu sinnar, Auðar djúpúðgu, og leitin að sannleikanum leiðir hana í siglingu austur yfir haf og seiðför í sali Heljar.
Vilborg Davidsdottir was born in 1965 in Thingeyri, a village in the remote Westfjord Peninsula of Iceland. Her background is in journalism and ethnology (folkloristics). In her MA thesis in ethnology, she wrote about the storytelling tradition in the Shetland Isles, UK. Vilborg worked in various media from 1985 to 2000. Since then, she has dedicated herself to writing.
Her tenth and latest book, Under Yggdrasil (2020), is a gripping novel inspired by the Icelandic Sagas, set in the early Viking Age, as was her acclaimed trilogy of novels on Aud the Deep-Minded, the first of which was nominated for the Icelandic Prize for Literature. Vilborg’s historical novels have been tremendously popular over the last decades, especially as they throw a new and unexpected light on the lives of women in the Viking Age. For further information on Under Yggdrasil, see http://www.davidsdottir.is/new-under-...
Her first novel, Við Urðarbrunn, (By Urd’s Well) was published in 1993 and a sequel, Nornadómur (Norns’ Judgement) in 1994. These tell the story of a young slave woman in 9th century Iceland, the daughter of a Norwegian chieftain settler and his Irish slave, and her pursuit for freedom. The story is set in Iceland, Scandinavia and the Scottish Isles. Við Urðarbrunn was awarded by the Icelandic section of IBBY (International Board on Books for Young People) in 1994, and a year later, the sequel, Nornadómur, received the Reykjavík School Council Award. In 2001 the books were published in a single volume titled Korku saga. Both novels have enjoyed great popularity in all age groups and have been widely read in secondary schools, ever since the first publication.
Vilborg's third book, Eldfórnin (1997) is a historical novel set in the 14th century, and takes place in the nunnery at Kirkjubaer in South Iceland. The events of Vilborg's fourth novel, Galdur (2000) are also based on historical events, this time in the 15th century, in Skagafjord in North Iceland, when Englishmen dominated the trade and were highly influental in Iceland.
Sources describing the lives of the Inuit and the Norse inhabiting Greenland in the middle 15th century provide the background for Vilborg's fifth novel, Hrafninn (2005). The story touches on the mysterious disappearance of the settlements started in Greenland by Icelandic settlers around the year 1000. Hrafninn was nominated for the Icelandic Literature Prize. Film rights have been sold to an Icelandic film maker, Köggull ehf.
Auður (2009), Vilborg’s sixth novel, tells the story of the only Viking woman known to have led her own independent settlement expedition to Iceland. Aud the Deep-Minded was married to the first Viking king of Dublin in Ireland and set sail from the British Isles to Iceland where she settled in the west of the country, setting her slaves free. Auður was also nominated for the Icelandic Literature Prize. A sequel, Vígroði (Crimson Skies) was published in 2012 and the last book of this trilogy, Blóðug jörð, (Ocean Road), in 2017. The novels about Aud the Deep-Minded have been highly praised by readers and critics alike and the rights to produce TV series based on the trilogy have been sold to Deepminded3 AB in Sweden.
In autumn 2017 Vilborg put on a storytelling show about Aud, performed at the Settlement Centre in Borgarnes, Iceland. The event turned out to be quite popular, so much that it was run till spring 2019, with each of the 30 events sold out.
Vilborg’s memoir, Ástin, drekinn og dauðinn (On Love, Dragons and Dying) was published in 2015. Here, she tells the story of her husband’s journey with terminal brain cancer, “the Dragon”, and her first year as a widow following his death in 2013. This unique memoir has been highly acclaimed by readers and critics alike.
Vilborg er einn af mínum uppáhalds rithöfundum en þetta er ekki hennar besta verk. Ég er með háan standard því ég veit hvað hún getur skrifað magnaðar sögur. Byrjaði sterkt og endaði sterkt - en miðjan bara meh. Persónan Þorgerður hefur gott potential, vona að hún haldi áfram að skrifa um hana og að hún þori að fara með hana dýpra í goðheima.
Þetta er fantavel skrifuð söguleg skáldsaga sem hélt mér allan tímann. Höfundur fléttar listavel saman erfiðum viðfangsefnum (t.d. dauði, sorg, kynferðisleg misnotkun) og spennandi og lifandi frásögn. Sögusviðið birtist ljóslifandi í huga lesanda og lýsingar Vilborgar á seiðförum Þorgerðar er sérlega heillandi. Mæli eindregið með þessari bók - ein sú besta sem ég hef lesið eftir Vilborgu.
Það er auðvelt að elska allt við þessa bók. Ekki bara fjallar hún um eitt af áhugaverðari tímabilum Íslandssögunnar heldur byggir skáldsagan á fólki sem var til, atburðum sem hafa orðið, trú landnámsfólks og þekktum sögusviðum. Vilborg er frábær rithöfundur og sagan vel uppbyggð, söguþráður tengist að hluta atviki hennar eigin forföðurs og allt listilega fléttað saman. Rannsóknarvinnan að baki skrifunum er gífurleg og það skilar sér vel. Ég mátti á köflum hafa mig alla við að fletta upp í orðaforðanum, og gott ef ég hef ekki bætt nokkrum nýjum við mig. Þetta er konfektmoli fyrir alla lestrarhesta og ekta kjörbók fyrir unglingastig hvað efni og innihald varðar en því miður hrakar lesskilningi barna svo hratt að margir ættu í erfiðleikum með að komast í gegnum hana. Ég held að sagan gæti líka slegið í gegn í auðlesnari útgáfu fyrir ungmenni og mæli algjörlega með henni.
Einkunnagjöfin var svona að velta á milli 3 og 4 stjörnur en endaði í fjórum.
Bókin byrjar vel og er að mestu mjög skemmtileg og á köflum nokkuð spennandi. En kaflinn um Grímkel og Þórkötlu fór beinlínis í taugarnar á mér og dregur bókina aðeins niður og mér fannst að hefði mátt sleppa honum þegar ég var staddur þar í bókinni - en svo kom í ljós að atburðir í þessum kafla hafa áhrif á alla framvindu sögunnar. Svo verð ég að segja að ég á erfitt með að meðtaka óraunverulega hluti eins og það að skreppa snöggvast til undirheima til að fá svör um óleystar gátur og fá upplýsingar um óorðna hluti - en læt það liggja á milli hluti hér.
Það er gaman að sjá hversu vel Vilborg hefur kynnt sér siði og lífshætti fólks á þeim svæðum og tímabilum þar sem sögur hennar gerast.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Þetta er söguleg skáldsaga eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Aðalpersónan er Þorgerður Þorsteinsdóttir, barnabarn Auðar djúpúðgu. Hún leggst í ferðalög eftir afdrifaríka atburði sem verða í hennar lífi. Það tók mig smá tíma að komast inn í söguna, en síðan datt ég inn í hana og hún hélt athygli minni til enda. Það er greinilegt að það hefur mikil vinna verið lögð í að nýta heimildir fyrir lífi á þessum tíma og búa til sögu byggða á persónum sem voru til. Mér finnst vel hafa tekist til og sagan vera áhugaverð og trúverðug.
Mér fannst þetta góð bók. Vel skrifuð eins og flestar hennar bækur. Söguþráðurinn er áhugaverður. Takturinn datt kannski aðeins niður um miðbikið en tók fljótt við sér og varð mjög spennandi undir lokin. Við fáum vonandi að sjá framhald sögunnar. Ótrúlega flott heimildavinna eins og í fyrri bókum. Mæli eindregið með bókinni.
Skemmtileg bók. Ekki hennar besta bók. Finnst Korkusaga skemmtilegust. Vel unnin heimildavinna, persónur lifandi og eftirminnanlegar. Greinilega framhaldssaga samanber endi bókarinnar. En hún hefði mátt vera styttri. Miðbik bókarinnar er heldur of langt. Mæli samt með henni.
Frábær bók eins og aðrar eftir Vilborgu. Bókin virðist samt vera "build-up" að stærri sögu og það er mikið tilfinning bókarinnar. Persónur og þá sérstaklega kvenpersónur eru yfirburða eins og er aðalsmerki Vilborgar.
Glæsilega skáldað í óljósar heimildir í Laxdælu m.m. Mikil rannsóknarvinna að baki þessari bók, eins og öðrum bókum Vilborgar. Hlakka til að lesa framhaldið, Land næturinnar.
Fékk þessa í jólagjöf og byrjaði strax að lesa hana. Ég las þríleikinn um Auði og gaman að sjá hvernig sumir karakterar fá að halda áfram í þessari bók.
Þessi bók minnti mig mikið á Urðarbrunn, sérstaklega því sem var fléttað um hana Úlfbrúnu. Kona af fínum ættum, missir, leitin að einhverju meira, hvernig hún leitar í trúnna. Á þessum tíma þá er það norræna ásatrúin sem ræður hér ríkjum.
Gaman er að sjá að í Íslendingasögunum þá eru konurnar miklar og stórar, fallegar og hættulegar. Frekjuhundar og dekraðar í dós. Allavega er þannig mynd dregin upp af þeim. Er þær fá ekki sitt þá stappa þær niður fætinum eins og lítið barn í frekjukasti. Stundum leiðir það til dauða margra manna og örlög landsins liggja hjá þeim.
Kvenpersónur Vilborgar eru ekki þannig. Þær eru oftast aðalsbornar, ekki ambáttir. Hafa góða stöðu þótt lífið er erfitt og vinnan mikil. Þær virðast oftast hafa einhverskonar sjálfstæði í hjónabandi sínu og geta ráðið sér sjálfar. Hafa mikið að segja og er tekið mark á því sem þær segja. Þorgerður er ein af þessum sterku konum sem hún fjallar um. Líf hennar hefur verið erfitt en virðist hafa náð ágætri fótfestu hér á Íslandi með manni sínum og börnum. Amma hennar er Auður djúpugða þannig hún á skörunginn ekki langt að sækja. Sorgarviðburður leiðir af stað ákveðinni keðjuverkun sem hefur dauðsföll í för með sér og landflutninga. Þríleikurinn um Auði gefur okkur innsýn inn í hvernig hlutum var háttað á Írlandi og í skosku eyjunum áður en haldið var til Íslands. Aðrar bækur hennar gefa innsýn inn í hvernig lífið var á Íslandi eða hjá norskum höfðingjum svona að einhverju leiti.
Það sem mér þótti áhugavert við þessa bók var að með því að fara frá Íslandi og sigla á ný mið þá fáum við að sjá hvernig aðrar norrænar þjóðir lifa á þessum tíma. Hvernig lífshættir eru í öðrum löndum, hvað fylgdi fólkinu hingað til lands og hvað þróaðist áfram annarsstaðar.
Það sem mér finnst áberandi í hennar bókum er ávallt þessi mikla áhersla á stéttarskiptingu. Ambáttir, þrælar, vinnuhjú, hástéttarfólk, höfðingar og fjölskyldur þeirra. Þetta skiptir miklu máli fyrir fólkið sem býr hér á landi í bókunum en þegar við erum komin meira á meginland Evrópu þá virðist þetta ekki skipta eins miklu máli, allavega ekki hjá því fólki sem hún skrifar um. Jú að vísu þá eru Íslendingar uppteknir af stöðu sinni í samfélaginu og það hefur ávallt verið mikil stéttaskipting og stöðuskipting hér á landi en áhugavert hvernig hún heldur því á lofti í bókum sínum.
Vel skrifuð bók og heimildavinnan er alveg til fyrirmyndar. Það er greinilega framhald í bígerð því í raun var enginn endir á henni. Mér fannst hún smá löng á köflum sem gerði það að ég svona hálf las yfir nokkrar blaðsíður á meðan aðrar voru vel lýstar og áhugaverðar. Eins og andlega ferðalag hennar í annan heim.
Hlakka til að sjá hvað verður um hana Þorgerði og fjölskyldu hennar.
Þó mér finnst alltaf virkilega gaman að detta inn í sagnrænan heim Vilborgar og hún nær því einstaklega vel að setja þig inn í sögusviðið sem hún fjallar um að þá náði sagan sjálf, eða atburðarrásinn, aldrei almennilega að grípa mig hérna og margar af hennar sögum hafa gert.
Þetta er á heildinga ágæt bók en söguþráðurinn finnst mér ekki eins vel fléttaður og í undanförnum bókum Vilborgar, einkum um miðbik sögunnar. En hún vinnur á og Noregsferð Þorgerðar er spennandi og áhugaverð lesning.