Jump to ratings and reviews
Rate this book

Stol

Rate this book
Baddi er ráðvilltur ungur maður sem kemur heim til Íslands til að annast dauðvona föður sinn, Hörð. Heilaæxli hefur rænt hann svo mörgu sem áður var sjálfgefið og hlutverk feðganna hafa snúist við. Saman fara þeir akandi á gömlum jeppa út úr bænum, en ferðin er feigðarflan. Hörður er óðum að tapa dómgreind sinni, minni og máli, og Baddi ræður illa við aðstæðurnar og ábyrgðina á ósjálfbjarga föður sínum.

Stol er áhrifamikil saga um dauðann, tímann og lífið; viðleitnina til að halda í minningarnar og nýta tíma sem er á þrotum. Frásögnin er hjartnæm og grípandi en um leið leikandi létt og fyndin, ekki síst lýsingin á höktandi samskiptum feðganna sem þurfa að takast á við glataðar aðstæður – og kveðjast.

195 pages, Paperback

First published January 1, 2021

5 people are currently reading
43 people want to read

About the author

Björn Halldórsson

12 books36 followers
Björn Halldórsson was born in Reykjavík, Iceland, in 1983. He studied English and American Literature at the University of East-Anglia in Norwich and has an MFA in Creative Writing from the University of Glasgow. Along with working as a writer, translator and journalist, he has directed panels at festivals such as the Reykjavík Literature Festival and the PEN World Voices Festival in New York. His short stories have been published by literary journals in Iceland and the UK and have also appeared in translation in English, German, Italian and Hebrew. His first book, a short story collection titled Smáglæpir (Misdemeanours), was published in 2017. His second book, Stol (Route 1), a novel, was published in early 2021 by Forlagið. He lives in Reykjavík with his wife.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
33 (30%)
4 stars
52 (48%)
3 stars
22 (20%)
2 stars
0 (0%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 10 of 10 reviews
Profile Image for Mikael Lind.
191 reviews62 followers
Read
January 20, 2022
Stol er bók um ferðalag sonar og dauðvona föður og sagan nær að vera hlýleg og sorgleg án þess að detta í gryfju væmninnar. Stíllinn í bókinni minnir á köflum á bandaríska indí-mynd þar sem ekki mikið gerist á yfirborðinu en margt leynist undir því. Samtölin á milli sögupersónanna virka þar eins og einhvers konar "whodunnit" dramasins þar sem fleiri og fleiri persónuleg atriði og orsakasambönd koma í ljós því lengra sem haldið er inn í söguna.

Styrkleiki bókarinnar er klárlega hversu trúverðug hún er og þægilega skrifuð. Manni finnst maður nánast sitja í aftursætinu í bílnum þegar feðgarnir ferðast um suðurlandið og fer að finna meira og meira til með Badda því lengra burt frá Reykjavík sem feðgarnir komast. Sennilega er það vegna þess að maður gerir sér strax grein fyrir því að þetta er ferðalag sem getur bara endað á einn veg. Bókin tekur svo óvænta stefnu í lokin og fallegur og áhrifamikill endirinn skilur mikið eftir sér hjá lesandanum.

Mjög vel skrifuð fyrsta skáldsaga.
Profile Image for Heidrun Hauksdottir.
305 reviews13 followers
March 23, 2021
Vel skrifuð; hugljúf og áreynslulaus saga og góð framvinda. Minningar hellast yfir söguhetjuna þegar hann snýr aftur til Îslands þegar faðir hans er dauðvona. Samskipti þeirra hafa verið gloppótt í seinni tíð og sonurinn fær tóm til að rifja upp fortíðina og tengjast föður sínum á ný meðan minni hans og líf gengur til þurrðar.
Profile Image for Thorfinnur Skulason.
2 reviews
February 26, 2021
Vel skrifuð bók um efni sem mér venjulega leiðist, sumsé sögur sem hafa sjúkdóma og erfiðleika þeim tengdum sem aðalsöguefni. Höfundur nær með næmri persónusköpun að gera efnið áhugavert. Stígandi er í bókinni sem nær meiri tökum á manni eftir því sem sögunni vindur fram.
Profile Image for Katla Lárusdóttir.
349 reviews1 follower
March 28, 2021
Fljótlesin en þétt, falleg og átakanleg á sama tíma um lífið og ósögðu hlutina.
Profile Image for Signy Valgardsdottir.
67 reviews2 followers
June 16, 2024
Óþarflega kunnugleg upplifun, eftir að hafa misst foreldri smám saman á þennan hátt. Fallega skrifuð og sit eftir að hugsa um gamla
Profile Image for Berglind.
Author 2 books10 followers
Read
August 9, 2023
Ágætis ferðasaga um samband veiks föður og sonar sem reyna að bæta samband sitt sem hefur ekki verið náið. Sagan er sögð í ávarpi sögumanns til föður síns í annarri persónu en mér fannst það bara trufla frásögnina og fjarlæga mig frá sögunni. Sumt náði mér vel, annað ekki.
Displaying 1 - 10 of 10 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.