Jump to ratings and reviews
Rate this book

Að telja upp í milljón

Rate this book
Daginn sem kærastinn yfirgefur Rakel fer tilvera hennar á hvolf. Áfallið er mikið því Rakel, sem ólst upp við erfiðar aðstæður, hefur ekkert samband við fjölskyldu sína og á fáa vini. En þegar hún óttast að vera að missa tökin fær hún óvænta heimsókn.

Að telja upp í milljón er áhrifarík saga um flókin fjölskyldutengsl, áföll og samskiptaleysi en líka um ástina og lífið.

167 pages, Paperback

First published January 1, 2021

12 people are currently reading
217 people want to read

About the author

Anna Hafþórsdóttir

3 books22 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
160 (27%)
4 stars
312 (52%)
3 stars
96 (16%)
2 stars
17 (2%)
1 star
7 (1%)
Displaying 1 - 30 of 45 reviews
Profile Image for Fríða Ísberg.
Author 21 books247 followers
May 11, 2021
Mæli hjartanlega með Að telja upp í milljón eftir Önnu Hafþórsdóttur, sem var að vinna Nýjar raddir, handritakeppni Forlagsins. Bókin fjallar um unga konu sem stendur frammi fyrir sambandsslitum og neyðist til að gera fortíðina upp. Viðfangsefni bókarinnar eru alvarleg (móðurhlutverkið, áföll sem erfast) en frásögnin er léttleikandi og bráðfyndin og ég hló oft: góður kokteill.
Profile Image for Katla.
80 reviews13 followers
September 8, 2022
Solid 4,5/5 stjörnum! var mjög hrifin
Profile Image for Jóhannes Kári.
46 reviews
June 24, 2023
Afbragðsbók og feiknavel skrifuð. Eini galli bókarinnar er sá að hún er of stutt og væri virkilega gaman að fá að vita meira um afdrif þessarar mjög svo áhugaverðu fjölskyldu. Nýr uppáhaldshöfundur!
Profile Image for Helena Björk.
17 reviews2 followers
March 26, 2025
Mjög góð en varð fyrir smá vonbrigðum með hvernig hún endaði!!!! :(
Profile Image for Thorunn.
450 reviews
September 7, 2021
Kom virkilega á óvart. Ótrúlega fyndin og spennandi, held ég hafi ekki upplifað það áður með vandamálabækur. Og þessi saga er sannarlega um vandamál - fjallar um mjög brotna fjölskyldu og margt mjög flókið og erfitt í samskiptum allra. Get ekki sagt að ég hafi tengt við aðalsögupersónurnar, þess vegna var svolítið skrítið að þær voru rammíslenskar og nútímakonur í Reykjavík.
214 reviews2 followers
July 5, 2021
Frábær frumraun hjá Önnu Hafþórsdóttur. Skemmtilegur ritstíll - svona eins og hún hafi náð að grípa hugsanaflaum og setja beint á blað. Ekta bók til að spóla sig í gegnum á rigningar helgi
Profile Image for Eva Engilráð.
60 reviews
July 11, 2021
Frábært bók. Ég kláraði hana á tveimur dögum og átti erfitt með að leggja hana frá mér. Listilega farið fram og til baka í tíma og heldur manni við allan tímann.
Profile Image for Ásdís Ósk Valsdóttir.
70 reviews2 followers
June 7, 2022
Þessi er ótrúlega góð. Vel skrifuð og hnitmiðuð. Átakanleg saga um afleiðingar afskiptaleysis. Þessi saga opnar augun fyrir því hvað sumir alast upp við erfiðar aðstæður. Mæli með henni.
Profile Image for Inga Hrund Gunnarsdóttir.
124 reviews8 followers
October 10, 2022
Bókin fjallar um Rakel sem hefur alist upp hjá geðveikri móður og myndar aldrei tengsl við aðrar manneskjur fyrr en hún eignast langtíma kærasta. Þegar slitnar upp úr sambúðinni hjá Rakel þá missir hún stjórn á lífi sínu.
Mjög góð bók, samtímasaga sem gerist á Íslandi. Frekar átakanleg þannig að ég mæli með að vera í góðu jafnvægi þegar lesturinn er hafinn.
Það var eitt tæknilegt atriði í bókinni sem mér fannst ekki ganga upp, veit ekki hvort um er að kenna skorti á rannsóknarvinnu hjá höfundi eða hvort verið sé að hlaða upp í sprengju í framhaldsbók. Þið hafið bara samband og spyrjið mig út í þetta ef þið hafið lesið bókina! :)
Profile Image for Stella Maren.
52 reviews
April 7, 2022
sick and twisted in a way en góð bók samt sem áður. rakel er með mjög mikið trauma sem hún þarf að díla við því hún var alveg bullandi neglected í æsku. fíla enga karaktera í bókinni en maður þarf að læra að lesa um unlikeable characters. ég var smá rooting for rakel en hún er...... a piece of work or sumn. i dont like her. okei anyway fokking oþægilegir kaflarnir í kringum kafla 11 þegar hún er eih heima hjá fullorðnum manni í ruglinu. allavega mjög stutt bók en hún fer ekki í reread categoryið mitt.
Profile Image for Martína.
12 reviews1 follower
March 28, 2023
Þessi greip mig strax á fyrstu blaðsíðunum og ég gat ekki hætt að lesa. Þvílík frásagnargleði! Höfundinum tókst að skrifa um erfiða hluti á ótrúlega léttan og skemmtilegan hátt. Hefði viljað að halda áfram að fylgjast með örlögum Rakelar.
Profile Image for Arndís María.
41 reviews2 followers
July 26, 2021
Ótrúlega góð bók, heldur lesanda ótrúlega vel við efnið.
52 reviews
September 5, 2021
Ég hafði virkilega gaman af því að lesa bókina Að telja uppá milljón. Sagan er skrifuð à mjög hispurslegan hàtt og þrátt fyrir að efnið sé erfitt þà gerir setur höfundur það fram á léttan máta. Flóknum samskiptum lýst - brotin fjölskylda og alls konar flækjur sem byggja upp áhugaverða sögu.
Profile Image for Kollster.
434 reviews17 followers
October 6, 2021
Virkilega góð bók, fannst smá erfitt hvað hún var stutt því ég vildi ekki að hún endaði.
Hlakka til að lesa meira eftir þennan höfund.
13 reviews
November 9, 2021
Vel skrifuð bók sem lætur engan ósnortinn. Skyldulesning fyrir þá sem vinna með fólk og með fólki. Hvað veit maður um fortíð annarra??
Profile Image for Elísa.
Author 1 book4 followers
November 21, 2021
Ofsalega vel skrifuð, léttur stíllinn hæfir viðfangsefninu vel. Í senn sorgleg, fyndin og bjartsýn.
Profile Image for Vala Run.
73 reviews4 followers
January 2, 2022
Mjög auðlesin og skemmtilega tragedísk! Heldur stutt en góð
1 review
April 10, 2022
Áhrifarík bók um flókin fjölskyldutengsl. Er að lesa bókina í leshring, hlakka til að hitta félagana og spjalla um bókina. Vel skrifuð.
Displaying 1 - 30 of 45 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.