Jump to ratings and reviews
Rate this book

Uppreisn Jóns Arasonar

Rate this book
Jón Arason var sonur einstæðrar móður, ólst upp við sára fátækt en varð biskup aðeins 36 ára. Jón var gæddur persónutöfrum, dansmaður og eitt vinsælasta skáld á sinni tíð – en með járnharðan vilja. Að sögn Dana voru Íslendingar hræddir við hann sem fjandann sjálfan. Jón leiddi hjá sér siðaskiptin í nær áratug. Hann náði samningum við Danakonung um að Hólabiskupsdæmi yrði áfram kaþólskt og Sigurður sonur hans yrði næsti biskup. Staða hans virtist trygg. En árið 1547 hófst verslunarstríð á Íslandi þegar Danir reyndu að ryðja Þjóðverjum burt. Jón greip tækifærið og hóf vopnaða uppreisn með stuðningi Þjóðverja. Hann lét lýsa landið kaþólskt sumarið 1550 og bauð að sögn Þýskalandskeisara að innlima Ísland.

Jón tapaði örlagaríkri orrustu á Sauðafelli haustið 1550 og var hálshöggvinn ásamt tveim sonum sínum. Í kjölfarið sölsaði konungur undir sig auðlindir landsins – jarðeignir, fisk og brennistein – og lokaði á samskipti Íslendinga við erlendar þjóðir með verslunareinokun. Við tóku hinar myrku aldir Íslandssögunnar með fátækt og einangrun.

Dr. Ásgeir Jónsson fer hér yfir ævintýralegt lífshlaup Jóns og setur uppreisn hans í samhengi við evrópska valdapólitík. Hvaða möguleika hafði Hólabiskup gegn Dönum?

120 pages, Paperback

Published January 1, 2020

2 people are currently reading
12 people want to read

About the author

Ásgeir Jónsson

10 books1 follower

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
2 (5%)
4 stars
24 (61%)
3 stars
10 (25%)
2 stars
2 (5%)
1 star
1 (2%)
Displaying 1 - 7 of 7 reviews
288 reviews4 followers
January 21, 2021
Mjög áhugaverð lesning. Minnist þess ekki að þessi kenning um örlög Jóns Arasonar hafi ratað inn í Íslandssöguna í MR á sínum tíma! Gaman að sjá þennan vinkil á seðlabankastjóra. Er sjálfur mikill áhugamaður um sagnfræði, auk hagfræðinnar sem ég hef yfirleitt verið sammála höfundi um. Mæli með bókinni.
Profile Image for Magnús.
134 reviews2 followers
March 30, 2021
Fróðleg lesning sem stoppaði í mörg þekkingargöt hjá mér. Fær mig til að hugsa um hið pólitíska tafl milli kirkjunnar, páfadóms og þeirra sem vildu stjórna verslun á Íslandi. Það er alltaf jafn skemmtilegt að detta niður á áhugavert sagnfræðilegt efni.
103 reviews
February 3, 2021
Jón Arason er einn af þessum stóru. JA hefur orðið mörgum höfundum að yrkisefni, t.d. Gunnari Gunnarssyni og Ólafi Gunnarssyni. Biskupinn hefur orðið Ásgeiri Jónssyni hugleikinn og fylgt honum frá barnsaldri. Ásgeir gaf út ljóðmæli JA og skrifað sérdeilis góðan formála að þeirri bók. Bókin var í miklu uppáhaldi hjá foreldrum mínum.
Í Uppreisn Jóns Arasonar er Jón enginn þjóðhetja. Hann var hallur undir Þjóðverja í stríði þeirra um verslun við Dani hér á landi. Jón vildi sem sagt selja landið Þjóðverjum og freista þess þannig að halda þannig í kaþólskuna. Nú kann ég ekki að segja hvort þetta sé frumleg útlegging hjá seðlabankastjóra.
Þetta er ágæt bók. Hefði getað orðið miklu betri með góðum ritstjóra, sem lagað hefði endurtekningar o.fl.
Profile Image for Jón Einar  Jónsson.
11 reviews1 follower
May 8, 2021
Stutt en áhugaverð innsýn inn í þennan mikilvæga kafla í Íslandssögunni.
Profile Image for Stella Maren.
53 reviews
August 27, 2025
henti mér í blússandi reading slump. Höfundur fer of langt út fyrir efnið á tímabilum og hefði bókin mátt vera þeim mun styttri, en þó reyndist hún áhugaverð á köflum.
Profile Image for Magnús.
376 reviews10 followers
June 4, 2022
Það skemmtilegasta við lestur þessarar litlu og ágætu bókar, svo langt sem hún nær og öðru sinni á tveimur árum, er að hún kveikir í manni löngun til að vita meira um alla þessa sögu. Því greip ég strax að loknum lestri sögulegu skáldsöguna Jón Arason eftir Gunnar Gunnarsson og varð ekki fyrir vonbrigðum með þá bók.
Displaying 1 - 7 of 7 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.