Jump to ratings and reviews
Rate this book

Arnaldur Indriðason deyr

Rate this book
Íslenska þjóðin er í áfalli þegar ástsælasti rithöfundur hennar, Arnaldur Indriðason, finnst myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Lögreglumaðurinn landsþekkti, Tómas Tómasson, hefst strax handa við að leita morðingjans, en munu öll kurl komast til grafar? Getur hin staðfasta menningarblaðakona Friðborg Jónsdóttir aðstoðað lögregluna í sínum störfum?

Hvernig tengist hinn mislukkaði rithöfundur Uggi Óðinsson málinu? Hvaða stefnu tekur rannsóknin þegar strákarnir úr 70 mínútum fléttast inn í rannsóknina? Og hvað ætli ógæfukonan Dísa hafi á samviskunni?

262 pages, Hardcover

First published January 1, 2021

18 people are currently reading
235 people want to read

About the author

Bragi Páll Sigurðarson

8 books57 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
97 (14%)
4 stars
265 (39%)
3 stars
208 (31%)
2 stars
71 (10%)
1 star
27 (4%)
Displaying 1 - 30 of 105 reviews
Profile Image for Gunnar Hjalmarsson.
106 reviews21 followers
November 30, 2021
Las þetta kvikindi á tveimur kvöldum (vanur að klára bók á svona mánuði), sem segir sitt um skemmtanagildið. Þetta er smá eins og South Park þáttur (án krakkanna en með einu ömurlegu skáldi), sem gerist á skrumskældu Íslandi. Algjör splatterisirkus, sprenghlægilegur og meinfísinn. Svaka fínt!
Profile Image for Kári Þorkelsson.
39 reviews1 follower
January 16, 2022
Ógeðsleg, fyndin og ógeðslega fyndin. Fer í aðeins of mikla vitleysu í lokin fyrir minn smekk en mæli með henni þrátt fyrir það.
Profile Image for Guðrún Jóhannsdóttir.
23 reviews2 followers
January 5, 2022
Leiftrandi kolsvartur húmor sem er örugglega ekki allra. Bókin er mjög fyndin og á köflum mjög ógeðsleg en ég skemmti mér vel yfir lestrinum
Profile Image for Áslaug Unnsteinsdóttir.
9 reviews1 follower
December 21, 2022
Guð minn almáttugur. Ég var límd við lesturinn á þessu viðbjóðslega listaverki. Uggi væri þó mér hjartanlega ósammála og myndi líklega byrla mér ólifan eða sauma mig saman við kynfærin á öðrum einstaklingi. Ég er orðlaus og í raun agndofa yfir því hvernig nokkrum manni dettur þessi atburðarás í hug og hvað þá gefur hana út. Ég ætla aldrei að lesa þessa bók aftur né mæla sérstaklega með henni. En ég hef ekki hlegið upphátt við lestur í langan tíma. Myndi gefa henni 5 stjörnur en myndi þá valda minni innri manneskju vonbrigðum.

Einnig erum við Bragi víst skyld og nágrannar, kósý.
Profile Image for isabella ros.
7 reviews
January 2, 2024
REVIEWIÐ MITT EYDDIST

sagði eitthvað með að eg hafi verið alltof lengi að lesa.
hun fær 3 þvi hun var ekki alveg 100% my cup of tea. mjög nasty en lika mjög funny.
endirinn var awesome.
Profile Image for Ester.
40 reviews1 follower
December 1, 2021
Fyndin, mjög svartur húmor. Ekki fyrir PC móðgaða lesendur.
Profile Image for Ingibjörg Iða Auðunardóttir.
179 reviews44 followers
January 28, 2022
Ég er búin að bíða eftir nýrri bók eftir Braga Pál í tvö ár - þvílíkur meistari! Mér líður stundum eins og Bragi Páll skrifi bækur sínar bara fyrir mig, þær hitta alltaf þráðbeint í mark. Austur er ein besta bók sem ég hef lesið og Arnaldur Indriðason deyr gefur ekkert eftir. Ólík en á sama tíma alveg í takt við Austur - vesælir karlmenn og sprenghlægilegir og gróteskir atburðir. Bragi Páll kemur svo ferskur inn í senuna og við erum heppin að fá að njóta skrifa hans. Hlakka til að sjá hvað uppáhalds íslenski rithöfundur minn gerir næst!
Profile Image for amanda.
165 reviews20 followers
December 31, 2023
þessi er ógeðsleg og ógeðslega fyndin eins og allir aðrir hafa sagt. hnífbeitt samtíma ádeila sem er skilað á frumlegan máta. ég er bara soldið sjúklega skotin í þessu verki. klaufaskapur og aumingjaskapur morðingjans, sjálfsháð höfundar og hrottalegur viðbjóðurinn gerir mikið fyrir söguna.
Profile Image for Ingólfur Halldórsson.
264 reviews
January 27, 2024
Mér fannst þessi bráðfyndin og skemmtileg, enda þaut ég í gegnum hana á rúmri kvöldstund. Stílbrögðin sem hún hallar sér út í á seinni helmingnum verða þess valdandi að ég held hún skilji ekki mikið eftir sig, en stundum er vel þess virði að lesa eitthvað bara til skemmtunar á meðan það endist.
Profile Image for Magnús Jochum Pálsson.
281 reviews11 followers
August 10, 2024
Aðeins of mikil mannfyrirlitning og sori fyrir mig.

Ákveðin brú milli Austurs og Kjöts en held að mér finnist þessi líka síst, hún er minnst bökuð og sagan hverfur dálítið í skugga ógeðsins og grínsins.

Vissulega mjög fyndin á köflum en það er ekki alveg nógu mikið fyrir mig. Nær góðu flugi þegar Uggi missir vitið og byrjar að drepa en síðan fjarar hún pínulítið út. Fjórða veggs-lausnin í lokin ekki fyrir mig.

Gaman að sjá hvað Kjöt er mikið betri og dýpri.
Profile Image for Sóley.
19 reviews
February 14, 2022
Var einhvern veginn alltaf að bera hana saman við Austur sem sjokkeraði mig svo svakalega, ég skellihló, öskraði og kúgaðist þegar ég las hana. Þannig að núna var ég einhvern veginn miklu tilbúnari og mögulega að vonast eftir smá meira æ tilfinningasjokki? Gore-ið og viðbjóðurinn var til staðar en langaði í aðeins meira tilfinningasjokk sbr. eldri kærustuna í Austur. Og svo fannst mér karakterarnir mögulega aðeins meira relatable í hinni; hér voru allir aðeins of yfirdrifnir fyrir minn smekk. Löggukallinn td, úff mjög vond týpa en of yfirdrifið vond týpa. En annars skemmtileg bók og ég flissaði og ojj-aði vissulega og las í svo til einum rykk, var kannski bara með of miklar væntingar eftir Austur (sem ég hef reynt að pranga inn á ólíklegasta fólk til að lesa).
Profile Image for Alma.
19 reviews3 followers
January 2, 2022
Æi. Bara.... æi. Byrjar þokkalega, stemningin fengin að láni úr Fargo, Blood Simple og öðrum svipuðum Cohen bræðra myndum... missir sig svo gjörsamlega í athyglissýki. Nýtir hugmyndir (og nöfn) annara og klykkir svo út með Human Centipede. Varð fyrir vonbrigðum með seinni hlutann. Klárlega "talent" á ferð, en þarf að treysta meira á sjálfan sig og sínar hugmyndir og aðeins minna á annarra frægð og sjokkeringar. Bragi, þú hefur talentinn, húmorinn.. þú getur svo miklu, miklu betur. Koma svo!
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Jóhannes Kári.
46 reviews
November 16, 2022
Sjaldgæft að rithöfundur dæmi sig sjálfur í eigin bók. "Shock value" bókarinnar er mikið og drekkir því sem höfundur er að reyna að segja.
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
December 7, 2021
Mér finnst hugmyndin frábær en ég bjóst kannski við aðeins meiru því mér finnst Bragi Páll mjög skemmtilegur og ég les alltaf pistlana hans í Stundinni. Margt fannst mér reyndar flott og ég vona að Bragi haldi áfram að skrifa skáldsögur en ég komst að því að húmorinn okkar liggur ekki alveg á sama stað. En það er allt í lagi, mér fannst heldur ekkert fyndið við Seinfeld eða Næturvaktina. Það truflaði mig samt ekkert að mér þætti bókin ekki fyndin því það var ýmislegt annað í henni áhugavert. Það sem var hins vegar verst var að mér fannst Uggi bara svo óþolandi leiðinlegur að ég átti í erfiðleikum með hann. Ég nenni einfaldlega ekki að lesa um leiðinlegt fólk — eða að horfa á það — þess vegna gekk Næturvaktin ekki upp heldur.
Profile Image for Elín Lóa.
49 reviews7 followers
January 11, 2022
Arnaldur Indriðason deyr er skáldsaga full af hrottalegri krufningu á samtímanum og þjóðfélaginu sem við hrærumst í.

Það er erfitt að finna ekki til, þótt ekki sé nema í örskotssstund, með andhetjunni Ugga Óðinssyni. Það bara hlýtur að taka á að hata heiminn og alla í honum svona mikið. Uggi er uppfullur af ofurtrú á eigin hæfileikum en þrátt fyrir það þá gengur ekkert upp hjá Ugga. Hann reynir að komast áfram á hnefanum, þröngva sér, skrifum sínum og skoðunum upp á allt og alla og að lokum kostar það hann meðal annars fjölskyldu sína og son, án þess þó að hann sjái samt samhengið þar á milli.

Það var hressandi að lesa samtímaverk sem á við akkúrat núna. Hvort sem það eru einræður Ugga með dass af óþoli fyrir náunganum og nútímanum, óþolandi en frábæri áhrifavalds-samfélagsspegillinn í löggu Tómasi, sjálfsrýni höfundar eða bara Birgitta Haukdal. Ég frussu hló allavega yfir sögunni og hefði þetta verið bíómynd hefði ég örugglega horft á mörg atriðin í gegnum fingur mér.

Stórt hrós fær líka Björn Stefánsson fyrir frábæran upplestur bókarinnar á Storytel.
Profile Image for Sóley Reynisdóttir.
114 reviews11 followers
June 12, 2025
Vá ég veit varla hvað ég á að segja eftir þennan lestur. Er eiginlega hálf impressed af þessu geðbilaða hugmyndarflugi sem þarf til að skrifa svona bók. Ótrúlega skemmtileg en á sama tíma svo ógeðsleg. Endirinn svakalegur. Skemmti mér konunglega við hlustunina.
Profile Image for Hertha Kristín.
62 reviews2 followers
January 2, 2022
las hana alla í einum rykk! ógeðslega fyndin, ógeðslega psycho og óútreiknanleg, eg vissi aldrei hvert sagan var að fara. klaufalegasti morðingi ever og heimskasta lögga i heimi hahahah. anyways mæli með, hló mjög mikið
Profile Image for Jenný María.
2 reviews4 followers
January 5, 2022
Vibbi en sjúklega áhugaverð og vel skrifuð. Stjarna frá fyrir að láta mig virkilega kúgast á sumum stöðum.

Forsætisráðherra kynsegin icon
Profile Image for Ármann Leifsson.
10 reviews
January 14, 2022
Veislugaman!
Fannst held ég Austur betri en þessi var jafnvel ófyrirsjáanlegri.
Tónn bókarinnar er mjög absúrd og steiktur sem skáldsaga líkt og þessi þarfnast ef hún á að virka. Var mjög efins um lokahluta bókarinnar en fannst hann virka eftir að klára lokakaflann. Byrjaði að leiðast smá eftir að helstu morðum er aflokið en hasarinn undir lokin bætir upp fyrir það.
Langar að sjà enn meiri persónusköpun í næstu bók Braga, hann er mjög góður í henni. Allavega ekki hægt að toppa sjokkeringuna í þessari bók.
Profile Image for Guðný Rós.
2 reviews5 followers
October 2, 2022
Ég verð að viðurkenna að ég var ekki ýkja spennt þegar ég fékk þessa bók í jólagjöf. Hélt fyrst að bókin héti Deyr, eftir Arnald Indriðason, eins og svo margir aðrir. Og þótti líka eitthvað ósmekklegt við þetta, eins og miðaldra manneskju sæmir (ég er samt ekki einu sinni orðin þrítug). Það fór svo að hún sat ólesin á náttborðinu mínu í hálft ár. En þar sem ég er bókafíkill og get ekki átt bækur lengi sem ég hef ekki lesið þá tók ég hana upp eitt kvöldið þegar mig vantaði lesefni.

Ég var bara búin að lesa fyrsta kaflann, var alltaf að skella upp úr og kærastinn minn spurði hvað væri að. Ég byrjaði þá að lesa kaflann upp á nýtt upphátt fyrir hann. Gerði raddir fyrir alla karaktera (Gísla Marteins röddin mín var top notch, var mjög svekkt þegar hann kom svo ekkert aftur við sögu) og við enduðum á að lesa ALLA bókina upphátt fyrir hvort annað.

Stundum komst ég í svo mikinn gír að lesa karakterinn hans Ugga að ég hef áhyggjur af því að hann hafi litað persónuleikann minn.

Við skellihlógum, kúguðumst og grétum (en bara út af hlátri).

Þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir Braga Pál en nú get ég ekki beðið eftir að lesa allar hans bækur. Þessi bók varð því upphaf að nýrri hefð á okkar heimili. Húslestur, en bara bækur eftir Braga Pál.

Þessi bók er geggjuð skemmtun, og enn betri þegar maður les hana í góðum félagsskap. Ég er frekar sparsöm á 5 stjörnurnar, en þessi á það skilið.
Profile Image for Atlas.
200 reviews7 followers
January 18, 2024
Þessi bók var.....spes. Ég pældi svona tuttugu sinnum í því hvort ég ætti að hætta að lesa hana, en ég ákvað að halda áfram og sjá hvert þetta myndi fara. Ég hataði eiginlega allar persónurnar í þessari bók, Heba og Friðborg voru fínar en allir aðrir frekar hræðilegir, Tómas og Uggi mega alveg brenna í helvíti mín vegna. Það að ég hataði þá svona mikið sýnir greinilega að Bragi Páll er mjög góður penni og er það líka greinilegt í gegnum alla bókina.
En Jesús minn hvað þetta var ógeðslegt. Og fyndið. Og ég bjóst ekki við því að þetta yrði svona meta.
Profile Image for Kristín Hulda.
261 reviews10 followers
December 25, 2021
Ég veit ekki hvað mér finnst um þessa bók. Hugmyndarík skrif, líka mjög ógeðsleg og svo sannarlega öðruvísi. Oft fyndin. Væri að gefa 4 stjörnur en mér fannst hún missa marks undir lokin. Ég reyndar þoli ekki þegar fjórði veggurinn er brotinn, hvort sem það er í bókum eða sjónvarpi og því mjög biased gegn slíku.
Displaying 1 - 30 of 105 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.