Jump to ratings and reviews
Rate this book

Málsvörn

Rate this book
Jón Ásgeir Jóhannesson vakti ungur athygli er hann stofnaði ásamt föður sínum lágvöruverðsverslunina Bónus. Neytendur tóku fyrirtækinu strax tveim höndum enda varð þeim feðgum verulega ágengt við að lækka verðlag á daglegri neysluvöru og bæta þannig lífskjör landsmanna.

Jón Ásgeir varð brátt atkvæðamikill í íslensku viðskiptalífi og tók jafnframt að hasla sér völl erlendis, ekki síst í Bretlandi, þar sem fáum duldist að kominn var fram á sviðið maður sem hafði einstaklega glöggt auga fyrir álitlegum fjárfestingakostum í smásölu þar í landi.

Hin mikla velgengni hér heima setti valdahlutföll óumflýjanlega í uppnám og fyrr en varði sneru gömlu valdaklíkurnar vörn í sókn með sjálfan forsætisráðherra í broddi fylkingar. Í tæpa tvo áratugi mátti Jón Ásgeir sæta stöðugum ákærum ríkisvaldsins en hlaut þó aldrei dóm sem orð var á gerandi. Meðfram dómsmálum hefur hann stöðugt verið í skotlínu, jafnt í almennri umræðu og á götum úti. Hápunkti náðu þessar ofsóknir í hruninu þegar margir vildu gera Jón Ásgeir ábyrgan fyrir öllu því sem orðið hafði landi og þjóð til ógæfu.

Einar Kárason fer í saumana á þessari makalausu sögu og byggir frásögnina á samtölum við fjölmarga af nánustu samstarfsmönnum Jóns Ásgeirs, innlenda og erlenda, auk þess að draga saman það sem sagt og ritað hefur verið um manninn af velunnurum og fjandvinum. Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er tímabært uppgjör í sögu viðskiptamógúls sem hafði um 55 þúsund manns á launaskrá þegar mest var.

411 pages, Paperback

First published January 1, 2020

16 people are currently reading
24 people want to read

About the author

Einar Kárason

41 books40 followers
After finishing highschool in 1975, Einar studied literature at the University of Iceland, graduating in 1978. He worked a number of part-time jobs during his studies, but since 1978 Einar has been a full time writer.

He sat on the board of the Writer's Union of Iceland from 1984 to 1986, was vice-chairman from 1986 to 1988 and chairman from 1988 to 1992. He has been one of the board members of the Reykjavík International Literary Festival since 1985.
Einar Kárason started his writing career by publishing poetry in literary magazines in the years 1978 – 1980, and his first novel, Þetta eru asnar Guðjón (These Are Idiots, Guðjón), appeared in 1981. He is best-known for his trilogy about life in one of the post war "barracks neighbourhoods" of Reykjavík, Þar sem djöflaeyjan rís (Where Devil's Isle Rises), Gulleyjan (The Isle of Gold) andFyrirheitna landið (The Promised Land). The second book received the DV newspaper's Literature Award in 1986, and was also nominated for the Nordic Council's Literature Prize, and the third was nominated for the Icelandic Literary Prize in 1989. The trilogy has been adapted into a stage play and a film.
Einar Kárason has also published short stories, children's books and travel books. He lives in Reykjavík andis married with four daughters.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
12 (15%)
4 stars
35 (43%)
3 stars
25 (31%)
2 stars
8 (10%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 4 of 4 reviews
Profile Image for Hertha Kristín.
61 reviews2 followers
September 23, 2025
Mjög áhugaverð og ég lærði fullt á að lesa þessa (og fannst hún furðu skemmtileg) en hún ber svo sannarlega nafn með rentu. Það er alveg skýrt í frásögninni að Jón Ásgeir er fórnarlamb hrunsins og Davíð Oddsson sé vondi gráðugi kallinn. Hvort að það sé rétt söguskoðun eða ekki ætla ég ekki að fara að leggja dóm á en ég væri til í að lesa eitthvað svipað frá annari hlið málsins og bera saman bækur.
2 reviews3 followers
February 18, 2021
Bókin er skemmtileg aflestrar, fer vel yfir sjónarhorn Jóns Ásgeirs í gegnum ris og falls viðskiptaveldis hans.
Profile Image for Daníel Hjö.
17 reviews
November 19, 2025
Þessi bók verður að fá fimm stjörnur af því ég kláraði hana á tveimur dögum. Annan daginn las ég svona 75 bls en hinn daginn las ég svona 300 bls og þá fá bækur bara auto fimm. Ef þetta væri ekki epic bók þá hefði ég ekki nennt að lesa svona mikið.
6 reviews1 follower
June 20, 2022
Það er auðvelt að verja mann ef frásögnin er einhliða
Displaying 1 - 4 of 4 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.