Jump to ratings and reviews
Rate this book

Akam, ég og Annika

Rate this book
Um leið og ég tók við húfunni fann ég fyrir miðanum sem festur hafði verið í hana með hefti. Þakkaði í huga mér fyrir að mamma hafði ekki fundið hana. Ég sneri mér að glugganum og las á miðann.

„Passaðu húfuna þína betur, tíkin þín. Líka hausinn á þér. Láttu Akam í friði. Hann er okkar.“

Hrafnhildur neyðist til að flytja til Þýskalands með fjölskyldu sinni þegar stjúpfaðir hennar fær þar vinnu. Nýi skólinn er mjög strangur og hún saknar pabba síns og ömmu, en aðallega bestu vinkonu sinnar. Þegar hún kynnist hinum krökkunum í skólanum renna hins vegar á hana tvær grímur. Vissulega er erfitt að vera nýja stelpan í bekknum, mállaus og vinalaus, en það virðist vera til verra hlutskipti. Hrafnhildur þarf á öllu sínu hugrekki að halda þegar hún tekst á við áskoranir sem hana hefði ekki einu sinni grunað að væru til. Hverjum getur hún eiginlega treyst? Af hverju vill Annika endilega vera vinkona hennar – og í hvaða vandræðum er Akam?

Óvænt og spennandi unglingabók eftir nýjan höfund.

353 pages, Paperback

Published October 1, 2021

4 people are currently reading
63 people want to read

About the author

Þórunn Rakel Gylfadóttir

4 books3 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
29 (17%)
4 stars
62 (36%)
3 stars
37 (22%)
2 stars
28 (16%)
1 star
12 (7%)
Displaying 1 - 19 of 19 reviews
Profile Image for Halldóra .
3 reviews
January 25, 2022
get ekki hversu dramatísk Hrafnhildur er, nenni ekki að lesa um hana væla
Profile Image for Anna Karen.
192 reviews8 followers
May 1, 2022
Yfirborðsleg, skilur ekki mikið eftir sig... Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við MUN MEIRU eftir allt hrósið sem þessi bók hefur fengið.
Profile Image for Bryndis Thora.
47 reviews
May 21, 2024
Ekki besta bók sem ég hef lesið en verð að viðurkenna að ég gleypti hana algjörlega í mig á sirka þrem klukkustundum.
Profile Image for Jonella Sigurjónsdóttir.
45 reviews1 follower
August 21, 2022
Skemmtileg og fjörug bók sem snertir á mörgum áhugaverðum málefnum. Eiginlega svo mörgum að það er engu líkara en að höfundur hafi haft tékklista sem átti að fara í gegnum … eða varð bara að koma frá sér :-) Allavega, rann létt í gegnum bókina og hafði gaman af.
Profile Image for Sigrún Þorbergsdóttir.
75 reviews
March 16, 2022
Algjörlega frábær bók og svo sannarlega vel að verðlaununum komin. Þessi bók ásamt bókinni Vertu ósýnilegur eru alveg magnaðar og eiginlega skyldulesning.
Profile Image for Aje.
2 reviews
November 3, 2024
Hver breytir einhverri unglingsslúðursögu í bók. Dramatísk gella á snapchat myndi örugglega lýsa þessari sögu betur enn Þórunn.
Profile Image for Hörður Steingrímsson.
1 review1 follower
February 20, 2022
Skemmtileg saga sem hvetur mann til að standa með sjálfum sér og fylgja eigin sannfæringu. Hrafnhildur er skemmtileg persóna sem þarf að þroskast hratt og taka ákvarðanir í nýju landi en það býr meira í henni en maður hefði kannski haldið í upphafi. Eins er Annika skrautleg og lífgar helling upp á söguna. Þetta er eitthvað sem ég vil endilega láta unglingsstelpurnar mínar lesa og tala síðan um bókina við kvöldmatarborðið því boðskapurinn er svo góður. Ég er ánægður með að fá unglingabók sem fjallar ekki bara um kynlíf, eiturlyf, vandamál í kærustuparaheiminum og verslunarferðir í Kringluna. Þetta er alvöru efni.
270 reviews
March 26, 2023
Sem barna og unglingabók er þessi bók mjög góð. Höfundur snertir á málum sem unglingar eru að glíma við. Hvernig á barn að bregðast við þegar einhver setur ljóta mynd af því á netið? Eða ef myndin er nektarmynd. Framkoma við flóttafólk er líka tekin fyrir og réttindi barna byggð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Profile Image for Agnes Ósk.
222 reviews
April 20, 2022
Vel skrifuð og góð persónusköpun. Boðskapur sem er ekki "troðið ofan í mann"
47 reviews1 follower
April 30, 2023
Þessi bók er svo langdregin og allir karekterannir eru svo leiðinlegir myndi ekki mæla með þessari bók!!
Profile Image for Emilia.
5 reviews
October 24, 2023
Boring.. had to read for school.. no backstory and no plot twists.
Profile Image for Helena.
122 reviews1 follower
March 4, 2024
Las þessa bók fyrir skólann hún er ferkar mid
Profile Image for Lenny Pranxter.
6 reviews
January 29, 2025
Hefði frekar viljað sjá söguna frá sjónarhorni Akams. Hrafnhildur er ótrúlega pirrandi. Annika er tilgangslaus.
Profile Image for ♡ YellowBirb.
19 reviews
October 24, 2024
Þetta er afar góð bók. Hún verður meira spennandi því meira sem að maður les og maður skilur betur aðalpersónuna því meira sem að maður kynnst henni. Ég mæli með henni þó að ég er ekki einu sinni búinn með hana! Hahaha
Displaying 1 - 19 of 19 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.