Kannski er þessi bók 25 ára, miðað við óáreiðanlegar heimildir höfundar, en kannski er hún glæný. Í mínum lestraraugum er hún ný og ég hugsaði mér aldeilis gott til glóðarinnar þegar ég frétti af henni. Ég skemmti mér konunglega yfir fyrsta kaflanum en svo súrnaði aðeins í mér þegar miðaldra, firnafyndni bókhaldarinn lognaðist út af í veikindum í Reykjavík og rumskaði næst í Miðlöndunum á miðöldum með alla sína 21. aldar þekkingu á fúkkalyfjum og smitleiðum. En svo fjörgaðist ég aftur þegar á leið og húmor höfundarins reyndist óbjagaður með öllu.
Ég átti dýrlegar kvöldstundir með sögunni af hinum lata og sérhlífna drottni.