Jón Arason er einn af þessum stóru. JA hefur orðið mörgum höfundum að yrkisefni, t.d. Gunnari Gunnarssyni og Ólafi Gunnarssyni. Biskupinn hefur orðið Ásgeiri Jónssyni hugleikinn og fylgt honum frá barnsaldri. Ásgeir gaf út ljóðmæli JA og skrifað sérdeilis góðan formála að þeirri bók. Bókin var í miklu uppáhaldi hjá foreldrum mínum.
Í Uppreisn Jóns Arasonar er Jón enginn þjóðhetja. Hann var hallur undir Þjóðverja í stríði þeirra um verslun við Dani hér á landi. Jón vildi sem sagt selja landið Þjóðverjum og freista þess þannig að halda þannig í kaþólskuna. Nú kann ég ekki að segja hvort þetta sé frumleg útlegging hjá seðlabankastjóra.
Þetta er ágæt bók. Hefði getað orðið miklu betri með góðum ritstjóra, sem lagað hefði endurtekningar o.fl.