Jump to ratings and reviews
Rate this book

Stórfiskur

Rate this book
Íslenskur hönnuður, búsettur á meginlandi Evrópu ásamt konu og dóttur, fær það verkefni að hanna merki fyrir þekkt sjávarútvegsfyrirtæki. Hann slær tvær flugur í einu höggi og snýr aftur til fósturjarðarinnar til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins og leita sér lækninga við torkennilegu meini sem lagst hefur á hendur hans. Hvoru tveggja tekur ívið lengri tíma en til stóð, í og með vegna þess að hönnuðurinn dvelur bíllaus í smáhýsi rétt fyrir utan Borgarnes.

Stórfiskur fjallar um stóra fiska og minni, í sjó sem og á þurru landi.

256 pages, Hardcover

First published January 1, 2021

5 people are currently reading
26 people want to read

About the author

Friðgeir Einarsson

8 books10 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
12 (20%)
4 stars
27 (45%)
3 stars
14 (23%)
2 stars
6 (10%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 6 of 6 reviews
2 reviews1 follower
January 14, 2022
Ég kann mjög vel við stílbragðið hans Friðgeirs. Prýðileg bók.
Profile Image for Einar Jóhann.
315 reviews12 followers
February 3, 2023
Býsna gott hjá mínum manni. Byggingin er svipuð þeirri sem lesendur þekkja úr Formanni húsfélagsins. Þekktum hlutum og hugmyndum er lýst í þaula án þess að kalla þá réttum orðum og það fær mig alltaf til að brosa. Framtakslaua gúrkan er aftur mætt í aðalhlutverki. Það myndast oft skemmtileg dýnamík í samtölunum, sérstaklega þegar hetjan er á spjalli við framhleypnar týpur sem eru gjörólíkar honum sjálfum,
Meiri agressjón í þessari sögu og auðvitað er verið að lýsa þjóðþekktum manni og umdeildum bransa, sem er athyglisvert.
Profile Image for Soffia.
51 reviews3 followers
December 28, 2021
Mjög heilsteypt og vel hugsað verk. Friðgeir heldur sama stíl og í Fromanni húsfélagsins en í Stórfiski er hann búinn að bæta við stílinn og hljómar afslappaðri. Gráglettinn húmorinn er líkur og í síðustu bók en hér bætist við síbylja sem fyllir mann vanmætti í gegnum aðalpersónuna allan tímann. Mjög flott bók.
Profile Image for Árni Freyr.
92 reviews2 followers
February 4, 2022
Hér er Formaður Húsfélagsins mættur á ný, sama ósjálfbjarga, smáhuga kveifin í aðalhlutverki. Það er samt einhvern veginn meira í húfi í Stórfiski, bæði fyrir sögupersónur og lesendur. Stærri vandamál og tilraun til þess að tækla Stóru Málin sem tekst bara ágætlega. En hún er bara svo djöfulli endasleppt að
Profile Image for Ásdís Ósk Valsdóttir.
70 reviews2 followers
September 2, 2022
Mjög vel skrifuð bók og hélt athyglinni. Fannst persónurnar áhugaverðar en svo varð endirinn í lausu lofti. Fannst öll málin óuppgerð og hreinlega vanta nokkrar blaðsíður í bókina.
Displaying 1 - 6 of 6 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.