Jump to ratings and reviews
Rate this book
Rate this book
Beinagrind finnst í fríríkinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn og hefur höfuðkúpunni verið skipt út fyrir hauskúpu af greifingja. Málið er ekki tekið alvarlega innan lögreglunnar en rannsóknarlögreglumanninum Christian Porsing finnst það þó allt hið sérkennilegasta og einsetur sér að leysa það.

Fyrir hreina tilviljun er Sigga Freitag, fyrrum greinandi hjá þýsku lögreglunni og mikil stjarna í lausn glæpamála, stödd í Danmörku til að kynna metsölubók sína: Í skugga Sachsenhausen. Christian mætir á fyrirlestur hennar í Kaupmannahafnarháskóla þar sem hún greinir frá einstakri aðferðafræði sinni til að ráða í þau andlegu ummerki sem glæpir skilja eftir sig. Christian er fullur tortryggni gagnvart þessari aðferð en honum snýst þó hugur eftir að önnur sérkennileg beinagrind kemur í leitirnar.

Christian leitar á náðir Siggu sem með semingi fellst á að kanna glæpavettvanginn og kemst að þeirri niðurstöðu að um morð sé að ræða. Undarlega beinagrindin með greifingjahauskúpunni er aðeins upphafið að skuggalegu og dýrslegu sakamáli sem á eftir að umturna lífi Siggu og Christians til frambúðar.

ebook

First published June 18, 2021

8 people are currently reading
25 people want to read

About the author

Jakob Melander

34 books54 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
20 (14%)
4 stars
42 (29%)
3 stars
57 (40%)
2 stars
16 (11%)
1 star
6 (4%)
Displaying 1 - 10 of 10 reviews
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
Read
April 5, 2022
Þetta er fyrsta bókin í nýjum þríleik (eða kannski verða fleiri bækur) um þau Siggu Freitag og Christian Porsing. Þau eru að mínu mati svolítið öðruvísi persónur en margar aðrar sem við höfum kynnst í skandinavískum krimmum og það verður áhugavert að sjá hvert þau stefna. Sagan hélt mér alveg og ég sá plottið ekki fyrir — áttaði mig reyndar á morðingjanum áður en í ljós kom hver hann var en ótrúlega stuttu áður svo það skemmdi ekkert fyrir mér. Ég mun pottþétt lesa næstu bók um þau skötuhjú.
Profile Image for Anna Kristín.
512 reviews5 followers
April 1, 2022
4 - Þetta er mjög löng bók og mjög skrítin til að byrja með, ég var alltaf að fara að hætta að lesa en alltaf hélt ég þó áfram. Mér fannst Christian svo furðulegur, alltaf heimtandi svör og aðstoð frá konu sem hann þekkir ekki neitt og hann lætur við hana eins og þau hafi þekkst í mörg ár. Það pirraði mig þessi lestur á símtölunum þeirra á milli, fannst það hallærislegt, verið að gefa eitthað í skyn.
Siggu nafnið stuðaði mig líka. Held að það sé vegna þess að það er gælunafn hjá okkur og á meðan hann er Christian þeirra á milli þá er hún Sigga, eins og þau þekkist rosa vel (en hún heitir það svo hvað annað ætti hann að kalla hana). Þetta allt var samt ekki nóg til að ég hætti, það var einhver spenna í loftinu og þegar mig fór að gruna þá varð ég að halda áfram. Þannig að þegar upp er staðið er þetta ágæt bók þó hún sé alltof löng.
Profile Image for Britt West Jørgensen.
469 reviews5 followers
September 22, 2022
Jeg ville rigtig gerne kunne lide den her bog, fordi jeg havde hørt meget godt om den på forhånd. Desværre fangede den mig aldrig sådan rigtigt. Det blev noget langtrukkent, der var lange passager uden egentlig fremdrift, og jeg var virkelig længe om at komme igennem den.
Profile Image for Kitta Pálsdóttir.
236 reviews3 followers
July 13, 2022
Löng.... ekki spurning en hélt mér samt volgri þar til að allt í einu varð hún svaðalega spennandi 😁👍
119 reviews1 follower
July 26, 2023
En anderledes fortællerstil, end jeg har oplevet før, men en virkelig fængslende og spændende krimi!
Profile Image for Elin.
62 reviews
July 10, 2025
I didn’t like it, but I think it’s mainly a me thing. Just not interested in this mind of supernatural undertones in my crime.
Displaying 1 - 10 of 10 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.