Jump to ratings and reviews
Rate this book

Í miðju mannhafi

Rate this book
Átta smásögur úr samtímanum, litaðar hlýju, húmor, angurværð og hreinskilinni nálgun á karlmennsku: Örþrifaráð til að safna skeggi, óbærilegt stefnumót og hvernig má niðurlægja aðra í góðu gríni.

110 pages, Paperback

First published January 1, 2021

2 people are currently reading
60 people want to read

About the author

Einar Lövdahl

4 books3 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
36 (29%)
4 stars
64 (52%)
3 stars
23 (18%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 8 of 8 reviews
Profile Image for Pétur Marteinn Urbancic Tómasson.
131 reviews10 followers
May 9, 2021
Þegar maður klárar smásagnasafn í einni atrennu eru það fimm stjörnur. Hver einasta saga skilur mann eftir með einhverja tómleika- eða söknunartilfinningu sem fær mann til að vilja lesa næstu sögu strax, sem gerir manni svo það sama. Frábærlega skrifuð.
Profile Image for Hákon Gunnarsson.
Author 29 books162 followers
December 25, 2021
Í miðju mannhafi er safn 8 smásagna um ungt fólk. Verkið er heildstætt, sögurnar er sterkar, vel skrifaðar og snúast allar um söknuð eða særindi. Þar sem þetta er fyrsta skáldverk höfundar finnst mér það gefa góð fyrirheit. Af einhverjum ástæðum fékk ég nokkrum sinnum á tilfinninguna að það væri verið að reyna að tikka í rétt box hérna, en það breytir því ekki að þetta er allt vel gert. Síðasta sagan snerti mig mest.
Profile Image for Ásta Melitta.
322 reviews3 followers
June 11, 2021
Bókin samanstendur af átta smásögum, sem snúast í flestum tilfellum um atburði í lífi ungs fólks í Reykjavík samtímans. Fjallað er sambönd, vini og samskipti og munu sumar sögurnar sitja áfram í mínum huga. Sögurnar renna vel í lestri og finnst mér þetta vera góð fyrsta bók höfundar.
Profile Image for Vigfús Rúnarsson.
5 reviews1 follower
September 2, 2021
Gleypti þessa skemmtilegu bók í einni atrennu. Næm, yndisleg og á köflum ljúfsár. Mæli með!
Profile Image for Thorfinnur Skulason.
2 reviews
May 19, 2021
Flott frumraun höfundar. Vel skrifaður stíll og mannleg taug í sögum. Oft skemmtilegar senur og sviðsetningar. Sögurnar höfðuðu þó misvel til mín en saga um skeggmeðferð í skúr í Kópavogi og raunir líkbrennslumanns þóttu mér bestar.
13 reviews
November 9, 2021
Dásamlegar smásögur úr lífi ungs fólks nútímans. Vel skrifuð bók sem vekur upp margar tilfinningar.
Profile Image for Sigyn Jara.
6 reviews3 followers
October 23, 2023
Vá, svo hjarnæm og falleg og óvænt á sama tíma. Góðir endar á hverri sögu. Alveg frábær bók.
Displaying 1 - 8 of 8 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.