Árið 1608 sver ung stúlka í Skagafirði, Þórdís Halldórsdóttir, eið um að hún sé hrein mey eftir að upp kemur kvittur um ástarsamband hennar við mág sinn en slíkt var dauðasök á tímum stóradóms. Fimm mánuðum síðar fæðir hún barn. Þórdís má lifa með ásökunum um blóðskömm og í trássi við landslög er henni gert að sæta pyntingum segi hún ekki til barnsföður síns. Á hverju ári ríður hún suður heiðar til að mæta fyrir Alþingi á Þingvöllum en heill áratugur líður þar til dómur er kveðinn upp.
Fróðleg saga en fannst höfundur ekki ná að nýta hana nógu vel. Mér fannst samtöl og lífsskoðanir persóna ótrúverðug og lýsingar á fólki og aðstæðum rýrar. Samt sem áður var sagan sjálf nógu spennandi til að fá mann til að klára. 2,5 stjarna.
Var að ljúka við söguna Blóðberg sem Þóra Karítas Árnadóttir hefur skrifað. Hér er á ferð söguleg skáldsaga um Þórdísi Halldórsdóttur sem var ein af 18 konum sem drekkt var í Drekkingarhyl. Sagan er skrifuð af svo mikilli tilfinninga auðgi að hún hrífur mann með sér inn í 17. öldina á svo myndrænan hátt að lesandinn fær á tilfinninguna að hann sé þar staddur. Ég hafði hugsað mér að lesa þessa bók hægt með hléum, en það var ekki hægt. Bókin hafði þvílíkt aðdráttarafl að hún sogaði mig að sér allt til síðustu blaðsíðu. Vænst þótti mér um það hve Guðbrandur Þorláksson og Halldóra dóttir hans héldu hlífiskildi yfir þessa saklausu stúlku og það ítrekar höfundur mjög í skáldsögu sinni. Í bókinni kemur fram fórnfús kærleikur margra, en líka gengdarlaus grimmd hinna veraldlegu yfirvalda. Bókin er í fallegu bandi og letrið er afar þægilegt aflestrar. Hjartans þakkir Þóra Karítas.
Gríðarlega fallega skrifuð bók og svo rík af mörgum og miklum tilfinningum að maður getur ekki annað en orðið örlítið skárri mannvera við lesturinn. Ég mun geyma sögu Þórdísar í hjarta mínu.
Ég man ekki eftir að það hafi verið minnst á stóradóm í Íslandssögukennslu þegar ég var í grunnskóla og man fyrst eftir að hafa heyrt um konurnar sem drekkt var í Drekkingarhyl fyrir hórdómsbrot í sambandi við umfjöllun um Tileinkun gjörningalistaverk Rúríar árið 2006. En Blóðberg er einmitt innblásin af lífi og dauða Þórdísar Halldórsdóttur sem var dæmd eftir stóradómi og drekkt fyrir að hafa eignast barn með mági sínum.
Þóra Karítas vefur upp fallega en átakanlega sögu. Hún tók smá stund í að hrífa mig með þar sem skriftarstíllinn er frekar höktandi í fyrstu en undir lokin var ég komin inn í heim Þórdísar og var óttaslegin, örvæntingarfull og stundum vongóð með henni.
I walk away from this historical novel in awe. The author has lend a voice to the voiceless through her creative reimagining of the story of a woman whose fate was in the hands of a strict and merciless patriarchy.
The writing is a first person narrative of the protagonist and the writing is both lyrical in the descriptions of motherhood and nature, and fluid in narrating the tale of a good woman whose life is the dictation of those in power. I read it in two sessions as it is only 173 pages long but that’s all the pages the author needed.
I hope this book is in the process of being translated to different languages because it opens a window to a period in Icelandic history soiled in blood of the innocent.
Þetta var ekki auðveldur lestur, ég get varla gefið stjörnur. Ég þarf aðeins að melta þessa sögu. Þessi bók er mjög vel skrifuð en sagan er mjög átakanleg, ég átti erfitt með að lesa vitandi hvernig sagan endar. Ef ég hefði ekki verið að lesa bókina fyrir skólann hefði ég líklega ekki klárað hana, ég les yfirleitt aðeins léttari bækur ef svo má að orði komast.
Verður aldrei neitt úr þessari bók í raun og veru. Áhugaverð hugmynd að fjalla um stóra dóm í fyrstu persónu en þéranir og “tímabils” ritun er klaufaleg og skemmir flæðið.
Vel skrifuð og átakanleg saga. Ég er venjulega ekki mikið fyrir sögulegar skáldsögur þar sem höfundar fabúlera um hugarheim þeirra sem lifðu raunverulega atburði, en þessi bók er undantekning. Nú langar mig að kafa nánar ofan í bakgrunninn á bak við söguna, ég væri til í að eignast útgáfu af bókinni með neðanmálsgreinum og skýringum höfundar. Útgáfan sjálf er mjög falleg, bókarkápan er grófmynstruð og fer vel í hendi.
Að mörgu leiti góð og vel skrifuð saga sem sannarlega hreyfir við manni. Virkilega þarft að skrifa sögu kvenna eins og Þórdísar, sýna aðra hlið en þá sem feðraveldið ritaði, sýna þetta hrikalega óréttlæti og varpa skáldskaparljósi á þeirra hlið og velta upp mögulegum atburðum bak við þjáningu og dauða þeirra. Þóra Karitas gerir þetta vel en þó eru lífsskoðanir Þórdísar stundum ósannfærandi og endurspegla nútímaviðhorf um of. En mæli eindregið með þessari bók, 3,5 stjörnur.
Þessi saga er mikilvægt og beið þess að verða sögð. Þóru Karítas tekst að búa til tiltölulega trúverðuga frásögn með trúverðugum persónum og um leið skyggnumst við aðeins inn í tíma sem kannski er ekki svo oft til umfjöllunar í bókum lengur. Það hefði reyndar mátt gera aðeins meira úr þessum efnivið því það vantar kannski aðeins upp á hversu hrikalegu órétti Þórdís var beitt en kannski hefði það bara verið óþörf mötun.
Áhugaverð lesning um stöðu kvenna upp úr aldamótunum 1600. Byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá Þórdísi Halldórsdóttur, einni þeirra 18 kvenna sem drekkt var í Drekkingarhyl á Þingvöllum fyrir barneignir með meðlimi innan fjölskyldunnar. Aðbúnaði karla og kvenna á þessum tíma gerð góð skil, og sömuleiðis hroki danskra embættismanna gegn landanum. Auðlesin bók, þægilegt flæði en viðfangsefnið átakanlegt.
Mögnuð saga. Ég reiddist yfir óréttlætinu og gladdist yfir styrk og fegurð kynsystur minnar. Þó að það sé vandlifað í dag, þá var svo grjóthart að vera Íslendingur, og hvað þá íslensk kona, um aldamótin 1600. Takk fyrir að skrifa þessa bók🙏!
Fyrsta bókin sem ég hlusta á en ég er ekki að fíla það neitt sérstaklega og kannski hafði það áhrif. Fannst innihaldið í bókinni frekar rýrt og byrjendabragur á stílnum. Kláraði hana samt svo hún var ekki alslæm
Vel skrifuð sorgarsaga Þórdísar Halldórsdóttur sem endurspeglar óréttlæti kvenna ekki einvörðungu á tímum stóra dóms heldur í gegnum aldir. Átakanleg lesning en stórfengleg einnig.
Góð saga en finnst eins og það sé mikið af þessum endurskoðun á sögunni bókum núna. Bókin er samt vel rannsökuð og byrjar vel en verður langdregin í endann
Vel skrifuð perla. Góð bók sem fer með mann í gegnum grimmilega tíma og sýnir óréttlæti sem var við lýði. Skemmtilega tvinnuð skáldsaga sem byggir samt (að hluta) á sögunni og raunverulegum einstaklingum sem Þóra býr tip karaktera fyrir. Mæli með.
Ein fallegasta bókakápa sem ég hef handfjatlað og efni bókarinnar sannarlega spennandi: stóridómur og drekkingar á konum. Sögðþráðurinn náði mér þó því miður aldrei.
Góð bók, vel skrifuð og þessum tíma vel lýst. Trúverðug lýsing af hörðu dómskerfi og samfélagi. Einnig örvæntingu stúlku sem er nauðgað og telur sig ekki geta sagt frá því.