Kaupmannahöfn 1888. Raðmorðingi gengur laus og börn hverfa unnvörpum. Kóperníkus, íslenskur unglæknir, er rekinn frá störfum og rannsakar nú lát besta vinar síns.
Kóperníkus grunar fyrrverandi samstarfsfólk sitt á spítalanum um græsku en niðurstaðan virðist ekki í augsýn.
Sölvi Björn lived in Selfoss until he was eleven, and spent the rest of his childhood in Kópavogur and Reykjavík. He studied French at the Université Paul Valery in Montpellier, and got a BA in Icelandic and Literary Studies from the University of Iceland in 2002. He then studied publishing at the University of Sterling and left there with a degree in the subject in 2005. He has spent a lot of time living abroad, in Spain, England, France and Scotland. Aside from writing, Sölvi Björn has sold books, been a church caretaker, made windows and categorised and cared for archaelogical finds and artefacts. His first book was the volume of poetry Ást og frelsi (Love and Freedom) in 2000. Since then he has published further poetry books as well as novels, and translations of foreign works.
Ótrúlega margræð saga – er þetta krimmi, hryllingssaga, saga um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga – eða kannski um kvenréttindabaráttu (konurnar í sögunni voru kellingar og ragettur) eða aldarfarslýsing á Kaupmannahöfn í lok 19. aldar? Ég upplifði hana alls ekki sem krimma, það var allt of mikið annað að flækjast fyrir, yfirleitt komst Kópernikus alls ekkert áfram í glæparannsókninni. En það var nóg af ógeði, stundum nennti ég ekki að lesa meira. Kaupmannahöfn (og sjálfsagt allar aðrar borgir) var ekki beinlínis huggulegur staður á þessum tíma. Málæðið og bullið í yfirlækninum fór líka stundum í taugarnar á mér, en samt gerði það að verkum að bókin varð meira en hryllingssaga.