Jump to ratings and reviews
Rate this book

Truflunin

Rate this book
Árið er 2034. Heimurinn hefur kvíslast í tvær víddir sem einungis snertast á litlu svæði í miðbæ Reykjavíkur, Trufluninni. Múr umlykur svæðið og inn fyrir hann fer einungis þrautþjálfað vísindafólk og hermenn, svokallaðir agentar. Einn þeirra er félagssálfræðingurinn Halla, sem hefur sérhæft sig í geimverum og sértrúarsöfnuðum og brennt allar brýr að baki sér í einkalífinu. Verkefni hennar er að hafa uppi á agentinum F sem sendi frá sér torrætt neyðarkall áður en hún hvarf sporlaust.

302 pages, Hardcover

First published January 1, 2020

14 people are currently reading
122 people want to read

About the author

Steinar Bragi

25 books56 followers
Steinar Bragi Guðmundsson (who publishes under his first two names only) has a BA in Literary Studies and Philosophy from the University of Iceland. His first published work was a volume of poetry, Svarthol (Black Hole), which came out in 1998. Since then he has written several books, both poetry and novels.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
41 (17%)
4 stars
90 (38%)
3 stars
81 (34%)
2 stars
12 (5%)
1 star
9 (3%)
Displaying 1 - 30 of 36 reviews
Profile Image for Berglind.
Author 2 books10 followers
February 24, 2021
Ég held að þetta sé besta íslenska vísindaskáldsaga sem ég hef lesið! Mjög gaman að vera í miðbæ Reykjavíkur í svona sögu. Söguþráðurinn mjög áhugaverður, maður nær kannski ekki öllu 100% en það er allt í lagi, það er oft þannig með sæfæ.

Eina sem mér fannst smá þreytandi var stanslaus spennan í allri sögunni, sem lesandi fékk maður aldrei ráðrúm til að anda smá og átta sig á hlutunum. En ég vil bara meira svona frá íslenskum rithöfundum!
Profile Image for Oriente.
453 reviews69 followers
January 20, 2025
Micsoda véletlen(?) egybeesés, hogy pár hónapon belül a második olyan, amúgy népszerű, paranoid témát feldolgozó könyvet olvasom, amiben Tudjukki elszabadul és ez éppen Izlandon történik.
A Deus formájában közelebb állt a mainstream szépirodalomhoz, míg ezt a könyvet inkább sci-fi thrillerként kategorizálnám, ami ráadásul az utolsó fejezetekben alaposan befurcsul. Ezért inkább a weird fiction kedvelőknek ajánlanám, akik szívesen lődörögnek a metafizikai bizonytalanságok partjain.

Volt a regénynek egyfajta sodrása, de szövegileg nekem sokszor döccent, és nem vagyok meggyőződve arról, hogy minden részletében át lett ez rendesen gondolva. Persze az is lehet, hogy az én hibám, mindenesetre nem egészen jött át minden, és most olyan részletekre gondolok, amivel kapcsolatban úgy érzem, hogy a szerző magyarázatokat, megoldásokat akart nyújtani.

Szóval hogy is fogalmazzak? Érdekes volt, de nem kihagyhatatlan.
Profile Image for Ída Logadóttir.
23 reviews7 followers
February 26, 2021
Gott íslenskt sci-fi! Sérstaklega skemmtilegt að lesa þessa gerð af sci-fi sem gerist í Reykjavík, gerir upplifunina öðruvísi. Sumt var erfiðara að skilja eða "ná", en það eru margar áhugaverðar pælingar í henni, smá heimspeki sci-fi. Bókin er fín almennt. Tíma-elementið mjög töff.
Profile Image for Óskar Þráinsson.
20 reviews12 followers
June 21, 2021
Virkilega góð íslensk furðusaga. Þótt þeim fjölgi jafnt og þétt eru fáar sem ná að komast yfir á "æðra stig" þar sem það er ekki beinlínis umhverfið og framtíðartækni sem er aðalatriðið heldur sagan og upplifunin sem leiðir þig áfram í óvænta króka og kima með söguhetjunni og kemur þér svo algjörlega í opna skjöldu þegar þú átt síst von á.
Ég hef lesið óhemju mikið sæfæ og er mjög dómharður orðinn á gott efni en Steinar Bragi náði mér algjörlega þannig að ég gat ekki látið bókina frá mér. Mæli hiklaust með fyrir harða furðusagnaaðdáendur.
Profile Image for Ástþór Hermannsson.
24 reviews1 follower
March 3, 2021
Ekkert ótrúlega löng bók en samt langdregin á köflum. Leið eins og að ég hafi lesið um Hallgrímskirkju sirka sex sinnum. Var samt mjög ánægður með að hafa lesið þessa bók vegna þess að mér þótti hún skemmtileg og gaman að sjá si-fi sem snýst ekki í kringum rassgatið á Bandaríkjunum.
Profile Image for Ragnheiður.
47 reviews3 followers
February 25, 2021
Mér fannst hún byrja ágætlega en ég þreyttist fljótlega á henni. Málfarið er lélegt því Steinar Bragi skrifar íslensku eins og ensku þannig hún er torlesin og ég átti erfitt með að halda þræðinum.
Profile Image for Ingólfur Halldórsson.
262 reviews
March 23, 2024
Lesturinn þarfnast frekari umhugsunar en hugmyndir bókarinnar eru mjög áhugaverðar og vel framsettar. Vandinn er að miðpunktssöguþráðurinn sjálfur fellur í skuggann á öllu öðru sem er í gangi, sem veldur því að það hægist fullmikið á bókinni um miðbikið. Það er samt alltaf skemmtilegt að lesa hugmyndavísindaskáldsögu sem þessa í íslensku samhengi og á sæmilegu máli.
Profile Image for Axel.
73 reviews1 follower
March 26, 2021
Svipuð tilfinning og eftir að hafa horft á Tenet. Hátt flækjustig. Spurning hvenær það verður að þvælustigi. Við spyrjum okkur öll að því reglulega.
Profile Image for Ásdís Gunnarsdóttir.
49 reviews1 follower
December 9, 2023
Margt mjög áhugavert en ekki alveg nógu vel útskýrt. Skemmti mér mjög vel við fyrstu 2/3 af sögunni en átti erfitt með að halda athygli undir lokin. Málfræðin var ekki alveg nógu góð á köflum. En heilt yfir góð skemmtun og áhugaverðar pælingar! Mjög skemmtilegt að sjá sjónarsviðið svona vel fyrir sér í miðbæ Reykjavíkur.
Profile Image for Geir.
6 reviews1 follower
March 2, 2021
Alltaf gaman að bókum sem hræra í hausnum á manni með miklu hugmyndaflugi. Alvöru dystópísk vísindaskáldsaga.
Profile Image for Einar Jóhann.
313 reviews12 followers
June 27, 2023
Steinar Bragi setur þessa metnaðarfullu vísindaskáldsögu á svið á Íslandi og er að einhverju leyti að búa til hugtökin í kringum þann heim í fyrsta sinn á íslensku tungumáli - öllum velkomið að vera ósammála því og benda mér á önnur sem hafa rutt brautina. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir þessu harki; vísindaskáldsaga á íslensku.
Sagan náði mér því miður ekki alveg. Stelpan í bókinni er ósymptaísk og flöt og mér varð ekkert sérstaklega umhugað um sambandið á milli heimanna tveggja. Einn flottur flötur á sögunni (sem reyndar reynir á þolrift lesandans) er að allt er ruglingslegt (eins og það væri í nýjum heimi) og þ.a.l skynjar þú illa hvenær framvindan er mikilvæg fyrir úrvinnsluna eða hvenær verið er að reisa grindina utan um sagnaheiminn.
Eflaust lesa flestir lesendur þessa bók á undan Dánum heimsveldum, en það gerði ég ekki og gæti það haft áhrif á upplifunina, en mér fannst magt mjög líkt með bókunum tveimur.
Profile Image for Jon Gunnar.
17 reviews1 follower
July 18, 2021
Enn ein sjónræn skáldsaga eftir Steinar Braga. Ég væri til í að sjá kvikmyndirnar Konur og Kötu og sjónvarpsseríuna ;“Truflunin”.

Hversu langt getur maðurinn farið í gagnasöfnun? Hvenær missum við valdið á gervigreindinni? Hvað gerist þegar við náum að láta gervigreindina lesa mennska eiginleika?

Truflunin er mannleg vísindaskáldsaga úr ekki of fjarlægum heimi. Sagan tekur tíma að komast í gang, enda þarf að kynna okkur fyrir reglum og heimi, en um leið og atburðarásin er komin af stað verður sagan heimspekilegur thriller. Manni líður oft hálf illa við lestur við þessi ,,svarhols-fræði” og spyr sig út í tilgangsleysi lífsins og ég held að höfundur nái fullkomlega takmarki sínu.

Eftir þennan lestur ætla ég þó næst að velja eitthvað með örlítið meiri von og fegurð.
Profile Image for Sturlaugur Halldórsson.
62 reviews1 follower
December 19, 2020
Lauk nánast við lesturinn um hánótt, átti nokkrar síður eftir sem ég geymdi. Kannski þorði ég ekki að klára. Dreymdi ömurlegan draum um nóttina og vaknaði með einhverja vonleysis tilfinningu sem ég átti erfitt með að hrista úr mér. Fékk mér kaffi um morgunin og kláraði síðust síðurnar. Hef ekki hugmynd hvort ég hafi náð þessu eða ekki, en það er samt kýrskýrt í mínum huga að eitthvað þarf að breytast. Ef það er þá ekki of seint.
20 reviews
February 4, 2021
Virkilega klókindalega leikur Steinar sér með viðfangsefni gervigreindar og mögulega afleiðingar.

Bókin er auðlesin og skiljanlega fram að seinasta hlutanum. Hún á jafnvel skilið endurlestur þegar heildarsamhengið hefur verið skýrt
This entire review has been hidden because of spoilers.
244 reviews1 follower
April 13, 2023
Ekki alveg minn tebolli. Þótt ég geti dáðst að hugarflugi höfundar, öflugu myndmáli og dýpt og flækjustigi sögunnar þurfti ég virkilega að berjast til að klára bókina. Var mun hrifnari af Dáin heimsveldi og Allt fer.
Profile Image for Dabbi.
32 reviews
November 2, 2024
Var spenntur að lesa svona íslenskt sci-fi en bókin er bara ekki sannfærandi alltof mikið vera að reyna að vera hip og söguþráðurinn er verri fyrir vikið enda of flókinn eiginlega bara fail fyrir mér sérstaklega sem Íslendingur.
Profile Image for Herbert West.
Author 2 books6 followers
November 24, 2025
Lang besta bók Steinars af þeim 3 sem ég hef lesið, þ.e. þessi, Gólem og Dáin Heimsveldi. Tvistið er lógískt en kemur samt á óvart. Framvindan góð, þó persónusköpun sé í lágmarki heldur hún manni í heljargreipum til síðustu blaðsíðu. Vel gert!
Profile Image for Regina Eiriksdottir.
24 reviews
April 30, 2023
Frábær vísindaskáldsaga með þeim bestu sem ég hef lesið. Að flækjast um miðbæ Reykjavíku þingholtin sem höfundur þekkir vel varyndislegt
Displaying 1 - 30 of 36 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.