Umfjöllun geymir átta snjallar og bráðskemmtilegar sögur úr smiðju Þórarins Eldjárns. Sögurnar eru úr fortíð og samtíð, stuttar og langar, sögupersónur eru eftirminnilegar og umfjöllunarefnin fjölbreytt: Sagt er frá starfi eftirlaunaþega á þjóðháttasafni, afdrifaríkri sjóferð á átjándu öld, bobbspili og bílaþvotti, sjálftölurum og sviðstúlkun, Þórði malakoff og Ágústi Strindberg – og ljóstrað upp um eitt og annað sem legið hefur í þagnargildi.
Þórarinn studied literature and philosophy at the University of Lund in Sweden between 1969 and 1972, Icelandic at the University of Iceland 1972-1973, and completed a phil.cand. degree in literature at the University of Lund in 1975. Þórarinn lived in Stockholm from 1975 to 1979 and spent a year in Canterbury in 1988-1989. Since 1975 Þórarinn has worked as a writer and translator. He has published a number of poetry collections, short-story collections and novels as well a translating fiction for adults and children from English and the Scandinavian languages. Among them are novels by Göran Tunström, and Lewis Carroll's Alice in Wonderland. Together with his sister, the artist Sigrún Eldjárn, Þórarinn has published a number of poetry books for children, and many of them have received various awards. Þórarinn's fiction has been translated to other languages, his novel Brotahöfuð (The Blue Tower) has appeared in several languages, including English and French and was nominated to the IMPAC Dublin award in 2001.
Þórarinn Eldjárn er einn besti smásagnahöfundur landsins. Hef alltaf haft gaman af smásögum. Stuttar vel dregnar myndir af atburðum og persónum. Mátuleg kvöldlesning ein saga. Skemmtilegar sögur. Mæli með henni.
Ég er almennt ekkert mikið fyrir smásögur og hef oft þurft að þræla mér í gegnum smásagnasöfn sem eiga að þykja frábær. Sögur Þórarins Eldjárn eru undantekning — það er alltaf gaman að lesa þær. Stundum hitta þær algjörlega í mark og stundum sit ég og hugsa um hvað höfundar var að reyna að segja mér. En það er bara fínt. Maður á að þurfa að hugsa aðeins þegar maður les smásögur. Í þessari bók fannst mér almennt séð styttri sögurnar skemmtilegri og áhugaverðari en þessar tvær lengri. Sú sem hittir algjörlega í mark er auðvitað sagan um sjálftalarana. Ég hafði reyndar sjálf einhvern veginn haft á orði að þeir sem eru vanir að tala upphátt við sjálfa sig (eða ímyndaða vini) væru eiginlega mjög heppnir núna því það veit enginn lengur að þeir eru að tala við sjálfan sig. Þórarinn bara orðar þetta betur.