Dagatal geymir níutíu og eina sögu á einföldu máli. Í stuttum og aðgengilegum frásögnum er dregin upp mynd af íslenskum veruleika allt árið um kring. Sögupersónur brjóta upp gráan hversdaginn með hátíðahöldum og fagna lífinu með rjómabollum, aprílgabbi, sjósundi, skötuveislu og sólbaði í snjókomu. Sögurnar varpa ljósi á fjölbreytileika mannlífsins, skilning og misskilning í samskiptum fólks og þau fjölmörgu tækifæri sem gefast til að gera sér glaðan dag.
Dagatal er sjálfstætt framhald af Árstíðum sem hefur notið mikilla vinsælda og verið kennd á ýmsum skólastigum á Íslandi sem og erlendis. Textarnir eru fjölbreyttir hvað varðar efnistök, form og stíl og flokkaðir eftir getustigi í samráði við sérfræðinga. Þar að auki fylgir viðauki með margskonar fróðleik um land og þjóð. Bókin nýtist jafnt til kennslu og yndislestrar.
Full af fróðleik, orðaleikjum og skemmtilegum senum úr íslenskum veruleika. Sögurnar hentar jafnvel til skemmtilesturs og til að efla íslenskukunnáttu þeirra sem eru að læra tungumálið.
Frábært bók fyrir fólk sem eru að læra íslensku. Fyrir mig þar var mjög erfitt, ég skrifaði kannski 10 blöð af orðum sem ég veiti ekki. Og stundum var ekki hægt að þýða allt. Mig langar ár lesa þetta einu sinni enn eftir ég hef klárað b1, til að sjá ef ég get skilað meira.