Ung kona vaknar á sjúkrahúsi með höfuðáverka – og hefur auk þess misst minnið. Hún þekkir hvorki tilveru sína né sjálfa sig en fljótlega fær hún á tilfinninguna að eitthvað sé ekki eins og það eigi að vera. Hún leggur upp í ferðalag á vit fortíðar sinnar – viðsjárvert ferðalag þar sem skelfilegir atburðir afhjúpast smám saman.
Unnur Lilja Aradóttir fékk glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir þessa kynngimögnuðu og grípandi sögu þar sem ekkert er sem sýnist. Það eru Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson sem standa að verðlaununum ásamt bókaútgáfunni Veröld.
Ágæt hugmynd að sögu og alveg vel útfærð og allt það. Finnst ekki gaman að lesa samt sálfræðilega spennusögu þar sem maður áttar sig a plottinu strax. Þannig var eila bara að lesa afram að biða eftir að fa þetta ,,WHAT” sem kom aldrei þvi þetta WHAT var eitthvað sem eg var löngu buin að fatta. En goð bok miðað við að um ræðir bok sem vann Svartfuglinn og vonandi munum við bara sja meira eftir þennan höfund og sja skriftarhæfileikann bætast
Skemmtilega öðruvísi spennusaga. Bókin fékk Svartfuglsverðlaunin núna 2021 sem besta frumraun höfundar á sviði spennusagna og er Unnur Lilja vel að þeim komin. Virkilega spennandi og kemur manni oft á óvart. Ég hefði kannski viljað sjá hana aðeins styttri og lausa við endurtekningar. Fílaði mjög ádeiluna á sértrúarsöfnuði og öfgatrú. Vel gert!
Nýr höfundur sem fékk Svartfuglinn sem besta nýja sakamálasagan. Ekki lögreglurannsókn heldur hvað á ég að segja, sjálfskoðun, skoðun á mannlegu eðli? Hver er glæpurinn? Hver er þolandi? Hver er gerandi? Mjög góð bók og ég vona að höfundurinn verði skrifi margar skáldaögur íframtíðinni.
Ung kona vaknar á sjúkrahúsi með höfuðáverka – og hefur auk þess misst minnið. Hún þekkir hvorki tilveru sína né sjálfa sig en fljótlega fær hún á tilfinninguna að eitthvað sé ekki eins og það eigi að vera. Hún leggur upp í ferðalag á vit fortíðar sinnar – viðsjárvert ferðalag þar sem skelfilegir atburðir afhjúpast smám saman.
Virkilega áhugaverð bók með ádeilu og vendingum. Endirinn kom ánægjulega á óvart. Eitt það besta við þessa bók er að við fáum sjaldan svona sögumann og ég get ekki sagt meira um það án þess að spulla fyrir öðrum. Góð bók og ég mun lesa fleiri eftir þennan höfund.
Mjög áhugaverð saga, og mjög spennandi. Kemur sífellt á óvart að mörgu leyti og er öðruvísi sýn á erfiðar og breiskar hliðar mannlegrar tilveru, geðveikinda, trúarofsa og meðvirkni.