Jump to ratings and reviews
Rate this book

Einlægur Önd

Rate this book
Eiríkur Örn hefði ekki, með sinni alræmdu skáldagáfu, getað skrifað sjálfum sér verri örlög. Ekki í sínum verstu sjálfsvorkunnarköstum. Því ef það var nokkuð undir himninum sem Eiríkur hataði meira en að vera blankur, einn og ærulaus var það að vera blankur, einn og ærulaus í Reykjavíkurborg, þessari ömurlegu slabbsósa húsaþyrpingu sem blasti nú við honum út um þrjá stóra stofuglugga …

Þegar Eiríkur Örn, aðalpersóna þessarar skáldsögu, tekur að sér kennsluverkefni í ritlist fyrir erlent stórfyrirtæki er því mótmælt með nafnlausri hótun. Hann hefur enda brennt allar brýr að baki sér með skrifum sínum og framkomu. Til að flýja veruleikann sökkvir hann sér í vinnu, söguna af Felix Ibaka frá tilbúna landinu Arbítreu, þar sem fólk refsar hvert öðru með múrsteinaburði.

237 pages, Kindle Edition

First published October 19, 2021

8 people are currently reading
26 people want to read

About the author

Eiríkur Örn Norðdahl

49 books91 followers
Eiríkur Örn Norðdahl (1978) is an Icelandic experimental poet and novelist. His work – about a dozen novels, a dozen poetry books, a couple of essay books, a couple of plays, a cook book, a children's christmas splatter, video poems, sound poems and various conceptual projects – have been published in over a dozen languages and won numerous awards in several countries, including the Icelandic Literary Award, the Transfuge award for best nordic fiction (in France), the DV Cultural Award, the Zebra Poetry Film Festival Special Mention, Sparibollinn Award for Romantic Fiction and the Book Merchant's Prize. They have also been shortlisted for awards such as the Prix Médicis Étranger, the Prix Meilleur Livre Étranger and the Nordic Council Literary Award.

Eiríkur has translated over a dozen books into Icelandic, including a selection of Allen Ginsberg’s poetry and Jonathan Lethem’s Motherless Brooklyn (for which he received the Icelandic Translation Award). He lives in Ísafjörður, Iceland, a rock in the middle of the ocean, and spends much of his time in Västerås, Sweden, a town by a lake.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
5 (9%)
4 stars
14 (26%)
3 stars
24 (45%)
2 stars
10 (18%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 3 of 3 reviews
Profile Image for Árni Freyr.
92 reviews2 followers
December 15, 2021
Ég vildi ég hefði verð hrifnari af Einlægum önd. Hún byrjar frábærlega, en Eiríkur gefur textanum ekki andrúm og treður í staðinn inn alls konar mismunandi stílum og kontextum. Fyrir vikið verður öll byggingin þvinguð, bókinni ofleikstýrt. Það sama á reyndar við um Illsku og Hans Blæ, sem koma báðar við sögu.
Profile Image for Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.
Author 9 books64 followers
Read
September 23, 2023
Núningur veruleika og skáldskapar (Fréttablaðið, 9. desember 2021)

Þegar ég stundaði nám í ritlist við Háskóla Íslands fór ég eitt sinn með samnemendum mínum í skáldaferð til Eiríks Arnar Norðdahl á Ísafjörð. Margt af því sem gerðist í þessari ferð hefur fallið í gleymskunnar dá, en ég minnist þess þó að eitt verkefnið sem Eiríkur lagði fyrir okkur ritlistarnemana var að skrifa einn sannleika og eina lygi með verkfærum skáldskaparins. Þetta rifjaðist upp fyrir mér við lestur nýjustu „skáldsögu“ Eiríks Arnar sem fjallar bæði um mörk hins sanna og ósanna, sem og ritlistarkennslu.

Bókin, sem ber titilinn Einlægur önd, er eins konar skáldævisaga eða kannski frekar skáldsaga með ævisögulegu ívafi. Höfundur gerir raunar í því að ögra mörkum þessara forma og tvískinnungurinn gerir vart við sig strax á titilsíðum bókarinnar, sem eru tvær. Á þeirri fyrri er titillinn ritaður sem Einlægur önd – ævisaga, en á þeirri seinni sem Eiríkur Örn – skáldsaga. Höfundur notar raunverulega atburði og staðreyndir úr sínu eigin lífi í bókinni en fer frjálslega með. Aðalpersóna bókarinnar heitir vissulega Eiríkur Örn Norðdahl og er rúmlega fertugur rithöfundur frá Ísafirði sem gengur með harðkúluhatt á höfði. Flest annað er þó skáldað, þar með talið nöfnin á börnum og eiginkonu Eiríks, en slíkt mun þó sennilega ekki vera ljóst þeim lesendum sem þekkja ekki til Eiríks persónulega. Bókin gerist í fyrstu bylgju Covidfaraldursins og segir frá því þegar Eiríkur Örn neyðist til að flytja frá Ísafirði í sollinn í höfuðborginni, til að geta eytt tíma með börnum sínum í kjölfar skilnaðar. Í Reykjavík tekur Eiríkur að sér það verkefni að stýra ritlistarnámskeiði á netinu fyrir norska ritlistarfyrirtækið Fiktiv, eins konar afbökun á sænska hljóðbókarisanum Storytel.

Einlægur önd varpar upp ýmsum áhugaverðum hugleiðingum um eðli og hlutverk skáldskapar í borgaralegu samfélagi. Þessar hugleiðingar birtast gjarnan í formi fyrirlestra sem Eiríkur Örn heldur fyrir nemendur sína sem eru í senn heimspekilegir, kómískir og yfirdrifnir. „Allar fagurbókmenntir sem standa undir nafni rannsaka núning veruleika og skáldskapar, lyga og sannleika annars vegar; og núning siðlegrar breytni og siðlausrar breytni hinsvegar,“ segir Eiríkur Örn í einum fyrirlestrinum og gæti sú fullyrðing vel staðið sem lýsing á skáldsögunni. Einlægur önd spyr áleitinna spurninga um hlutverk fyrirgefningar og útskúfunar í nútímasamfélagi og kemur inn á ýmis eldfim umfjöllunarefni sem hafa verið í deiglunni undanfarið, á borð við slaufunarmenningu og hvort hægt sé að aðskilja listina frá listamanninum. Í söguheimi bókarinnar lenti Eiríkur Örn í því að vera „slaufað“ fyrir leikritið/skáldsöguna Hans Blær og ósæmilega hegðun sem hann sýndi af sér í frumsýningarpartíi. Í raunveruleikanum voru þessir atburðir ekki alveg jafn hispurslausir, því þótt leikritið Hans Blær hafi vissulega vakið umtal á sínum tíma, er langt frá því að höfundinum hafi verið slaufað fyrir það. Þetta er sennilega skýrasta dæmið um það hvernig Eiríkur Örn „rannsakar núning veruleika og skáldskapar“ og leikur sér að mörkum sannleika og lygi í Einlægur önd.

Höfundur nýtir sér einnig frásagnartækni dæmisögunnar og skapar eins konar hliðarveruleika innan hliðarveruleika skáldsögunnar, með sögunni af Felix Ibaka frá Arbítreu sem persónan Eiríkur Örn hefst handa við að skrifa. Hlutirnir flækjast þó til muna þegar dæmisagan fer að blandast söguheimi skáldsögunnar, sem aftur blandast raunheimi lesenda svo úr verður dásamlega súr bræðingur af metanarratívu sem mun láta jafnvel færustu bókmenntafræðinga klóra sér í hausnum. Þótt undirritaður hefði vissulega verið til í að stytta kaflana um Felix frá Arbítreu örlítið, þá eru heildaráhrifin svo skemmtilega galsafull að maður verður að fyrirgefa höfundi tilraunamennskuna, þótt hún sé vissulega bæði ruglingsleg og langdregin á köflum. Einlægur önd er sennilega ekki allra en undirrituðum fannst hún þó bæði skemmtileg og spennandi. Bókin dansar á mörkum sjálfsháðs og sjálfsupphafningar, sem rímar fullkomlega við ringulreið samtímans. Þá verður það að teljast jákvætt að stærsta bókaútgáfa landsins, Forlagið, skuli taka áhættuna á að gefa út svo tilraunakennt og krefjandi verk. Stærsta spurningin er þó hvort bókin muni rata til hins almenna lesanda, eða bara okkar bókmenntanördanna.

Niðurstaða: Skemmtilegt og galsafullt verk þar sem höfundur dregur bæði sjálfan sig og samfélagið sundur og saman í beittri ádeilu.
Displaying 1 - 3 of 3 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.