Ragnheiður Eyjólfsdóttir er frábær barna- og unglingabókahöfundur. Þetta er fjórða bókin hennar en ég hef einnig lesið hinar þrjár (Rotturnar, Skuggasaga-Undirheimar og Skuggasaga-Arftakinn) og var því spennt að byrja á þessari. Hún skapar flottar og trúverðugar persónur, áhugaverð sögusvið og heldur manni vel spenntum. Í sögunni um miSter einSam er vel leikið á lesendur, og það nokkrum sinnum, og söguþráðurinn er samtvinnaður við uppákomur og atvik úr íslenskum fjármálaheimi. Ekki spillir að það er smá ástardrama að þvælast fyrir aðalpersónum. Klárlega áhugaverð og spennandi glæpasaga fyrir unglingana!