Allt frá því Hannes Sigfússon gerðist einn af frumkvöðlum endurnýjunar í íslenskri ljóðagerð með bókum sínum Dymbilvöku 1949 hafa bækur hans vakið óskipta athygli. Jarðmunir er sjöunda ljóðabók hans, auk þess sem hann hefur gefið út safn ljóða sinna og bók með þýðingum norrænna ljóða. Hér eru bæði frumsamin ljóð og þýdd. Fjörtíu og átta ljóð eru ný, viðfangsefnin fjölbreytileg og efnistökin nýstárleg einsog vænta má, tuttugu og sjö ljóð eru þýdd og birtast flestar þýðingarnar nú í fyrsta sinn. Höfundarnir sem Hannes þýðir eru frá átján löndum, úrvalið nær frá Finnlandi til Fílabeinsstrandarinnar. Bókin Jarðmunir veitir bæði innsýn í ljóðheim Hannesar og útsýn til nútímaljóðagerðar í fjórum heimsálfum.