Jump to ratings and reviews
Rate this book

miSter einSam

Rate this book
Það getur verið erfitt og einmanalegt að vera sonur Hákarlsins, eins umdeildasta manns landsins.

Sammi er kominn í stutt vetrarfrí til Íslands og fer ásamt vinum sínum, Ingó og Korra í Örenda, afskekktan glæsibústað fjölskyldunnar. Eyrún, systir Korra, kemur með og svo slæst Sigrún í hópinn - stelpan sem Sammi hefur ekki getað losnað við úr huga sér síðan hann flúði af landi brott.

Þegar eitt þeirra hverfur sporlaust út í vetrarmykrið og undarleg atvik skjóta hinum skelk í bringu rennur það smám saman upp fyrir Samma að flóttinn hefur ekki bjargað honum frá vandamálum fortíðarinnar ...

251 pages, Hardcover

Published November 11, 2021

1 person is currently reading
7 people want to read

About the author

Ragnheiður Eyjólfsdóttir

5 books12 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
8 (38%)
4 stars
5 (23%)
3 stars
8 (38%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 4 of 4 reviews
Profile Image for Unnur María Sólmundsdóttir.
107 reviews
September 4, 2022
Ragnheiður Eyjólfsdóttir er frábær barna- og unglingabókahöfundur. Þetta er fjórða bókin hennar en ég hef einnig lesið hinar þrjár (Rotturnar, Skuggasaga-Undirheimar og Skuggasaga-Arftakinn) og var því spennt að byrja á þessari. Hún skapar flottar og trúverðugar persónur, áhugaverð sögusvið og heldur manni vel spenntum. Í sögunni um miSter einSam er vel leikið á lesendur, og það nokkrum sinnum, og söguþráðurinn er samtvinnaður við uppákomur og atvik úr íslenskum fjármálaheimi. Ekki spillir að það er smá ástardrama að þvælast fyrir aðalpersónum. Klárlega áhugaverð og spennandi glæpasaga fyrir unglingana!
10 reviews
April 15, 2022
Fokking æðisleg, svakalegt plottwist og mjög spennandi. Æðislegir karakterar.

Very good very nice
Profile Image for Anna Dagmar.
25 reviews1 follower
October 11, 2022
LAs hana fyrir skólann, hefði annars ekki gert það. Það var mikil spenna en hún var frekar steikt. Mæli ekkert sérstaklega með henni en hún var príðileg yndislestursbók :)
Profile Image for Sara Hlín.
465 reviews
October 3, 2022
Spennusaga fyrir unglinga. Verzingurinn minn valdi hana af bókalista til að skrifa ritgerð um og fannst okkur hún báðum skemmtileg þó svo að honum fyndist persónurnar nota orð sem unglingar myndu í raun aldrei nota eins og stafrænir miðlar, blendingur (boost) og kraftkría (powernap) - mér fannst hins vegar orðaforði þessara sögupersóna til fyrirmyndar og myndi vilja óska að þau töluðu svona í raun og veru. Varla hægt að skrifa bók með þeim fátæklegu orðum sem þau nota í raun.
Mjög spennandi og skemmtileg bók!
Displaying 1 - 4 of 4 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.