Daginn sem kærastinn yfirgefur Rakel fer tilvera hennar á hvolf. Áfallið er mikið því Rakel, sem ólst upp við erfiðar aðstæður, hefur ekkert samband við fjölskyldu sína og á fáa vini. En þegar hún óttast að vera að missa tökin fær hún óvænta heimsókn.
Að telja upp í milljón er áhrifarík saga um flókin fjölskyldutengsl, áföll og samskiptaleysi en líka um ástina og lífið.
Mæli hjartanlega með Að telja upp í milljón eftir Önnu Hafþórsdóttur, sem var að vinna Nýjar raddir, handritakeppni Forlagsins. Bókin fjallar um unga konu sem stendur frammi fyrir sambandsslitum og neyðist til að gera fortíðina upp. Viðfangsefni bókarinnar eru alvarleg (móðurhlutverkið, áföll sem erfast) en frásögnin er léttleikandi og bráðfyndin og ég hló oft: góður kokteill.
Afbragðsbók og feiknavel skrifuð. Eini galli bókarinnar er sá að hún er of stutt og væri virkilega gaman að fá að vita meira um afdrif þessarar mjög svo áhugaverðu fjölskyldu. Nýr uppáhaldshöfundur!
Kom virkilega á óvart. Ótrúlega fyndin og spennandi, held ég hafi ekki upplifað það áður með vandamálabækur. Og þessi saga er sannarlega um vandamál - fjallar um mjög brotna fjölskyldu og margt mjög flókið og erfitt í samskiptum allra. Get ekki sagt að ég hafi tengt við aðalsögupersónurnar, þess vegna var svolítið skrítið að þær voru rammíslenskar og nútímakonur í Reykjavík.
Frábær frumraun hjá Önnu Hafþórsdóttur. Skemmtilegur ritstíll - svona eins og hún hafi náð að grípa hugsanaflaum og setja beint á blað. Ekta bók til að spóla sig í gegnum á rigningar helgi
Frábært bók. Ég kláraði hana á tveimur dögum og átti erfitt með að leggja hana frá mér. Listilega farið fram og til baka í tíma og heldur manni við allan tímann.
Þessi er ótrúlega góð. Vel skrifuð og hnitmiðuð. Átakanleg saga um afleiðingar afskiptaleysis. Þessi saga opnar augun fyrir því hvað sumir alast upp við erfiðar aðstæður. Mæli með henni.
Bókin fjallar um Rakel sem hefur alist upp hjá geðveikri móður og myndar aldrei tengsl við aðrar manneskjur fyrr en hún eignast langtíma kærasta. Þegar slitnar upp úr sambúðinni hjá Rakel þá missir hún stjórn á lífi sínu. Mjög góð bók, samtímasaga sem gerist á Íslandi. Frekar átakanleg þannig að ég mæli með að vera í góðu jafnvægi þegar lesturinn er hafinn. Það var eitt tæknilegt atriði í bókinni sem mér fannst ekki ganga upp, veit ekki hvort um er að kenna skorti á rannsóknarvinnu hjá höfundi eða hvort verið sé að hlaða upp í sprengju í framhaldsbók. Þið hafið bara samband og spyrjið mig út í þetta ef þið hafið lesið bókina! :)
sick and twisted in a way en góð bók samt sem áður. rakel er með mjög mikið trauma sem hún þarf að díla við því hún var alveg bullandi neglected í æsku. fíla enga karaktera í bókinni en maður þarf að læra að lesa um unlikeable characters. ég var smá rooting for rakel en hún er...... a piece of work or sumn. i dont like her. okei anyway fokking oþægilegir kaflarnir í kringum kafla 11 þegar hún er eih heima hjá fullorðnum manni í ruglinu. allavega mjög stutt bók en hún fer ekki í reread categoryið mitt.
Þessi greip mig strax á fyrstu blaðsíðunum og ég gat ekki hætt að lesa. Þvílík frásagnargleði! Höfundinum tókst að skrifa um erfiða hluti á ótrúlega léttan og skemmtilegan hátt. Hefði viljað að halda áfram að fylgjast með örlögum Rakelar.
Ég hafði virkilega gaman af því að lesa bókina Að telja uppá milljón. Sagan er skrifuð à mjög hispurslegan hàtt og þrátt fyrir að efnið sé erfitt þà gerir setur höfundur það fram á léttan máta. Flóknum samskiptum lýst - brotin fjölskylda og alls konar flækjur sem byggja upp áhugaverða sögu.