Jump to ratings and reviews
Rate this book
Rate this book
Fátækt fólk, fyrsta bindi æviminninga Tryggva Emilssonar verkamanns, vakti mikla athygli og umtal þegar bókin kom út árið 1976 – fyrir fádæma orðsnilld, persónusköpun og stíl en þó fyrst og fremst fyrir þá sögu sem þar var sögð. Söguna af fátæku fólki á Íslandi fyrir tíma almannatrygginga; þegar hægt var að taka björgina frá barnmörgu heimili vegna þess að kaupmaðurinn þurfti að fá sitt; þegar litlum börnum var þrælað út í vist hjá vandalausum; þegar sjálfsagt þótti að senda hungrað barn gangandi tvær dagleiðir í vondu veðri til að reyna að fá úttekt í versluninni. Frásögn Tryggva af uppvexti sínum, móðurmissi og vondum vistum snemma á síðustu öld hefur engu glatað af styrk sínum og töfrum og á ef til vill ennþá brýnna erindi við okkur nú en þegar hún kom fyrst út. Þorleifur Hauksson hafði umsjón með útgáfunni og ritaði formála.

334 pages, Kindle Edition

First published January 1, 1976

38 people are currently reading
289 people want to read

About the author

Tryggvi Emilsson

5 books4 followers
Tryggvi Emilsson rithöfundur (1902-1993) bjó í Blesugrófinni frá 1947 til 1956. Æviminningar hans eru mikilvæg heimild um líf og baráttu verkafólks á Íslandi á tuttugustu öld en þetta eru bækurnar Fátækt fólk, Baráttan um brauðið og Fyrir sunnan. Þær komu út á árunum 1976 – 1979 og voru tvær fyrstu bækurnar tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
171 (48%)
4 stars
133 (37%)
3 stars
40 (11%)
2 stars
6 (1%)
1 star
4 (1%)
Displaying 1 - 30 of 30 reviews
Profile Image for Björn Brynjúlfur.
84 reviews
June 12, 2021
Einstök innsýn í sögu Íslands frá sjónarhóli óbreyttra borgara. Líður eins og bókin hafi lyft upp tjaldi og ég sé núna mun betur fyrir mér hvernig líf fólks var áður fyrr - alveg þar til fyrir 100 árum síðan. Tryggvi er frábær rithöfundur og virkilega ritfær, svo lesturinn var ekki bara upplýsandi heldur líka skemmtilegur. Eina undantekningin er lengdin; sumir hlutar voru langdregnir og lítið sem engin framvinda átti sér stað í lífi Tryggva í síðustu köflunum bókarinnar. Með þéttari ritstjórn hefði hún auðveldlega fengið fullt hús.
Profile Image for Arnór.
13 reviews22 followers
April 8, 2020
Mögulega besta bók sem ég hef lesið.
Profile Image for Ingvar Steinn Ingólfsson.
40 reviews
January 19, 2025
Það er unun að lesa svona fallega íslensku. Alveg ótrúlega fallega skrifuð! Var heillengi með hana en þetta er bók sem maður þarf að lesa í köflum og pásum til að melta. Höfundur lýsir svo miklu striti og basli og hörmungum en algjörlega laus við að spila sig sem eitthvað fórnarlamb.
141 reviews
April 2, 2017
Frábær bók, ótrúlegt málfar og á köflum virðist sem drengurinn sé runninn saman við náttúruna - slík er tilfinningin í lýsingum á upplifun hans af umhverfinu. Hvar sér maður setningar eins og "Allt í kringum Gil voru hjarnfannir og svellalög að sjatna í þíðunni, jörðin dró andann með ekkasogum sem þrengdu sér upp móti deginum ... nú vissi ég að dalurinn hafði grátið í skammdeginu af kvíða fyrir löngum vetri og af ótta við frost og fannir ..." Það eru endalaust margar lýsingar á landinu, himingeimnum, gróðrinum, dýrunum, grjótinu og öllu sem fyrir augu ber sem lýsa svo ótrúlegri tengingu við drenginn sem aldrei hafði upplifað neitt í mannheimum nema hungur og vinnuþrælkun. Mér fannst líka mjög fróðlegt að lesa söguna með tilliti til staðsetningar, hér er ég að læra um mitt umhverfi sem ég þekki ekki mjög vel.
Profile Image for Arnar Gunnarsson.
4 reviews9 followers
January 19, 2022
Frábær bók, fyrri hlutinn þó töluvert eftirminnilegri. Sérstaklega góð lesning í sóttkví með tvö börn liggjandi í ælupest. Fyrir lestur vorkenndi ég mér allsvakalega en eftir lestur er ég þakklátur guði fyrir að búa í vel hituðu húsi með nægt aðgengi að kaffi og drykkjarvatni.

Og já, þessi bók ætti að vera skyldulesning fyrir alla Íslendinga.
Profile Image for Ingólfur Halldórsson.
263 reviews
June 11, 2021
Algjörlega frábær bók sem mun sitja í mér um ókomna tíð. Alls ekki fullkomin aflestrar, en orðsnilldin er einstök og hef ég aldrei komist betur í kynni við örbyrgð Íslendinga heldur en hér. Það væri ekki erfitt að ræða þetta öndvegisrit í margar kvöldstundir og hún ætti sannarlega að vera skyldulesning fyrir alla Íslendinga.
Profile Image for Sigga Lára.
21 reviews
March 7, 2012
Ein besta bók sem ég hef lesið er aldrei eftir að hverfa af topp 5 listanum mínum :)
Profile Image for Erna Lea Bergsteinsdottir.
2 reviews
December 24, 2022
Mögnuð bók um erfiðan veruleika íslendinga fyrir ekki svo löngu sem allir ættu að lesa. Stéttaskiptingin, kúgunin og lífsbaráttan er virkilega áþreifanleg og gefur góða innsýn inn í líf fátækra íslendinga á þessum tíma. Ég var ekkert að flýta mér með hana þar sem hún er frekar hæg á köflum, langar lýsingar af veðri og slíkt, en eins og segir í bókinni snérist lífið um veðrið á þessum tíma svo maður fer alveg inn í vibeið. Tenging mannsins við náttúruna er rosaleg og henni lýst svo fallega af Tryggva sem er frábær penni.
23 reviews1 follower
July 12, 2022
Mjög gott, lætur mann kunna betur að meta sitt nágrenni og náttúruna. Auðvitað er fátæktin yfirþyrmandi á þessum tímapunkti lífs Tryggva eins og titillinn gefur til kynna. Enginn flótti í sýn og fátækt fólk hvert sem litið var. Góð áminning að aðgangur að aðgangur að næstu máltíð og góðu hreinlæti er ekki sjálfsagður. En ekki er allt vonlaust og náttúran, dýrin og fólkið í kring gera annars óbærilega tilveru þolanlegri.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Binni Erlingsson.
300 reviews3 followers
January 28, 2023
Þetta finnst mér ein merkilegasta Íslenska bók sem ég hef lesið. Það eru aðeins rúmlega 100 ár síðan Tryggvi smalaði lömbum á táningsaldri en þær framfarir og breytingar sem hafa orðið á Íslensku samfélagi síðan þá eru í raun ótrúlegar. Ísland var grimmt samfélag sem einkenndist af hörku, baráttu og kulda.

Lýsingar á fátæktinni eru sláandi og eitthvað sem má ekki gleymast. Margir í kynslóðunum á undan okkur lifðu við þessar aðstæður. Býst ég við að á öldunum á undan hafi þetta verið enn erfiðara með vistarböndum, ofsóknum, kulda og trúarofstæki. Ísland var ekki þægilegt land að búa í og lítil rómantík sem ég sé við lífsviðurværi og hætti fólks fyrr á öldum, en það er samt mjög áhugavert að lesa um þessa tíma.

Eitt sem gerir þessa bók svo merkilega er tíminn sem hún gerist á. Tryggvi er unglingur í gegnum frostaveturinn mikla, Kötlugos og Spænsku veikina. Einnig er Tryggvi mjög hæfur penni. Hann er fullur af rómantík til lífsins og landsins og lýsir stöðum, fólki og aðstæðum á einstakan hátt.

Fyrri hluti bókarinnar er með því allra besta sem ég hef lesið á Íslenska tungu, þar sem farið er í æskuár Tryggva. Seinni hlutinn dettur svolítið í meira rómantískar lýsingar á dölum og náttúru ásamt skemmtilegur sögum af Öxnadalsfólki. Allt er þetta samt áhugavert og bókin á skilið allar þær stjörnur sem ég get gefið henni.
61 reviews
June 27, 2025
Virkilega vel skrifuð og falleg bók. Maður lifir sig gjörsamlega inn í líf fátæks drengs á Norðurlandi í byrjun 20. aldar og maður fyllist þakklæti fyrir allt sitt. Um leið sýnir bókin manni mismunandi lífsviðhorf sem er hægt að hafa þrátt fyrir bág lífskjör eða samfélagsstöðu. Tryggvi og mamma hans héldu t.a.m. í lífsgleðina og vonina sama hvað.


“Í Hamarkoti náði fátæktin aldrei inn að hjartanu, foreldrar mínir voru bæði glaðlynd og þrekmikil, þau voru ljóðelsk og söngvin og þó skuggarnir væru nokkuð ágengir þá fengu þeir aldrei að teygja sig svo langt að myrkrið yrði samfellt, þau reyndu að greiða hverjum sitt og skuldasöfnun var engin, yfirvöld staðarins voru því í nokkurri fjarlægð og á meðan áttu þau sjálf rétt á að gleðjast yfir litlu.”

“Út úr þessu myrkri steig íslenska þjóðin fátæk og fákunnandi en svo lífseig og þjálfuð að þola að hún mun lifa í landinu.”
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
May 3, 2020
Þetta tímamótaverk Tryggva Emilssonar er algjörlega stórkostlegt en á sama tíma mjög erfitt aflestrar því það er ekki auðvelt að fylgjast með svo mikilli fátækt eins og þarna er lýst. Börn alast vissulega enn upp í fátækt og sum þeirra eru örugglega stundum svöng en það að þurfa að vinna myrkranna á milli, glorsoltinn, er sem betur fer liðin tíð hér á Íslandi. Okkur er sant sem áður hollt að minnast þess hversu stutt er í raun síðan þetta var raunveruleiki svo margra og við þurfum að passa að það verði það ekki aftur.
Profile Image for Siggeir.
75 reviews2 followers
June 24, 2022
Þetta er vissulega alveg mögnuð bók og ótrúleg innsýn í líf fátækra Íslendinga í upphafi 20. aldar. Lýsingar Tryggva eru á köflum alveg magnaðar og láta fáa ósnortna. En bókin er líka svolítið löng með mörgum köflum sem eru lítið annað en upptalningar á landslagi og ábúendum í sveitinni sem skilja lítið eftir sig. Ég held að það ættu samt allir að lesa hana og átta sig á hver bakgrunnur stórrar hlutar þjóðarinnar er og hversu langt við erum komin frá þessum raunveruleika á einni mannsævi eða svo.
Profile Image for Hugrún Hanna.
21 reviews
January 5, 2021
Bókin byrjar mjög vel og er einstök innsýn inn í líf fátækra íslendinga við byrjun 20 aldar. Viðburðarrík saga og sérstök. Orðaforðinn er lygilega góður gegn um alla söguna og frásagnarhæfileikarnir miklir. Sagan verður hins vegar því miður leiðinlegri því lengra sem dregur og aðallega einhvers konar umhverfislýsingar og ég átti erfitt með einbeitingu og var lengi að klára bókina. Hún fær hins vegar 4 stjörnur bara fyrir ríkan orðaforða.
19 reviews
January 18, 2024
Bókin er einstök heimild um líf fólks í byrjun 20. Aldar. Frásögnin er ekki eingöngu fróðleg heldur skemmtileg, spennandi og tilfinningarík.

Það sem dregur aðeins frá bókinni eru síðustu kaflarnir þar sem líst er óáhugaverðum atburðum á frekar langdreginn hátt að mínu mati.

Alger skyldulesning samt sem áður fyrir alla Íslendinga.
Profile Image for Jóhannes Kári.
46 reviews
April 14, 2019
Stórkostleg bók, raunar ein besta bók sem ég minnist þess að hafa lesið hin síðustu ár. Hef aldrei lesið jafnlifandi náttúrulýsingar eins og hér og allur lesturinn er á við kennslubók í notkun íslenskrar tungu.
Profile Image for Frimann Gudmundsson.
269 reviews2 followers
April 27, 2020
3,5/5 stjörnum.

Áhugaverð framsaga af virkilega erfiðum lifnaðarhætti upp úr aldamótunum 1900. Þægilega skrifað og auðlesið en efnistökin á nokkrum stöðum þurr.

Mæli með þessari lesningu, til að gera sér grein fyrir því hve stutt er síðan þessi tími og lifnaðarháttur var.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Ása.
97 reviews5 followers
May 12, 2020
Átakanleg saga sem á eftir að lifa með mér lengi. Ég þurfti stundum að taka mér hlé frá lestrinum því tilfinningarnar báru mig ofurliði. Það er ótrúlegt að hugsa til þess hve margt hefur breyst á undanförnum 100 árum. Ég mæli eindegið með þessari bók, sérstaklega fyrri hluta hennar.
1 review
Read
October 26, 2020
Stórmerkileg bók um ævi manns sem fæddist ekki beint með silfurskeiðina í munninum. Sagan lýsir ótrúlegri þrautseigju dregns og hvernig honum tókst að lifa við nöturlegar kringumstæður husbænda og hjúa. Lýsingin er samt svo falleg og einstaklega eftirminnileg.
34 reviews
June 28, 2025
Miklar og sannar aldafarslýsingar. Velti fyrir mér hví fólk ungaði svona miklu út sem gerði lífið svo sárt og barnanauð má kalla þetta. Það er svo stutt síðan að heilu barnaflokkarnir fóru á sveitina og urðu ómagar við það að missa þó ekki nema annað foreldrið.
Profile Image for Helga.
6 reviews
September 7, 2020
Ótrúleg bók. Lýsir svo vel stöðnuðu samfélagi á Íslandi fyrir rétt rúmum 100 árum. Mannvonska gagnvart fátækum og börnum.
Profile Image for Anna Karen.
192 reviews8 followers
September 9, 2020
Þessi bók kom mér á óvart. Ég bjóst við miklu en hún fór langt fram úr öllum mínum væntingum.
Profile Image for Ester.
40 reviews1 follower
August 20, 2021
Átakanleg ævisaga. Sýnir vel hvernig þeir fátækustu höfðu það við byrjun seinustu aldar
Profile Image for Kamilla Guðmundsdóttir.
2 reviews
November 29, 2021
Allir ættu að lesa þessa dásamlegu og tregafullu bók á árlega. Samfélagið væri líklega aðeins heilbrigðara fyrir vikið.
Profile Image for Einar Jóhann.
313 reviews12 followers
January 7, 2018
Frábær bók. 4.5/5. Draflastaðakaflinn, álfamærin og þáttur hálfsystur Tryggva hreyfðu við mér. Vonandi eru hinar bækurnar jafngóðar og af sama meiði og þessi. Hlakka til að lesa hana aftur.
Profile Image for Ásta Ha..
69 reviews1 follower
November 3, 2013
Fín sagnfræðileg heimild um lífskilyrði fólks í byrjun 20. aldar.
Eilíf vinna, hungur og kuldi virðist hafa gegnsýrt líf fólk á þessum tíma. Það átti allt undir góðu veðri og lítið mátti út af bregða svo að fjölskyldan sundraðist ekki. Bók sem verður lengi í minnum höfð þrátt fyrir að vera nokkuð lengdregin og útúrdúra söm.

Ólíklegt getur þó talist að höfundur hafi fundið mikið af Sóleyjum í júní og hlýtur hann hér að eiga við Túnfífla sem eru einkennandi blóm á þessum árstíma en seinni hluta sumars eru Sóleyjar ríkjandi og er þá Túnfífillinn löngu orðin að bifukollum.
Profile Image for Sigrun.
11 reviews2 followers
February 24, 2018
Fróðleg saga um baráttu forfeðra okkar við hunguvofuna í þessu harðbýla landi. Við höfum sem betur fer komist langt á síðustu árhundruðum.
Displaying 1 - 30 of 30 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.