Ljóðaúrval eftir fimmtán skáld af erlendum uppruna
„Við erum til og við erum mörg. Það er eftirspurn eftir okkar skáldskap og hér er svarið. Þetta er einskonar fæðing innflytjendabókmennta á Íslandi og ég vona að henni fylgi margar bækur, í margar kynslóðir, um ókomna tíð.“
Hér er að finna fæðingu innflytjendabókmennta á Íslandi líkt og Natasha tekur fram í formálanum, og þvílík fæðing sem þetta er, og einnig snöggur uppvöxtur í ljósi þess að nokkur skáldin hér hafa á þeim stuttu tveimur árum sem liðið hafa frá útgáfu þessarar bókar gefið út sínar eigin ljóðabækur. Áhugavert verður að sjá í hvaða áttir þessi nýja þróun fer með bókina í landinu.