Skáldsagan Olía segir af sex konum á öllum aldri sem samlagast ekki umhverfi sínu heldur rjúfa sífellt endurtekin mynstur og hella olíu á eldinn. Olía er fyrsta skáldsaga höfundahópsins Svikaskálda sem áður hafa getið sér gott orð fyrir ljóðverk sín og margs konar bókmenntauppákomur. Svikaskáld eru skipuð Þórdísi Helgadóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Sunnu Dís Másdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur og Fríðu Ísberg.
Fríða Ísberg is an Icelandic author based in Reykjavík.
Her novel THE MARK won The P.O. Enquist Award, The Icelandic Women’s Literature Prize for Fiction, The Icelandic Booksellers Choice Award, and her short story collection ITCH was nominated for The Nordic Council Literature Prize in 2020.
Fríða is the 2021 recipient for The Optimist Award, handed by the President of Iceland to one national artist. Her work has been translated to twenty languages.
Að mörgu leyti frábær. Hafði smá áhyggjur af fléttunni um miðbik sögunnar en það rættist svo alveg hreint ágætlega úr henni. Fannst fyrsti og síðasti hlutinn bestir.
Virkilega sannfærandi persónusköpunin og fléttan, um hvernig söguhetjurnar tengdust, listilega vel gerð. Ég skellti upp úr nokkrum sinnum þegar ég áttaði mig á hvaða söguhetja ætti næsta kafla, eftir lymskulegar vísbendingar í fyrri köflum. Stórkostleg bók!
Mjög góðar sögur sem tala inn i samtímann, sérstaklega um hvernig sé að vera kona og svo loftslagsvána. Persónusköpunin er frábær, sérstaklega var hún Gerður í uppáhaldi. Sumar sögur eru þó betri en aðrar, sagan um Kristínu leið helst fyrir að vera seint í bókinni og vera of lík mörgu sem á undan kom. Ég myndi samt alltaf segja að þetta væri smásagnasafn heldur en skáldsaga en hvet alla til að lesa það.
Hver persóna er skrifuð af ólíkum höfundum svikaskálda sem gerir bókina mjög margbreytilega og öðruvísi. Allar persónurnar eru á einhvern hátt hrjúfar og eiga samskiptavandræðum við sitt nánasta fólk. Margar sögurnar gerast í framtíðinni og koma inn á loftslagsbreytingar og möguleg áhrif þeirra. Kaflarnir misgóðir en allir frábærir engu að síður og gaman að spá í baksögu karakteranna og því sem liggur á milli línanna. Listilega vel gert.
Áhugaverð skáldsaga af 6 konum sem tengjast en samt ekki. Það sem mér fannst frábært var að hver persóna í bókinni hafði sinn stíl til að segja frá enda allar skrifaðar af sitthvorum rithöfundinum. Þær höfða þar af leiðandi mismunandi til manns og það gerir bókina ekki verri fyrir vikið heldur áhugaverðari.
Til að byrja með: þetta er augljóslega smásagnasafn, ekki skáldsaga. Áhugaverð lesning, sérstaklega fyrir fólk eins og mig sem elskar persónusköpun, en sögurnar virðast ekki leiða að neinu sérstöku. Það að bókin var stutt og þægileg lét mig klára hana, en hún var ekki sérstaklega skemmtileg og skilur ekki mikið eftir sig.
Mér fannst þetta ansi skemmtileg bók, það var gaman að pæla í því hvernig sögurnar tengdust í gegnum karakterana. Sögurnar voru misskemmtilegar, persónurnar voru almennt séð ekki aðlaðandi og sumar virkilega pirrandi. Það voru nokkur þemu sem tengdu sögurnar eins og loftslagsbreytingar, samband mæðra og dætra, feðraveldið og svo olía sem kemur við sögu í öllum sögunum í einhverju formi.
Er mikill aðdáandi smásögunnar. Þessi bók er góð, mismunandi sögur, flestar skemmtilegar og vel skrifaðar. Það voru ekki allar fyrir minn smekk en það er það góða við smásögur að maður getur valið að vilda hvað maður les. :-)
Skemmtilega uppsett bók þar sem hver höfundur semur einn kafla þar sem aðalpersónan er kona. Þær voru mis góðar og var fyrsta sagan sú sem hélt mér mest við. Síðasta var áhugaverð. Hinar á milli ágætar. Þægileg til lestrar og fljótlesin. Mun fylgjast með höfundum í framtíðinni.
3,5 stjörnur. Ótrúlega áhugaverð lesning. Kaflarnir misgóðir og ég held ég þurfi að lesa hana aftur til að skilja tengingarnar betur, líður eins og ég hafi misst af mörgu. En algjört snilldar framtak, vil fá fleiri svona bækur!!
Frábær bók og gaman hvernig sögurnar tengjast. Þær voru misgóðar eins og von er á, en fannst fyrstu og síðustu sögurnar einstaklega sterkar. Mun lesa aftur og melta betur.
Finnst þetta frekar vera smásagnasafn fremur en heildstæð saga - fannst fyrsta sagan áhugaverð, náði alls ekki tengingu við moldarkonuna né loftslagsvástelpuna með nafnspjöldin
sterk flétta, góð samtöl og ágætlega farið með risastór topic án þess að verða predikunni að bráð, oftast. Skörp persónusköpun og snjallar tengingar. Vel gert.