Mæli hjartanlega með Að telja upp í milljón eftir Önnu Hafþórsdóttur, sem var að vinna Nýjar raddir, handritakeppni Forlagsins. Bókin fjallar um unga konu sem stendur frammi fyrir sambandsslitum og neyðist til að gera fortíðina upp. Viðfangsefni bókarinnar eru alvarleg (móðurhlutverkið, áföll sem erfast) en frásögnin er léttleikandi og bráðfyndin og ég hló oft: góður kokteill.