Jump to ratings and reviews
Rate this book

Höggið

Rate this book
Ung kona vaknar á sjúkrahúsi með höfuðáverka – og hefur auk þess misst minnið. Hún þekkir hvorki tilveru sína né sjálfa sig en fljótlega fær hún á tilfinninguna að eitthvað sé ekki eins og það eigi að vera. Hún leggur upp í ferðalag á vit fortíðar sinnar – viðsjárvert ferðalag þar sem skelfilegir atburðir afhjúpast smám saman.

Unnur Lilja Aradóttir fékk glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir þessa kynngimögnuðu og grípandi sögu þar sem ekkert er sem sýnist. Það eru Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson sem standa að verðlaununum ásamt bókaútgáfunni Veröld.

310 pages, Hardcover

First published January 1, 2021

5 people are currently reading
65 people want to read

About the author

Unnur Lilja Aradóttir

5 books14 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
37 (11%)
4 stars
159 (48%)
3 stars
102 (31%)
2 stars
25 (7%)
1 star
2 (<1%)
Displaying 1 - 28 of 28 reviews
Profile Image for Fanney Björk Guðmundsdóttir.
81 reviews1 follower
November 19, 2024
Ágæt hugmynd að sögu og alveg vel útfærð og allt það. Finnst ekki gaman að lesa samt sálfræðilega spennusögu þar sem maður áttar sig a plottinu strax. Þannig var eila bara að lesa afram að biða eftir að fa þetta ,,WHAT” sem kom aldrei þvi þetta WHAT var eitthvað sem eg var löngu buin að fatta. En goð bok miðað við að um ræðir bok sem vann Svartfuglinn og vonandi munum við bara sja meira eftir þennan höfund og sja skriftarhæfileikann bætast
Profile Image for Sara Hlín.
468 reviews
October 27, 2021
Skemmtilega öðruvísi spennusaga. Bókin fékk Svartfuglsverðlaunin núna 2021 sem besta frumraun höfundar á sviði spennusagna og er Unnur Lilja vel að þeim komin. Virkilega spennandi og kemur manni oft á óvart. Ég hefði kannski viljað sjá hana aðeins styttri og lausa við endurtekningar. Fílaði mjög ádeiluna á sértrúarsöfnuði og öfgatrú. Vel gert!
Profile Image for Regina Eiriksdottir.
24 reviews
February 6, 2022
Nýr höfundur sem fékk Svartfuglinn sem besta nýja sakamálasagan. Ekki lögreglurannsókn heldur hvað á ég að segja, sjálfskoðun, skoðun á mannlegu eðli? Hver er glæpurinn? Hver er þolandi? Hver er gerandi? Mjög góð bók og ég vona að höfundurinn verði skrifi margar skáldaögur íframtíðinni.
Profile Image for Eva Sóley Sigurðardóttir.
27 reviews2 followers
January 4, 2022
Ung kona vaknar á sjúkrahúsi með höfuðáverka – og hefur auk þess misst minnið. Hún þekkir hvorki tilveru sína né sjálfa sig en fljótlega fær hún á tilfinninguna að eitthvað sé ekki eins og það eigi að vera. Hún leggur upp í ferðalag á vit fortíðar sinnar – viðsjárvert ferðalag þar sem skelfilegir atburðir afhjúpast smám saman.
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
November 2, 2022
Virkilega áhugaverð bók með ádeilu og vendingum. Endirinn kom ánægjulega á óvart. Eitt það besta við þessa bók er að við fáum sjaldan svona sögumann og ég get ekki sagt meira um það án þess að spulla fyrir öðrum. Góð bók og ég mun lesa fleiri eftir þennan höfund.
Profile Image for Kollster.
434 reviews17 followers
October 7, 2021
Glæsileg bók. Allt önnur tegund af glæpasögu heldur en við erum vön. Virkilega vel gert.
Profile Image for Anna Hardardottir.
84 reviews
April 30, 2022
Rosaleg bók sem tók á mig. Ótrúlegt hvernig trúin getur heltekið fólk (hef séð það með eigin augum í mínu starfi). Gat ekki hætt að lesa.
3 reviews
June 8, 2022
Spennandi bók sem hélt mér við efnið.
Fannst hún ekki fyrirsjáanleg
Profile Image for Védís.
19 reviews2 followers
August 31, 2022
Ágætis plott en textinn frekar grunnur og óþroskaður.
Profile Image for Tinna.
13 reviews2 followers
September 17, 2022
Mjög áhugaverð saga, og mjög spennandi. Kemur sífellt á óvart að mörgu leyti og er öðruvísi sýn á erfiðar og breiskar hliðar mannlegrar tilveru, geðveikinda, trúarofsa og meðvirkni.
Profile Image for Frimann Gudmundsson.
269 reviews2 followers
September 25, 2022
Þessi saga er ofsaleg sápuópera, með sína kosti og galla.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Íris Arnardóttir.
172 reviews
May 3, 2023
Athyglisverð bók með góðu plotti. Hélt mér alveg en fannst hún ekkert of spennandi
Profile Image for Eydis Huld.
19 reviews
November 20, 2023
Mjög fyrirsjáanleg, en hélt spennunni því ég var viss um að það hlyti að koma e-ð óvænt í lokin. En það gerðist ekki.
103 reviews
August 5, 2024
Fjandi góð! Flott plott. Heldur næstum alla leið. Aðeins of löngu og dáldið af endurtekningum.
Displaying 1 - 28 of 28 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.