Jump to ratings and reviews
Rate this book

Venjulegar konur - Vændi á Íslandi

Rate this book
Vændi viðgengst á Íslandi. Það er hvorki ný staðreynd né óvænt. Hér ræðir Brynhildur Björnsdóttir við sex íslenskar konur sem hafa verið í vændi, konur sem bera sára reynslu sína ekki utan á sér og lýsa aðstæðum sem aldrei ættu að viðgangast. Jafnframt kannar hún fyrirbærið vændi frá ýmsum hliðum, ræðir við fagfólk sem vinnur með þolendum og varpar kastljósinu á kaupendur sem bera mestu ábyrgðina með því að viðhalda eftirspurninni. Bókin er rituð að frumkvæði Evu Dísar Þórðardóttur, brotaþola vændis og baráttukonu.

294 pages, Unknown Binding

Published January 1, 2022

3 people are currently reading
52 people want to read

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
32 (47%)
4 stars
27 (39%)
3 stars
8 (11%)
2 stars
1 (1%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 7 of 7 reviews
Profile Image for Thordur.
338 reviews5 followers
February 26, 2023
Það er gott að svona upplýsandi bækur séu skrifaðar. Sjálfur er ég feginn því að hafa komist í gegnum þetta lesefni. Það tók mig smátíma að byrja á þessari bók. Var búinn að horfa á hana nokkuð oft og blaðað í henni eitthvað en svo þegar ég fór í alvörunni að lesa hana þá gekk það nokkuð hratt. Textinn er vel læsilegur og rennur vel en innhaldið segi ég að sé ekki alltaf fyrir viðkvæma. Það er tæpt á ýmsum erfiðum málum þarna, en engu að síður, það þarf að tala um þetta og ræða þessa hluti. Hið versta er þegar enginn segir neitt og þetta fær bara að grassera eins og ekkert sé.
Profile Image for Gunnar Berg Smári.
52 reviews1 follower
July 23, 2024
Alveg mögnuð bók og ótrúlega fræðandi. Staðreyndir sem ég hef aldrei pælt út í sjálfur og áhugavert að lesa um tölfræði og prósentur um konur sem lenda í vændi og gerenduna.

Hvernig er vændi ennþá blómstrandi og hvernig hef ég aldrei verið meðvitaður um það?!

Það vantar meira um vændi á Íslandi í umræðuna!!!!!

4.5
Profile Image for Inga Maria.
20 reviews1 follower
May 18, 2023
Átakanleg bók, sérstaklega frásagnir kvennanna sem hafa selt vændi og karlsins sem keypti vændi. Það eru svo margir sem þyrftu að lesa þessa bók en því miður grunar mig að þeir muni ekki gera það.
Profile Image for Jonella Sigurjónsdóttir.
45 reviews1 follower
April 2, 2023
Ég held að það sé okkur öllum hollt að lesa í gegnum þessa bók og heyra frá fyrstu hendi hvaða áhrif vændi hefur á fólk. Vændi er hluti af samfélaginu okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Stór hluti bókarinnar fer í almenna umfjöllun um vændi og viðhorf almennings til þess. Síðan koma nokkrar reynslusögur kvenna sem hafa lent í vændi og ein reynslusaga vændiskaupanda. Þetta er einfaldlega bók sem ég mæli með þó að umfjöllunarefnið sé erfitt. Bók sem hefur áhrif á lesandann - allavega mig.
Profile Image for Dóra Birgis.
10 reviews3 followers
June 7, 2023
Vel skrifuð og góð, það ættu allir að lesa þessa bók.
Displaying 1 - 7 of 7 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.