Það er gott að svona upplýsandi bækur séu skrifaðar. Sjálfur er ég feginn því að hafa komist í gegnum þetta lesefni. Það tók mig smátíma að byrja á þessari bók. Var búinn að horfa á hana nokkuð oft og blaðað í henni eitthvað en svo þegar ég fór í alvörunni að lesa hana þá gekk það nokkuð hratt. Textinn er vel læsilegur og rennur vel en innhaldið segi ég að sé ekki alltaf fyrir viðkvæma. Það er tæpt á ýmsum erfiðum málum þarna, en engu að síður, það þarf að tala um þetta og ræða þessa hluti. Hið versta er þegar enginn segir neitt og þetta fær bara að grassera eins og ekkert sé.