Fróðleg og góð lesning. Gefur ágæta innsýn í valdatíð Katrínar miklu og um leið stöðuna í Rússlandi og víðar á valdatíma hennar. Uppfyllir alveg það yfirlýsta markmið höfundar að vera upplýsandi og læsileg fremur en sagnfræðileg heimild. Mæli hiklaust með bókinni fyrir þá sem vilja kynna sér sögu þessarar merku konu á aðgengilegan hátt án þess að fara alltof mikið í dýptina.
Mjög vel skrifuð og fróðleg bók sem leynir á sér, kannski vegna þess að hún er bara gefin út í kilju. Þessi bók hefði tvímælalaust mátt koma út sem harðspjalda bók í stærra broti og ég saknaði þess að ekki voru í henni neinar myndir. Bókin vekur manni forvitni um að lesa meira um alla þessa sögu. Katrín var stórmerkileg kona.