Ylfa stendur á brautarpallinum, loksins búin að gera upp hug sinn. Hún verður að komast burt. Undir eins, áður en hann vaknar. Lestin, sem er væntanleg á hverri stundu, mun bera hana fyrsta áfangann á leiðinni heim. Heim í öryggið á Íslandi. Ekkert má koma í veg fyrir að hún komist af stað. Ekki einu sinni þessi óvænti farangur sem hún fær í fangið.
Farangur er grípandi og hrollvekjandi spennusaga eftir Ragnheiði Gestsdóttur, höfund bókarinnar Úr myrkrinu sem kom út árið 2019 og fékk góðar viðtökur lesenda. Þetta er bók sem erfitt er að leggja frá sér fyrr en að lestri loknum.
Ég þóttist búin að finna út að Ragnheiður Gestsdóttir skrifaði bækur mér að skapi en svo er kannski eðlilegt að fólk eigi misgóða daga. Þessi bók er algjör hraðlestur og var allt í lagi í sólinni á svölunum, en mér finnst samt leiðinlegt að láta útskýra svona mikið fyrir mér. Og ég GET EKKI sett mig í spor manneskju sem tæki farangrinum fagnandi ...
Og mamman, Berglind, hét í einum kaflanum Bergljót. Ég hélt að þetta kæmi ekki fyrir lengur.
4,1 - Fín saga og spennandi. Rann ágætlega og er ágætlega lesin á Storytel. Mér finnst hinsvegar Ylfa blessunin vera alveg ótrúlegur auli. Hún aulast áfram og er algjörlega í sínum einkaheimi. Henni finnst t.d. alveg ótrúlegt að einhverjir glæpamenn fari að elta hana uppi út af smaaurum - 12 milljónum. En burtséð frá því þá var sagan spennandi
Ég var stressuð allan fyrsta þriðjunginn. Það á greinilega ekkert rosalega vel við mig að fylgjast með sögu fólks á flótta. Miðjuparturinn sem fylgdi Ástu var áhugaverður og sniðug hugmynd að færa sjónarhornið til þarna og sjá atburðina frá sjónarhorni annarrar manneskju. Síðasti þriðjungurinn var spennandi án þess að vera eins stressandi og svo fyrsti. Bókin er svo sem ekki fullkomin og maður á erfitt með að skilja af hverju sumar ákvarðanir eru teknar en fólk er ekkert alltaf skynsamt.
Eftir að hafa lesið unglingasöguna "40 vikur" eftir sama höfund var ótrúlega gaman að dýfa sér í þessa bók. Skemmtilega ólík verk sem þó fjalla um tengd málefni. Hafði mikla samúð með Ylfu allan tímann og tengi við margar hennar ákvarðanir. Spennustigið alveg viðráðanlegt og endirinn bíður upp á framhald. Algjörlega hægt að mæla með þessari. :-)
Spennandi bók, pirraði mig og heillaði á sama tíma. Ylfa blessunin böðlast einhvern veginn i gegn um ótrúlega heimskulegar ákvarðanir og virðist á köflum ekki vera með eðlilegan þroska fullorðinnar manneskju... en það gleymist því höfundinum tekst að halda uppi spennunni. Endirinn pínu klúðurslegur, en fínasta afþreying.
Bók sem nær manni strax á fyrstu síðunum, en ég get ekki sagt að hún sé vel skrifuð. Frekar eins og höfundur hafi verið að drífa sig að skrifa hana. Mamma Ylfu, aðal sögupersónunnar, heitir Berglind í byrjun bókar en heitir Bergljót í lok bókar og bókin endar eins og höfundur hafi þurft að stytta söguna. Semsagt fínn söguþráður en illa skrifuð saga.
Aðalpersónan Ylfa fer svolítið í taugarnar á mér, hún er látin vera svo mikill einfeldningur að mörgu leiti en samt hélt ég áfram og kláraði bókina. Allt í lagi afþreying en ekki hryllingur eins og mér sýndist af umfjöllun, meira spenna.
Þetta er bara nokkuð vel skrifuð bók, alls ekki löng, byrjar hægt en verður meira spennandi þegar á líður. Þetta er víst fyrsta bókin sem ég les eftir Ragnheiði og satt besta segja þá er ég bara ánægður með þessa fyrstu bók sem ég les eftir hana.
Spennandi bók sem hélt manni við efnið en fannst endirinn smá glataður, eins og hún hafi ekki nennt að skrifa lengur og endað söguna í flýti. Annars fær bókinn samt tæpar 4 ⭐️⭐️⭐️⭐️fyrir skemmtilegan söguþráð!
3 1/2 ⭐️ Góð bók. Skemmtileg og spennandi. Fínn krimmi. Fannst stundum vanta örlítið meiri upplýsingar og ég er enn að bíða eftir því að vita hvort Breki vildi eggin sín steikt öðru eða báðu megin.
Ylfa ákveður að fara frá ofbeldisfullum og drykkfeldum eiginmanni sínum, þegar þau eru á ferðalagi í Þýskalandi. Þegar hún er á lestarstöðinni er hún beðin fyrir tösku af ókunnri ungri konu. Afleiðingarnar verða miklar fyrir Ylfu og lesandinn fylgist með henni takast á við þær. Þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir Ragnheiði og hún hélt mér alveg. Mér fannst samt Ylfa ósköp mikill kjáni á köflum og taka óskynsamlegar ákvarðanir. Endirinn býður upp á framhald. Mamman sem heitir ýmist Berglind eða Bergljót pirraði mig, eins og fleiri. 3,5 stjörnur.