Jump to ratings and reviews
Rate this book

Spænska veikin

Rate this book
Spænska veikin var mannskæðasta farsótt sögunnar og barst hingað til lands í miðju Kötlugosi á einu viðburðaríkasta ári tuttugustu aldar, 1918. Hundruð Íslendinga féllu í valinn á örfáum vikum, aðallega ungt fólk í blóma lífsins og fleiri konur en karlar. Mörg börn misstu foreldri. Þetta voru átakanlegir tímar með linnulitlum líkfylgdum og klukknahringingum. Spænska veikin skildi eftir sig sár sem greru seint eða aldrei.

Hér segir frá togarasjómanni sem kom úr siglingu þegar veikin var í hámarki og fannst eins og allt líf í Reykjavík væri slokknað og ástsælli söngkonu sem dó frá barnungri dóttur sinni. Fleiri eftirminnilegir einstaklingar koma líka við sögu – læknar, hjúkrunarkonur, ljósmæður og aðrir sem börðust hetjulega gegn „sóttinni miklu“ en máttu sín oft lítils.

Víða um land var reynt að verjast veikinni með samgöngubanni en stjórnvöld, einkum þó landlæknir, sættu vægðarlausri gagnrýni fyrir að hafa hleypt henni inn í landið. Var hægt að mæta þessari skelfilegu heimsplágu með markvissum sóttvörnum? Og að hvaða leyti er spænska veikin sambærileg við veirufaraldurinn sem gengið hefur yfir heimsbyggðina árið 2020?

315 pages, Hardcover

First published January 1, 2020

33 people are currently reading
114 people want to read

About the author

Gunnar Þór Bjarnason

9 books3 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
41 (22%)
4 stars
115 (62%)
3 stars
26 (14%)
2 stars
1 (<1%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 20 of 20 reviews
Profile Image for Bjarki Grönfeldt.
4 reviews2 followers
January 10, 2021
Vel skrifuð bók um stórkostlega merkilegan atburð sem einhverra hluta vegna hefur fallið í gleymsku að mörgu leyti. Bókin er holl upprifjun á því að það eru til ótal fávitar sem skeyta litlu um líf og heilsu samborgaranna. Mjög gjarnan mætti senda eintök á útvalda aðila sem háværir eru í íslenskri þjóðfélagsumræðu.
101 reviews
February 13, 2021
Hetjur bókarinnar eru hjúkrunarfólkið og læknar á landsbyggðinni. Skúrkarnir: landlæknir (Guðmundur Björnsson) og ýmsir læknar í Reykjavík.
Steingrímur Matthíasson héraðslæknir á Akureyri og kona hans Kristín Katrín Thoroddsen forvitnislegustu karakterarnir.

Merkileg bók. Hliðstæður við C-19 afar sláandi.


Profile Image for Inga Hrund Gunnarsdóttir.
123 reviews8 followers
January 20, 2022
Heimildaverk um spænsku veikina. Virkilega vel gerð og áhugaverð. Einnig aðgengileg fyrir almenna lesendur. Viðurkenni samt að hafa hraðlesið sumar síðurnar enda mikið efni.
Profile Image for Katla Lárusdóttir.
349 reviews1 follower
December 29, 2020
Fantavel skrifuð bók um hörmungar spönsku veikinnar, ekki bara fræðileg heldur mannleg einnig, vel gert hjá gamla þýsku- og sögukennaranum mínum.
Profile Image for Unnur Lárusdóttir.
197 reviews6 followers
August 23, 2021
Skyldulesning á Covid tímum. Margt líkt, en líka margt ólíkt með veirusjúkdómi samtímans. Landlæknir brást, Stjórnarráðið vissi vart hvernig átti að bregðast við en embættismenn í héraði brugðust sumir við af miklum dugnaði, gengu í berhögg við Stjórnarráðið og sáu til þess að veikin náði ekki að breiðast út, þannig að stórir landshlutar, eins og Austfirðir og suðausturhlutinn sluppu alveg við veikina. Ótrúlegar sögur og lýsingar á högum fólks á tímum þegar heilbrigðiskerfið var ákaflega vanþróað og lítið um lyf. Einn lyfsalinn hafði aðeins ætlað að fá 5000 töflur, en það var lán í óláni að birginn sendi óvart 5000 glös. Þau kláruðust öll. Margir merkir einstaklingar sem skipulögðu aðstoð og hjálp. Stórfróðleg lesning.
Profile Image for Unnur María Sólmundsdóttir.
107 reviews
February 9, 2022
Lestur Urðarmána eftir Ara Jóhannesson kveikti í mér að lesa meira um spænsku veikina og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þessa bók. Urðarmáni, skáldsaga byggð á sögulegum staðreyndum og Spænska veikin staðreyndaritun með meiru. Á margan hátt tengjast þessar bækur í umfjöllun sinni, og styðja hvor aðra svo ég mæli eindregið með að báðar séu lesnar. Spænska veikin er byggð á gríðarlegum fjölda heimilda og gaf mjög góða innsýn í þessar vikur og mánuði frá því að veiran berst til Íslands haustið 1918. Mjög margt athyglisvert sem kemur fram og ég hef aldrei heyrt um áður, afrek lækna og læknanema um allt land, og barátta ráðamanna í minni sveitum við landsstjórn fyrir leyfi til að einangra og vernda sína heimahaga, en ekki síst þrekraun kvenna á þessum árum en ljóst er að þær báru uppi þá eiginlegu umönnun sem átti sér stað í spænsku veikinni. Samfélagið gerði beinlínis þá kröfu, m.a. með opinberum greinaskrifum, að ungar konur leggðu frá sér bók, penna, skólagöngu, hannyrðir og eigið líf og sæi sóma sinn í því að annast hinu veiku frá morgni til kvölds. Og það voru konurnar sem þrifu blóð, ælur, svita og aðra líkamsvessa meðan þær stóðu uppréttar. Og ungar konur voru áberandi hátt hlutfall látinna. Ég velti fyrir mér hvort það sé samhengi þarna á milli? Annars, frábær lestur!
Profile Image for Thorunn.
444 reviews
February 13, 2021
Læsileg og fróðleg bók um farsóttina og líka um lífið á þessum tíma á Íslandi og sérstaklega í Reykjavík. Ótrúlegt hvað við vorum komin stutt áleiðis í heilbrigðismálum, það var varla að það væri sjúkrahús í Reykjavík. Þau sem þó voru til staðar voru lítil, vanbúin og einkarekin, fyrir utan Kleppsspítala. Það voru 7 apótek á landinu, en það voru nú hvort sem er engin lyf sem virkuðu gegn veikinni.
Það kemur aragrúi af fólki við sögu og skemmtilegt hvernig hann tengir söguna við einstaka persónur, sagan verður lifandi og maður fær meiri innsýn í líf venjulegs fólks. Frásögnin flakkar svolítið fram og til baka þessa mánuði sem pestin geysar hér, þannig að maður er stundum búinn að gleyma hvað var búið að segja um einstaka persónur áður þegar þær koma aftur við sögu, en það er þá alltaf hægt að fletta upp í nafnaskránni.
Profile Image for Kristinn Logi.
72 reviews1 follower
November 14, 2021
Frábær bók. Stór atburður í mannkynssögunni og sögu Íslands. 290 manns létust herlendis á nokkrum vikum 1918. Afrek hjá mörgum aðilum og sérstaklega gaman að lesa um langalangafa minn Ágúst Jósefsson sem starfaði sem ráðsmaður í Barnaskólanum þær vikur sem hann þjónaði hlutverki sínu sem sjúkrahús í spænsku veikinni. Annars var heilbrigðiskerfið ótrúlega máttlaust á þessum tíma, spurning hvað skrifað verður um heilbr.kerfi okkar tíma eftir 100 ár þegar COVID19 verður gert upp
Profile Image for Unnur.
71 reviews
January 17, 2021
Mjög áhugaverð frásögn og vert að segja frá því að þó maður hafi vitað af spænsku veikinni, að þá vissuþi ég samt afar lítið um hvernig hún lék þjóðina í raun og veru. Vönduð og ítarleg frásögn sem rímar við samtíman í dag a tímum kórónuveirufaraldursins.
Profile Image for Kristín.
551 reviews12 followers
June 25, 2021
Virkilega áhugaverð bók um tíma sem hefur í raun ekki verið svo mikið ræddur. Hún hefði verið enn betri ef hún hefði verið aðeins styttri. Stundum fannst mér upplýsingarnar alveg óþarfar, svo sem ættartengslin.
29 reviews
August 8, 2021
Informative, but overly detailed in many respects. Still, an interesting glimpse of Icelandic society a century ago, and disturbing parallels to the modern-day response to another pandemic.
Profile Image for Dagný Davíðsdóttir.
37 reviews
February 14, 2022
Fín heimild, fannst pínu áþreifanlegt að hún var skrifuð eftir að covid kom samt. En áhugavert að bera þetta saman við nútímann, þetta hefur verið algjör martröð.
7 reviews1 follower
May 20, 2022
Áhugaverð lesning í miðjum Covid-19 faraldri um Ísland á dögum spænsku veikinnar. Áhugavert að sjá að helstu ráðin voru þau sömu þá og nú; þvo hendur og ekki hnerra á annað fólk.
Profile Image for Sara Hlín.
463 reviews
November 24, 2021
Virkilega fróðleg bók um spænsku veikina, aðdragandann og mánuðina á eftir. Mikill fróðleikur um hvernig mismunandi landshlutar brugðust við veirunni og tilburðir einstakra héraðslækna til að grípa til ýmissa ráða án nokkurra haldbærra rannsókna. Magnað að lesa um asprín- og áfengisinntöku sem helsta úrræði og hvernig hreinlæti var af sumum talið skipta máli en öðrum ekki. Landlæknir þessa tíma var sjálfur háður vímuefnum og því klárlega ekki réttur maður á réttum stað. Magnað hvað við erum á allt öðrum stað í dag með heilbrigðiskerfið nú rúmum 100 árum síðar.

Mér fannst bókin þó full ítarleg á köflum og skautaði hratt yfir suma kaflana.
Displaying 1 - 20 of 20 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.